Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 19.06.1997, Blaðsíða 10
Lumar þú á góðri frétt? Fréttavakt allan sólarhringinn í síma 898 2222 Sólstöðuganga frá Grindavík! Laugardaginn 21. júní kl. 22:00 er fyrirhugad að koma saman við Sólarvéið í Grindavík og ganga þaðan á Þorbjörn. Þegar upp er komið verður kveikt í brennu, sungið og dansað og upplifað sólsetur lengsta dags ársins við stórkostlegt útsýni. Þaðan er svo gengið niður að Bláa lóninu þar sem fólk getur fengið sér miðnætursundsprett. Ferðamálaráð. Starfsmenntun til framtíðar Á haustönn 1997 getum við enn bætt við nokkrum nemum á vélstjórnarbraut og í grunndeild tréiðna. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu skólans (opin kl. 09-16) vegna frekari upplýsinga og skráningar. Skólameistari. Hafið þökk fyrir Mig langar með nokkrum fátæklegum orðum að þakka alla þá samúð og umhyggju sem mér og allri minni fjöl- skyldu var sýnd við skyndi- legt og ótímabært fráfall bróður mfns, Júlíusar Baldvinssonar, Garði. Meira að segja veðurguðirnir voru svo tillitsamir að sýna þá bestu hlið sem hægt var að hugsa sér, daginn sent útför hans fór frarn, 5. júní sl. Hér áður fyrr á árum dvaldi ég sjálf í Garðinum og kynnt- ist fólkinu þar að nokkru marki. Þær minningar eru allar rnjög góðar. Margar þeirra lifa enn og munu gera um ókomna tíð. En í seinni tíð varð mér stundum á orði við Júlla að ekki gæti ég hugsað mér að búa þar sem svo langt væri til fjalla og ekkert skjól að finna þegar vindur og regn lamdi. En Júlli svaraði því til að hvergi væri betra að vera og hvergi væri mannlífið fjöl- breyttara. Dagana fyrir og daginn sem útför hans fór fram sá ég hvað liann átti við. Allt þetta fólk sem sýndi honum hinstu virðingu og þakkir kom mér loksins til fullnustu í skilning um hve líf hans hefur verið innihaldsríkt og gjöfult meðal ykkar Suðurnesjabúa. Hann hefur blómstrað í leik og starfi og allir hans góðu eiginleikar hafa fengið að njóta sín. Þessi vitneskja er mikilsvirði. Einnig og ekki minna mikil- vægt er að Júlli tengdist fjöl- skyldu sem tók honum sem sínunt eigin og það var Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föðurokkar, sonar, bróðurog afa, Júlíusar Sævars Baldvinssonar Skagabraut 44, Garði. Sérstakar þakkir til félaga knattspyrnufélagsins Viöis í Garði. Guð blessi ykkuröll. Hafrún Ólöf Víglundsdóttir, Baldvin Haukur Júliusson, Kristín Jóh. Júlíusdóttir, Anna Hulda Júlíusdóttir, Karl Júliusson, Júlíus Júlíusson, Anna Hulda Júlíusdóttir, Baldvin Jóhannsson, systkini, barnabörn og tengdafólk. honum einskonar lífæð sem nærði liann og gerði að enn betri dreng. Eftirl ifandi eiginkona hans, börnin og barnabörnin eiga góða að á komandi tíma sent, ásamt okkur öllum, kemur til með að lækna og sefa sárasta söknuðinn. Hafið þökk fyrir Asdís Eva Baldvinsdóttir, Sigluflrði. Konur á sólarkvöldi Sturlaugun hlaut fenn venðlaun Fyrirsögn með grein IVá skólaslitum Holtaskóla í Keflavík í næst síðustu viku var ekki alveg rén. Þar er sagt að Sæmundur Oddsson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hafi hlotið flest verðlaun en þau hlutu fem verðlaun, þrenn bókleg auk þess sem þau voru kjörin íþróttafólk skólans. Sturlaugur Jón Bjömsson hlaut einnig fem verðlaun. Hann var með hæstu einkunn í ensku, sögu og frönsku og hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í eðlisfræði. Uni leið og við óskunt þessu unga fólki til hamingju biðjum við Sturlaug afsökunar á þessum mistökum. Konur tóku vel á móti sumrinu sl. föstudag á Glóðinni þegar haldið var sólarkvöld á vegum Smart, Stúdíó Huldu, Þel-Hár- hús, Kóda og Golfbúðar Sigurðar Sigurðarsonar. Kvöldið hófst með fordrykk og sumarávaxtahlaðborði og með- al skemmtiatriða var sýning frá Stúdíó Huldu, það heitasta í baðfötum og undirfötum frá Smart, sumarlfnur og hárlitir frá Þel-Hárhús, kynning á námskeiðum f fatastíl, tískusýning frá Kóda og Golfbúð Sigurðar Sigurðarsonar og þá var einnig sýnd förðun. Kynnir á kvöldinu var Hulda Lárusdóttir og var mikil stemmning á Glóðinni þar sem fjöldi kvenna mætti til þess að skemmta sér og skoða tískuna. 10 VíL.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.