Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.07.1997, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 30.07.1997, Blaðsíða 14
REYKJANESBÆR Vel sótt Kristínarmót í golfi í Leirunni: Yngstu hylfingarnir fimm ara Hið árlega Kristínarmót í golfi var haldið á Hólmsvelli í Leiru nýlega. Mjög góð þátttaka var í mótinu voru yngstu keppend- umir aðeins fimm ára en sýndu þrátt fyrir það frábær tilþrif. Hin kunna Kristín Sveinbjömsdóttir hefur haft veg og vanda af þessu móti í fimmtán ár og á þakkir skildar fyrir þetta lofsverða fram- tak sitt. Úrslit - Litli völlur 18 holur, drengir I. Guðlaugur B. Agnarss on 88 2. Atli ÞórAnnelsson 99 9 holur, drengir 1. JónÞórGylfason 60 2. Sindri Þrastarson 64 3. Alfreð Elíasson 70 9 holur, stúlkur 1. Berglind Ýr Kjartansd. 55 2. Hildur Björk Pálsd. 78 Stóri völlur 15-18 ára Besta skor Davíð Viðarsson 77 Með forgjöf I. Guðni Sigurðsson 67 2. Davíð Viðarsson 70 3. Vilhjálmur Vdhjálmsson 73 14 ára og yngri Besta skor Atli Elíasson 86 Með forgjöf 1. Armann G. Valsson 69 2. Atli Elíasson 69 3. Friðrik Þór Bjamason 70 Stúlkur Anna María Guðmundsdóttir 71 Könnun á þörf fyrir félagsleg húsnæöi Óskad er eftir umsóknum um félagslegt húsnæði í Reykjanesbæ sem kemur til úthlutunar á árinu 1988 eða síðar. Réttur einstaklinga til félagslegra íbúda: Skilyrði fyrir því að fá úthlutað félagslegri leiguíbúð, leigja eða kaupa félagslega kaupleiguíbúð, eða að kaupa félagslega eingaríbúð eru: 1. Tekjumörk Tekjumörk miðast við meðaltekjur sl. þriggja ára skv. skattskrá, áður en úthlutun á íbúð fer fram. Meðaltekjur nemi eigi hærri fjárhæð en 1.640.000 kr. fyrir hvern einstakling og 257.000 kr. fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Viðmiðunartekjur hjóna skulu vera 25% hærri en hjá einstaklingi, þ.e. 1.925.000. Með meðaltekjum er átt við heildartekjur umsækjenda, maka hans og barna, að 20 ára og eldri sem búa á heimilinu. 2. Eignamörk Eignamörk miðast við heildareign, að frádregnum heildarskuldum skv. síðustu skattskrá. Umsækjandi eigi ekki nettóeign yfir ákveðnu marki sem ákvarðast í reglugerð. Eignamörk eru kr. 1.900.000. 3. Greiðslugeta Greiðslugeta umsækjenda sé slík að greiðslubyrði fjárskuldbindinga fari ekki yfir 28% aftekjum. Væntanlegir umsækjendur útfylli umsókn, skili tekju og eignavottorði fyrir síðastliðinn þrjú ár og vottorði um lögheimili og fjölskyldustærð. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu húsnæðisnefndar að Tjarnargötu 12, Keflavík. Skilafrestur á umsóknum er til 15. ágúst 1997. Allar eldri umsóknir óskast endurnýjadar annars teljast þær úr gildi fallnar. Húsnæðisnefnd Reykjanesbæjar. Góð frammistaða hand- boltastúlkna á Landsmóti Handknattleikslið Keflavíkur lék til úrslita gegn liði UMSK á Landsmóti UMFI fyrr í mánuðinum. Lið UMSK er í raun lið deildarmeistara Stjörnunnar í 1. deildinni og fengu Stjömustúlkur harða keppni frá þeimn keflvísku. Leikurinn endaði með naumum sigri UMSK 25-21. Smáauglýsingar TIL LEIGU 2ja herb. íbúð. Leiga kr. 32.000 pr. mán. með rafmagni og hita. Uppl. í síma 421 -4814 eftir kl. 18. Mjög falleg lítil 3ja herb. íbúð í Keflavík til leigu eða sölu, laus strax. Aðeins reglusamt og snyrtilegt fólk kemur til greina. Leiga kr. 30.000.- á mán. fyrir utan raf- magn og hita. Uppl. í síma 421- 2778 eftir kl. 19,eða423-7714. ÓSKAST TIL LEIGU Snyrtileg 3ja-4ra herb. íbúð óskast frá 1. september í Njarðvík eða Keflavík. Reglusemi heitið. Uppl. í sfmum 584-2074 og 898-9294. Bráðvantar 3ja-4ra herb. íbúð strax. Uppl. í síma 421-2945. 4ra lierb. íbúð eða hús óskast í Njarðvík frá 15. ágúst til 1. september. Uppl. ísíma 421-2791 Sigrún. TIL SÖLU Tveir barnabílstólar á kr. 3.000.- stykkið, annar er 0- 9 kg. og hinn er 9-18 kg. Einnig grænn Silver Cross bamavagn á kr. 15.000.- og eitt stk. lítið notuð þrektrappa á kr. 3.500,- Uppl. í síma 421 -6044. Góður svalavagn Silver Cross kr. 5.000.- Uppl. í síma 421-2498. Blár Kmmaljunga kerruvagn, beisli og yfirplast fylgja með, verð kr. 18.000.- Blátt burðarrúm (ekki í vagn) kr. 5.000.- Uppl. í símum 421- 4765 og 421-3338. Daihatsu Charade árgerð '88 ekinn 130 þús. km. Verð 150 þús. staðgr. Uppl. í síma 423-7830. JVC hljónitækjasanistæða með Panoramic surround tvöföldu kassettutæki og geis- laspilara, mjög fullkomið tæki. Selst á góðu verði. Uppl. í síma 421-3993. ÓSKAST KEYPT Notað vel með farið sófasett óskast. Staðgreiðsla í boði fyrir rétta settið. Uppl. í síma 421-4558 milli kl. 19 og 21. ÝMISLEGT Hundahótelið Hafurbjamastöðum Sandgerði, símar 423-7570 og 898-6987. 14 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.