Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.1997, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 19.06.1997, Blaðsíða 3
Ný brennslulína í Sorpeyðingarstöð Suðumsja: Nauðsynlegt ai Ma verkefnitu sam lyrst í Mvæmd -segir Drífa Sigfúsdóttir Að sögn Drífu Sigfúsdóttur forseta bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar og stjómarmanns í Sambandi sveitarfélaga á Suðumesjum, fer að styttast í ákvörðunartöku af hálfu vam- arliðsins varðandi nýja sorp- brennslulínu við Sorpeyðing- arstöð Suðumesja. Samninganefnd vamailiðsins verður hér á landi 14. - 21. júlí til viðræðna við fulltrúa sveit- arfélaganna sem hafa þegar unnið mikla forvinnu og gengið frá undirbúningi brennslulínunnar. „Þegar samninganefnd vam- arliðsins var hér á landinu síð- ast fengu þeir í hendumar all- ar upplýsingar frá okkur og tillögur unr greiðslur, kostnað, afskriftatíma og fleira. Við bíðurn nú eftir svörum frá þeim og væntum þess að fá þau fyrir miðjan ágúst“, sagði Dnfa. Sorpbrennsla S.S. er að sögn Drít'u sú fyrsta á landinu en hún er nú komin til ára sinna og þarfnast endurnýjunar. Drffa sagði markaðinn í dag kalla á aukna nýtingu varma, minni mengun og aukna flokkun á sorpi en að auki er starfsmannaaðstaða ekki nægjanlega góð. Leiðir til úrlausnar hafa verið í athugun síðustu ár og lagði stjóm S.S.S. það til að keypt yrði ný brennslulína og hús- næðið stækkað verulega. Sorpbrennslulínurnar verða tvær sem mun auka öryggi í brennslu og gefur meira svig- rúnt til meðhöndlunar á hættulegum efnum. „Við emm nú að endurskoða gildandi samning við vamar- liðið um núverandi brennslu- lfnu og mun nýr samningur gera ráð fyrir að við tökum að okkur að annast brennslu og því sem snýr að þeirra sorpi gegn ákveðnu gjaldi. í þeim samningi er fjárfesting innifal- in og skuldbindum við okkur um að mæta nýjum kröfum um umhverfismál, mengun og starfsmannaaðstöðu. Ertu bjartsýn á jákvæðar und- irtektir frá vamarliðinu? „Já ég er það. Það er ekki hægt annað en að ljúka þessu máli en sveitarfélögin geta ekki beðið lengi eftir svari. Við teljum nauðsynlegt að hrinda þessu verkefni í fram- kvæmd og eru sveitarfélögin einhuga um að lúka þessu verkefni sem fyrst þar sem það tekur a.m.k. 2 ár frá því að samningum er lokið þang- að til að hægt sé að taka í notkun nýja brennslulínu“. Tvö unnmeij taha shóflustunnu að nviu shóla Fyrstu skóflustungumar að nýjum grunnskóla í Heiðarbyggð í Keflavík verða teknar á laugardag 21. júní kl.13. Tveir ungir bæjarbúar, þau Isabella Osk Eyjólfsdóttir og Hörður Jóhannsson munu munda skóflurnar við Heiðar- ivamm 10 og verða að öllum líkindum í liópi fyrstu nemenda skólans eftir tvö ár regar hann verður tekinn í notkun. Grindvíkingar athugið! BT kemur út í lok næstu viku. KODATILBOÐ OPIÐ HÚS í KJARNA Skrifstofur Reykjanesbœjar að Hafnargötu 51, 2. hœð Kjarna verða almenningi til sfnis föstudaginn lO.júnífrá kl. 13:00 -17:00. Síarfsfólk mun laka á móti geslum og sýna húsakynni og aðstöðu. Bcejarbúar notið tcekifcerið og lítið við, sjón ersögu ríkari. Bœjarstjóri. \vr grunnskóli í Reykjanesbte Laugardaginn 21. júní kl. 13:00 taka tveir 6 ára bcejarbúar, þau Isabella Ósk Eyjólfsdóllir og Hörður Jóhannsson fyrslu skófhistungurnar að nýjum skóla í Heiðarbyggð, við Heiðarhvamm 10. Forseli bcejarstjórnarflytur ávarp. Bœjarbúum er boðið að vera viðstöddum. Bœjarstjóri. Víkurfréttir 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.