Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.07.1997, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 30.07.1997, Blaðsíða 3
Samdrátturíkomii ferðamanna: Mikilvægt að koma á fót ferðaskrifstofu á svæðinu - segir Steindúr Sigurðsson framkvæmdastjúri SBK hf. Nokkur samdráttur hefur verið í komu ferðamanna til Islands og hefur þess einnig gætt á Suður- nesjum. Að sögn Steindórs Sigurðssonar framkvæmdastjóra SBK hf. hefur sumarið verið lélegt hing- að til af ýmsum ástæðum. Nefndi hann til dæmis að Þjóð- verjum hefur fækkað mikið í ár. Ástæðan er að sögn Steindórs m.a. kuldar í Evrópu sem leiða það af sér að fólk leitar suður á bóginn „Kanslari Þjóðverja sagði líka að kreppa væri í land- inu og menn ættu að vera heima. Það þýddi nú ekki mikið að segja slíkt við íslendinga sem væru roknir út með það sama“, sagði Steindór. „Þetta er þó að glæðast aðeins núna en júní og fyrrihluti júlí hafa verið lélegir“. Steindór sagði að samkeppnin í ferða- þjónustunni væri ntikil og undirboð tíð. SBK hf. er með áætlunarferðir á milli Reykjavíkur, Reykjanes- bæjar og flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar auk hópferða í kring- um landið. Að sögn Steindórs flutti SBK þátttakendur í al- mannavarnaæfingunni Sam- vörður '97 upp á Keflavíkur- flugvöll og einnig var farin hóp- ferð Gullfosshringinn með 400 þátttakendur 18 þjóða sem hér dvöldust við æfingar. „Hápunktur ferðamannatímans er stuttur og eiginlega frá 12. til 24. júlí. Hann er nú ekki lengri. Þetta er búið í byrjun ágúst en þá er ekkert um að vera. Suntar- ið í fyrra var ágætt en okkar besta sumar var árið 1991“. Steindór sagði ferðamenn sem hér eiga stutta viðdvöl fá frían akstur í Bláa lónið og aftur til baka án þess að SBK hf. komi að þeirri þjónustu. Því telur hann mikilvægt að komið verði á fót ferðaskrifstofu á svæðinu til þess að fá ferðamenn til þess að eiga viðdvöl í Reykjanesbæ. „Lítið er um ferða- menn frá Þýskalandi og Austurríki sem hafa verið um 50 til 60% af okkar gest- um tjaldsvæðisins..“ Það er tómlegt um að litast á tjaldsvæðinu Stekk í Njarðvík enda hefur ferðamönnum fækkað um helming í sumar. Ijaldsvæðið Stekkun: Ferðamönnum hefur fækkað um helming Ferðamönnum sem gista á tjaldsvæðinu Stekk í Njarðvík hefur fækkað um helming miðað við sama tíma á síðasta ári. Erlingur Hannesson sem rekur tjaldsvæðið telur að rekja megi fækkunina til ytri aðstæðna sem hafa gert það að verkum að ferðamönnum hefur fækkað um allt land. „Lítð er um ferðamenn frá Þýskalandi og Austurríki sem hafa verið um 50 til 60% af okkar gestum. Einnig kemur færra fólk á aldrinum 18 til 30 ára. Hinsvegar hefur orðið aukning á Norðurlandaþjóðum og ferðamönnum frá Bretlandi". Að sögn Erlings hefur verið unnið ötullega að ferðamanna- uppbyggingu á svæðinu undan- farin ár og taldi hann ekki úti- lokað að ferðamannaráð Islands væri að markaðssetja landið vit- laust eins og verið hefur í um- ræðunni að undanförnu en nokkur samdráttur hefur orðið í ferðamannaiðnaðinum í ár. „Við höfum verið að reyna að byggja þessa þjónustu upp und- anfarin ár og barist að fá ferða- menn hingað niðureftir frá Leifsstöð. Sem dæmi má nefna að við höfum verið með strætó- ferðir þaðan sunnudaga og mánudaga og fyllt vagnana tvisvar sinnum á kvöldi. I sum- ar hafa verið 3 til 10 í hverri ferð. Á síðasta ári gislu 3000 ferðamenn á tjaldsvæðinu Stekk en í sumar eru gestir innan við 1000. Tjaldsvæðið er eitt það fullkomnasta á landinu og býð- ur upp á gistiaðstöðu fyrir allt að 250 manns. Boðið er upp á salemisaðstöðu, sturtur, þvotta- vél og í miðstöð er sjónvarp. utsala ■(jóÁn fkU\jj/ú míwmmmÁdfi/i i tjtík wk! BILUM Opið mið vikudags og fimmtu- dagskvöld til kl. 21.00. í eigu Brimborgar! Bílasala Keflavíkur Hafnargötu 90 • Keflavík • sími 421 4444 Víkurfréttir 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.