Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.1997, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 19.06.1997, Blaðsíða 13
Þessarmyndir voru teknar í Bessastadaheimsókn Keflavíkurblásara Tón- listarskólans í Keflavík á dögunum. Forsetahjónin, Gudrún Katrín Þorbergs- dóttir og ÓlafurRagnar Grímsson kunnu vel að meta Ijúfa Keflavíkurtóna. ♦ Kjartan Már Kjartansson, skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík og Karen Sturlaugsson, hljómsveitarstjóri lúðrasveitarinnar með forsetahjónunum Olafi Ragnari og Guðrúnu Katrínu. ♦ Á stóru myndinni að ofan má sjá fríðan hóp tónlistarkrakka ásamt forsetahjónunum sem buðu Keflvikingum m.a. upp á ískalt Kóka Kóla. ♦ Á myndinni til hægri má sjá lúðrasveitina í „Bessastaða-aksjón". Það hljómar vel á Bessastöðum! Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík hermdi loforð upp á forseta vor, Ólaf Ragnar Grímsson ekki alls fyrir löngu. Fyrir uni ári síðan spilaði sveitin á kosningafundi hjá honum í Keflavík og að því loknu sagðist hann að bjóða sveitinni í heimsókn á Bessastaði yrði hann forseti. Það „kosninga“-loforð efndi Ólafur síðan nú á dögunum og fór fríður hópur tónlistarfólks frá skólanum á Bessastaði. Lúðrasveitin var á lúðrasveitarmóti í Reykjavík og „leit við“ hjá forsetahjónunum í leiðinni og þáði léttar veitingar. Iþróttaráð og Iþróttabandalag Reykjanesbæjar: undirritaðlr Bæjarstjóri handsalar samninginn við fulltrúa skotdeildar Keflavíkur. Iþróttaráð Reykjanesbæjar og Iþróttabandalag Reykjanes- bæjar veittu nýverið styrki úr Afreks- og styrktarsjóði ásamt því að undirrita fjöl- marga samninga við félög og klúbba í Reykjanesbæ. Alls var úthlutað að þessu sinni kr. 1.650.000 úr Afreks- og styrktarsjóði til 12 deilda og félaga innan ÍRB. Á fjárhagsáætlun bæjarstjómar 1997 er áætlað kr. 4.000.000 í sjóðinn og á árinu hefur I____________________________ verið úthlutað alls kr. 2.845.000. Undirritaðir voru samningar við íþróttafélög og klúbba að upphæð kr. 22.117.000 auk afnota á fþróttamannvirkjum bæjarins og aðstoð frá Vinnuskóla Reykjanesbæjar. Þar á meðal er samningur við skotdeild Keflavíkur vegna uppbyggingar skotsvæðis í Heiði, samningur við sund- deild Ketlavíkur og UMFN og Margréti Sanders um rek- stur sundnámskeiða í suntar og samningur við aðalstjóm UMFN og íþrótta- og ung- mennafélagsins Keflavík um rekstur íþrótta- og leik- jaskóla. Jafnframt undinitaði Tómstundaráð Reykjanes- bæjar samning um hátíðar- dagskrá á 17. júní sem var gerður við Ungmennafélag Njarðvíkur og íþrótta- og ungmennafélagið Keflavík að upphæð kr. 2.000.000 eins og undanfarin tvö ár. Lóurnar hans Jóns Ólafía Kristin Guðjóns- dóttir, Lóa hans Jóns Norðfjörð skemmti sér vel i fimmtugsafmæli bóndans. Afmælisskrifara Víkurfrétta urðu á mis- tök í síðasta tölublaði þegar greint var frá hinu skemmtilega afmæli Jóns Norðfjörð í Sandgerði. Þar var sagt að eiginkona hans héti Jóhanna en það er ekki rétt. Hún heitir Ólafía Kristín Guðjónsdóttir og er alltaf kölluð Lóa en dóttir þeirra hjóna heitir Jóhanna. Því má hins vegar bæta við að barnabarn þeirra heitir líka Ólafía Kristín og er auðvitað líka kölluð Lóa og hún var að sjálfsögðu í veislunni og skemmti þar viðstöddum með spili og söng við góðar undirtektir. Vinkona okkar í Nýmynd hún Sólveig Þórðardóttir tók myndirnar í afmælinu og við látum fylgja mynd af Lóunum úr afmælinu um leið og við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Olafia Kristín Norðfjtirð eða Lóa litla spilaði og söng fyrir afa sinn og sést hér meðÓla læk sem fór á kostum sem veislustjóri kvöldsins. Víkuifréttir 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.