Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 19.06.1997, Blaðsíða 15
r I Grindvíkingar unnu góðan sigur á Fram í Sjóvá-Almennra deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Lokatölur urðu 2:1 og var þetta fyrsti sigur Grindvíkinga á sumrinum. Þeir lyftu sér af botninum og eru komnir með fintm stig. Það var Kekic Sinisa sem skoraði bæði mörk Grindvíkinga. Það fyrra kom á 25. mínútu. Olafur Orn Bjamason átti þá góða sendingu fram völlinn á Óla Stefán Flóventsson sem framlengdi boltann inn í teig. Þar tók Ólafur nafni hans Ingólfsson boltann og skaut að marki. Boltinn fór í vam- armann en Kikic var réttur maður á réttum stað og skoraði 1:0. Annað markið kom ekki fyrr en fimm mín- útum fyrir leikslok. Óli Stefán var aftur höfúndur að undirbúningi þess. Hann gaf góða sendingu fyrir markið frá homfána vinstra megin. Kikic tók á móti boltanum hægra megin við markteig og skaut góðu skoti í fjær- homið, óverjandi fyrir Ólaf Péturs- son, markvörð Frantara. Þeir blá- | klæddu minnkuðu muninn rétt fyrir leikslok þegar varamaðurinn As- mundur Amarsson lyfti boltann yfir Albert Sævarsson, markvörð Grinda- víkur eftir að hafa fengið stungusend- ingu inn í miðan vítateig. Bæði lið áttu nokkur færi sem hefðu með smá heppni getað gefið mörk. Óli Stefán Flóventsson átti skalla í þverslá og þá komst Kikic Sinisa einu sinni einn inn fyrir vítateig Fram en missti boltann frá sér. Baráttan var aðalsmerki Grindavíkur í þessum leik en Framarar virðast ekki vera upp á sitt besta þessa dagana. L Þolinmóðir Keflvíkingar niðurlægðu skrautlið KR - Tróna á toppi deildarinnar eftir 2:1 sigur á KR „Þolinmæði var lykiiorð okkar í þessum leik gegn KR. Við viss- um að þeir ætluðu að leggja allt undir til að sigra. Okkar taktík gekk upp og sigur okkar var verðskuldaður", sagði Sigurður Björgvinsson, annar þjálfara Keflavikur eftir sigur á Vestur- bæjardrengjunum úr KR á heimavelli jreina íFrostaskjóli í gærkvöld 1:2. Fyrir þennan leik hafði KR ekki tapað á heima- velli í síðustu tuttugu leikjum. Keflvflcingar eru með þessum sigri komnir með jafn mörg stig í deildinni og allt tímabilið í fyrra. Fullt hús eftir sex leiki. Markatalan 11:2. Topplið Keflavíkur sýndi það í leiknum gegn KR af hverju þeir eru á toppnum. Þeir sýndu afburða knatt- spyrnu oft á tíðum og yfirspiluðu út- taugað Vesturbæjarliðið sem vissi ekki hvort það var að koma eða fara. Ey- steinn Hauksson skoraði fyrra mark Keflvíkinga á 24. mínútu. Hann fékk boltann rétt utan við vítateiginn vinstra rnegin við bogann og skaut fimaföstu skoti í hægra markhornið án þess að Kjartan Finnboga landsliðsmarkvörður kærni nokkrum vörnum við. Fyrir markið hötðu Keflvíkingar sótt stíft og átt tvö góð skot að marki. Annað mark lá í loftinu en það kom þó ekki fyrr en á 42. mínútu. Keflavík fékk aukaspymu á miðjurn vellinum. Gunnar Oddsson sendi boltann inn i teig en sofandi vam- armenn KR misreiknuðu dæmið og boltinn barst til Jóhanns Guðmundsson- ar sem skaut góðu skoti í hægra hornið. Óverjandi fyrir Kristján. Þeir röndóttu máttu hrósa happi að vera aðeins tveimur mörkum undir í leikhléi. Heimamenn mættu örlítið hressari í síð- ari hálfleikinn og uppskám ntark efir tíu mínútur. Þar var að verki Einar Þór Daníelsson. Hann átti í baráttu við Snorra Má Jónsson við vítateigs- lfnuna eftir sendingu frá Rikharði Daðasyni og náði skoti á markið og fór boltinn undir Ólaf Gott- skálksson. Margir vildu meina að Einar hefði ýtt Snorra þannig að hann féll. Eftir um tuttugu mínútna sprikl Vesturbæinga sent jú var spáð tit- ilinum fimmta árið í röð fóru Keflvíkingar að sækja meira aftur. Bæði lið áttu þokkaleg færi það sem eftir lifði en það voru hinir bláklæddu Keflvíkingar sem fóru með öll stigin og eru eftir þessa sjöttu umferð enn með fiillt hús. Gunnar Oddsson, Eysteinn Hauksson og Ólafur Gottskálks- son voru bestu nienn í jöfnu liði Keflvíkinga. Vörnin er traust. Karl Finnboga, Kristinn Guðbrands og ný- liðinn Guðmundur Oddsson, sem hefur svo sannarlega komið á óvart með frá- bærri franunistöðu í sumar, vinna vel saman eins og reyndar allt liðið. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Guðmunds- son eru stórskemmtilegir í framlínunni og mátti sjá hvernig KR-ingar lögðu mikla áherslu á að passa þá báða í þess- um leik. „Baráttan hefur alltaf verið að- alsmerki Keflavíkur og hún verður það áfram“, sagði Sigurður Björgvinsson í leikslok og það eru orð að sönnu. J Bláa lóns mótaröðin í golfi: Kristinn vann Helga í bráðabana Kristinn G. Bjamason, landsliðsmaður og Helgi Þórisson úr GS urðu efstir og jafnir án forgjafar í þriðja og sfðasta Bláa lóns mótinu í golft sem fram fór á Vallarhúsavelli í Sandgerði sl. sunnudag. Þeir léku báðir á 71 höggi en Kristinn hafði síðan betur í bráða- bana um 1. sætið og fékk Ameríkuferð með Flugleiðum en Helgi Evrópuferð fyrir 2. sætið. I 3.-4. sæti vom þeir Bjöm V. Skúlason og Guðmundur R. Hallgrímsson á 73 höggum en Vík- ingurinn vann bráðabanann og fékk 3. sætið. Það er Ijóst að Bjöm er með stáltaugar því hann hafði betur í bráðabana gegn Davíð Jónssyni í Olís-mótinu á dögunum. Það var hins vegar Davíð sem varð Bláa Ións meistari án foigjafar með 54,5 stig en með forgjöf Gylft Héðinsson GR með 41,25 stig. Með forgjöf í þessu þriðja og síðasta móti sigraði Alma Jóns- dóttir, GSG á 64 höggum nettó. Bertel Amftnnsson, NK varð annar á 66 og með sama höggafjölda var Kjartan Guðjónsson, GKG á 66 höggum. Suðurnesjaliðin áfram í bikarnum Keflavík og Grindavík komust bæði áfram í 16 liða úrslit bikarkeppninnar í knattspymu. Keflvíkingar sigmðu IR eftir framlengingu 2:1 á útivelli með mörkum Eysteins Haukssonar og Jó- hanns Guðmundssonar og mæta Fram í Keflavflc í næstu viku. Grindvíkingar heimsóttu Garðmenn og höfðu sigur með marki Ólafs Ingólfssonar úr vítaspymu. Þeir mæta liði Breiðabliks í næstu um- ferð. Reynismenn urðu að láta í minni pokann fyrir Stjömumönnum 0:2 og ungmennalið Keflavíkur tapaði heima gegn Valsmönnum 0:2. Þá er aðeins ógetið úrslita úr einum knattspymu- leik síðustu helgar en það er viðureign ÚMFN gegn Bruna frá Akranesi. Njarðvíkingar sigruðu 4-1 og skomðu þeir Guðni Erlendsson, Helgi Am- arsson, Högni Þórðarson og Magnús Ólafsson mörkin. Absolute power Shine Fimmtudag og föstudag kl. 9 Abs°/ute sun, 'Huda, }9klg ***«««. 9 nÖJUd*gkl.9 Næstu myndir: the fifth element «g Dantespeak Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.