Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.1997, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 19.06.1997, Blaðsíða 8
Þjóðhátíðarstemmning á Snðnrnesjnm vigdis Johannsdottir for med hlutverk Fjallkonunnar á 17. júní Ad nedan má sjá þann mikla fjölda sem varí gardinum. Til vinstri erþað tónlistarfólk úr Njarðvík sem spilar. íbúar Reykjanesbæjar nutu ein- stakrar veðurblíðu á hátíðarhöld- uni á þjóðhátíðardaginn 17. júní og sótti fjöldi fólks hinar ýmsu uppákomur í tilefni dagsins. Um morgunin lék 7. ilokkur drengja knattspvrnuleik á Njarðvíkurvelli og haldið var púttmót fyrir alla aldurshópa á púttvellinum í Njarðvík. Farið var í víðavangshlaup við Njarðvíkurvöll. Hátíðarmessur voru í öllum kirkjum og farið var í skrúð- göngur frá Keflavíkur- og Njarðvíkurkirkju. Mikill fjöldi var samankominn í skrúðgarðinum í Keflavík |)ar sem boðið var upp á einstaklega vel heppnaða dagsskrá. Tómas Tómasson dró þjóðfánann að húni á stærstu fánastöng á land- inu en hún er 17 metrar að hæð. Karlakór Keflavíkur söng þjóðsöng Islendinga og Guðríður Halldórsdóttir setti hátíðina. Fjallkona í ár var Vigdís JóhannsdóttirogAlbert K. Sanders flutti ræðu dagsins. Sossa Björnsdóttir var útnefnd Listamaður Reykjanesbæjar 1997 og atlienti Jónína Sanders for- maður bæjarráðs henni viðurken- ninguna. Nokkrir listamcnn úr höfuðborginni mættu á staðinn og fór þar fremstur í flokki Skari Skrípó og Maggi Scheving og féla- gar hans úr Latabæ sem gerðu mikla lukku hjá vngri gestunum. Dagskráinni í skrúðgarðinum lauk með söngi Páls Oskars. Boðið var upp á ýmiskonar leik- tæki í skrúðgarðinum á meðan á dagskránni stóð sem vakti mikla lukku. Má þar nefna Hoppukastala, tvær tevgjurólur og Go-cart bíla. Um kvöldið var að venju kvöldskemmtun á torginu við Tjarnargötu þar sem m.a. Léttsveit tónlistarskólana í bænum lék nokkur lög og efnileg- ir söngvarar úr bæjarfélaginu tóku lagið. Töframaðurinn Pétur Pókus leysi sig úr spennitrevju hangandi úr krana og Einar Júlíusson tók nokkur lög. Spaugstofufélagar komu fram og lauk dagskránni á tónleikum hljómsveitarinnar Reggie on Ice. í Stapanum var boðið upp á dansleik fvrir fjölskylduna þar sem hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar lék fyrir dansi. Harmoníkuball var í Selinu fvrir eldri borgara. Kaffisala var víðsvegar um daginn í boði Körfuknattleiksdeildar Kefla- \ íkur, Kvenfélags Njarðvíkur og Kvenfélags Keffavíkur. Safnhúsin í Innri-Njarðvík og Vatnesi voru opin almenningi þar sem m.a. mátti sjá sýningu á stein- hrúðum í húningum frá ýmsum tímabilum Islandssögunnar. Hátíðardagskrá fór einnig fram í Garði, Sandgerði, Vogum og Grindavík. Sossa listamaðui J Sossa Björnsdóttir myndlist- I arkona var valin listamaður I Reykjanesbæjar árið 1977. I Nafn hennar mun því fá sinn I stað á stöpul listaverks Erlings • Jónssonar „Hvorki fugl né J fiskud' ásamt nöfnum listaman- [ na Keflavíkur sem eru Erlingur I Jónsson myndhöggvari, Gunnar I Þórðarson hljómlistarmaður, I Halla Haraldsdóttir myndlis- I tarkona og Hilmar Jónsson I rithöfundur. Jónína Sanders formaður bæjar- ráðs afhenti Sossu viðurkenn- I inguna við hátíðlega viðhöfn í I skrúðgarðinum í Keflavík á I þjóðhátíðardaginn en að I launum hlýtur Sossa afsteypu af I listaverki Erlings til eignar, J viðurkenningarskjal og styrk að j upphæð kr. 350.000. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar I samþykkti í maí sl. reglur um I listamann Reykjanesbæjar sem I____________1-______________ byggja að mestu leyti á reglum sem viðhafðar voru um val á listamanni Kettavíkur áður en kom til sameiningar sveitarféla- ganna. Listamaðurinn er valinn í samráði við menningamefnd Reykjanesbæjar og auglýst var eftir tilnefningum. Sossa er fædd á Akranesi árið 1954 og fluttist hún til Keflavikur 3 ára gömul. Foreldrar hennar eru þau Sjöfn Jónsdóttir og séra Björn Jónsson sem var sóknarprestur í Keflavík um árabil. Sossa lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Islands árið 1979 og lauk hún framhaldsnámi í Kaupmannahöfn árið 1985. Árið 1989 ákvað Sossa að fara til Bandaríkjanna til frekari náms þaðan sem hún lauk meistaragráðu í myndlist frá háskóla í Boston árið 1992. Sossa flutti aftur á heimaslóðir 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.