Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.1997, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 19.06.1997, Blaðsíða 4
r Sighvatur GK fer í lengingu Línuskipið Sighvatur GK fer á næstunni til I’óllands þar sem hann verður leng- dur um 6 mctra. Auk lengingarinnar verður skipið sandblásið og borð- salurinn endurnýjaður. Heildarkostnaður við breytingarnar er áætlaður 25 milljónir með siglin- garkostnaði. Aætlað er að Sighvatur verði kominn til Póllands 28. júní nk. og á verkinu að vera lokið 10. ágúst. Lýst eftir vitnum Ekið var á dökkbláan Hyundai accent fimmtu- daginn 12. júní sl. á milli kl. 16.00 og 18.00. Líklegir staðir eru bílastæði við Hagkaup og Samkaup eða bílastæði við veitingastaðinn Olsen Olsen á Hafnargötu í Ketlavík. Eigandi bifreiðarinnar lýsir eftir vitnum að atburðinum en svo virðist sem keyrt haf'i verið eða bakkað á bílinn. Þeir sem geta gefið upplýsingar eru vinsamlega beðnir um að hafa samband í síma 421-5365 eða við Lögregluna í Keflavík. -------------------------------------------------------------------------------1 Þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli: Nýr fullkominn björgunar- bátur Varnarliðsins af gerðinni „Boston Wlialer". Hann er 9 metra langur og er með tveimur225 best- afla mótorum. Hægt er að taka hliðarnar úr bátnum til að auðvelda björgun á mönnum úr sjó. VF-myndir: Páll Ketilsson Sjögunarbátur af bestu gerö við b$jardyrnar búin fleiri fullkomnum björgunartækjum, s.s. tveimur björgunarbátum; slöngubát og ekki alls fyrir löngu eignaðist hún nýjan fullkomin björgunarbát af gerðinni „Boston Whaler“. Hann er 9 nietra langur og er nieð tveimur 225 hestafla mótomm. Samkvæmt heim- ildum blaðsins kostaði hann til vamarliðsins um 6 millj- ónir króna. Sérstakur vagn á hjólum var útbúinn undir hann þannig að bíll getur dregið hann á vettvang um leið og kall berst. Eins og fram kom í Víkur- fréttum í síðustu viku varð uppi fótur og fit þegar pilt- I___________________________________________________ urinn lenti í vandræðum á sjóþotu rétt utan við Kefla- vík þar sem ekki fannst björgunarbátur til að fara piltinum til bjargar. Sjóstangaveiðibátur var sendur á staðinn og eigandi hann setti sig í mikla hættu á vettvangi. Pálnti Aðal- bergsson, varðstjóri í Lög- reglunni í Keflavík segir að allar óskir um aðstoð frá varnarliðinu þurfi að fara rétta boðleið en það sé í gegnum Landhelgisgæsl- una. Mikilvægast sé hins vegar að björgunarsveitin Suðumes komi sér upp bát og hafi til staðar þegar svona atvik koma upp. J Þyrlubjörgunarsveit Vamar- liðins á Keflavíkurflugvelli er búin tveimur björgunar- bátum, þar af einum nýjum, stórum og mjög fullkomn- um. Ekki var leitað eftir að- stoð varnarliðssveitarinnar þegar 17 ára Njarðvíkingur lenti í vandræðum á sjóþotu við Vatnsneskletta í Kella- vík á dögunum. Spumingar vöknuðu eftir atburðinn hvort slflct hefði átt að gera. Áður en Landhelgisgæslan eignaðist nýju þyrluna, LIF, var oft og iðulega kallað í björgunarsveit vamarliðsins en hún er á sjólarhringsvakt alla daga. Auk þess að hal'a fullkomnar þyrlur er hún „Stórhættulegt áhættuatriði" fyrir kvikmynd tekið upp í Keflavík: Anna María Sveinsdóttir kórfuknattleikskona úr Keflavík fór á kostuin í „stórhættulegu áhættuatriði“ sem var sviðsett á hringtorginu við Hafnargötu í Keflavík sl. föstu- dag. Vinkonur Önnu Maríu voru að sprella með hana, þar sem Anna er að fara að gifta sig. Því er skemmst frá að segja að nokkur fjöldi kom og fvlgdist með sprellinu, enda liafði verið látið ganga að taka ætti upp atriði í bandarískri spennumynd og fólk því spennt að fvlgjast með tökum. Ljósmyndarar Víkurfrctta \oru að sjálfsögðu til staðar og tóku þá meðfylgjandi myndir. □ 4 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.