Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.1997, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 05.06.1997, Blaðsíða 19
Sjóvár Almennra deildin í knattspyrnu: /■ / Keflvíkingar sigruðu í sínum fimmta leik í röð á Sjóvá- Almennra deildinni í knattspymu þegar þeir lögðu Valsmenn 2:0 í Keflavík í gærkvöldi. A sama tíma töpuðu Grindvíkingar á Skipaskaga þriðja leik sínum í röð. Keflvíkingar eru á toppi deil- darinnar með fimmtán stig en ÍA og ÍBV eru með tíu stig en Eyjamenn eiga leik inni gegn Skallagrími sem fram fer 29. júní. Keflvíkingar unnu nokkuð öruggan sigur í gær. Þeir liöfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðu getað skorað 4-5 mörk. Tvö litu dagsins ljós, bæði frá Hauki Inga Guðnasyni. Það fyrra kom á 24. mín. eftir frábær tilþrif vel fyrir utan teig en Haukur spymti boltanum upp og aftur fyrir sig, sneri sér við og tók hann viðstöðulaust með góðu skoti í vinstra homið, án þess að Lárus Sigurðsson, markvörður næði að verja. Það síðara kom á 34. mín. eftir hornspyrnu Eysteins Haukssonar. Haukur Ingi skallaði í mark eftir að Ragnar Steinarsson hafði framlengt skallabolta úr homspymunni, 2:0. I síðari hálfleik var meira jafnræði með liðunum en á fyrstu sekúndunum var Jóhann Guðmundsson kom- inn upp að markteig en skaut rétt framhjá. Valsmenn tóku kipp eftir þetta og fengu nokkur færi en Ólafur Gottskálksson, markvörður var ömggur í markinu og ætti að verða í byrjunarliði Islands gegn Makedóníu í lok vikun- nar. Grindvíkingar töpuðu á Skaganum gegn ÍA 3:1 og sýndu oft góð tilþrif í fyrri hálfleik. Þeir áttu hins vegar erfitt uppdráttar í síðari hálfleik. Ólafur Ingólfsson jafnaði leikinn fyrir UMFG í fyrri hálfleik eftir gott einstak- Golf/slieamól (/S: Davíð og Vilhjálmur efstir Þremur stigamótum er lokið hjá Golfklúbbi Suðurnesja en golfvertíðin er komin í fullan gang í Leimnni. Davíð sigraði í Keflavík- urrerktakamótinu Fyrsta mótið var Málara- verktakamótið og urðu úrslit þau að án forgjafar var Davíð Viðarsson bestur á 75 höggum en annar varð Sigurður Lúð- víksson á 76. Þriðji varð Sturlaugur Ólafsson á 77. Með forgjöf var Sturlaugur í efsta sæti á 62 höggum, Sigurður Lúðvíksson í öðru á sama skori en með lakari tölur á síðustu holunum. I 3.-4. sæti urðu þeir Davíð Viðarsson og Þorsteinn Sigurðsson á 65. Davíð Lang-bestur Annað mótið var Langbest mótið. Veðurguðimir vom ekki sínu besta skapi og þátttakan ekki sú besta þess vegna. Tveir Davíðar voru í efstu sætunum án forgjafar, Jónsson í fyrsta sæti á 76 höggum og nafni hans Viðarsson í öðm á 83 höggum. Jón Gunnarsson og Guðni Sigurðsson voru bestir með forgjöf á 68 höggum en Jón var með betri árangur á Iokahol- unum. Ragnar Hauksson varð þriðji á 73 höggum. Örninn undir pari í Sportbúðar Oskarsmótinu Sportbúðar Óskarsmótið var þriðja í röðinni og fór fram í fyrradag. Öm Ævar Hjartarson sigraði án forgjafar á 70 hög- gum. Annar varð Davíð Viðarsson 76 en á sama skori var Amar Astþórsson en Davíð sigraði í bráðabana og hlaut 2. sætið. Með forgjöf sigraði Vilhjálmur Vilhjálmsson á 60 nettó. Rúnar Hallgrímsson varð annar á 64 og síðan vom þrír jafhir í 3.--5. sæti, þeir Steinar Sigtryggsson, Þorsteinn Sigurðsson og Garðar Vilhjálmsson á 66 höggum. Jón Björn Sigtryggsson sem fékk einungis að leika sem gest- ur þar sem hann hafði leikið í öðru mótinu um morguninn kom inn á næsta besta nettó- skorinu, 61 höggi. I stigakepp- ninni er Davíð Viðars eftstur með 33 stig enVilhjálmur Vilhjálms annar með 32,5 stig. I kvennaflokki án forgjafar sigraði Gerða Halldórsdóttir á 87 höggum en með forgjöf var Bjargey Einarsdóttir á 71 höggi. í unglingaflokki lék Atli Elíasson best á 79 höggum en með forgjöf Arnar Freyr Jónsson á 66 nettó. lingsframtak. Skagamenn bættu hins vegar við tveimur mörkum í þeim síðari og tryg- gðu sér sigur. Nú tekur við tveggja vikna stopp í deildinni vegna lands- leikja. HEILSULINDIN Sémiúin meá íwlmmmr fmkmtúfa HAFNARGOTU 39 • KEFLAVIK • SIMI 4 21 4 8 77 Slenið burt! Mikvð urvt^ \Ketic)nft‘ Drottning leekumgajurtanna' - töflur, þykkni, drottnmgarlumang. M\x. Lokað á laugardögum í sumar! Byggbollur Guðnýjar! Uppskrifl og smökkun á Jösíudaginn. David Carvillo verður með einkatíma í lithinmugreiningu í verslun okkar 18. og 25.júní nk. Tímapantanir ísúna 421 4877 Leikjanámskeid UMFN sumarið 1997 Leikjanámskeið UMFIM hefst mánudaginn 9. júní kl. 13:00. Skráning fer fram í Vallarhúsinu við Vallarbraut í dag fimmtudaginn 5. júní kl. 16-18, og föstudaginn 6. júní kl. 13-18. Boðið verður uppá þrjú tveggja vikna námskeið með fjölbreyttri dagskrá við hæfi allra. Námskeiðin eru fyrir börn fædd 1987 til 1991. Verð á námskeið er kr. 1.600.-, veittur er 40% systkinaafsláttur. Dagskrá námskeiðanna er afhent við skráningu. Greiðslukortaþjónusta. Víkurfréttir 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.