Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.07.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 30.07.1997, Blaðsíða 10
Byggðastofnun: Löggutékk Styrkir til Suður- nesja 11 milljónir Starfsleyfi um næstu áramót? Byggðastofnun veitti styrki að upphæð 160 milljónir á síð- asta ári. Þar af fóru 11 millj- ónir til Suðumesja. Sæfiskasafnið í Höfnum hlaut styrk að upphæð 2.500 til uppbyggingar á aðstöðu til fyrirlestra og kennslu í tengsl- um við líffræði sjávar. Brunn- ar ehf. sem sem stofnað var í Grindavík hlaut 750 þúsund króna styrk fyrir tölvustýrða víramælingavél fyrir togvíra fiskiskipa en tölvustýringin var unnin í samvinnu við Tölvuhugbúnað hf. í Kefla- vík. Fyrirtækið Sæbýli hf. í vogum hlaut 800 þúsund króna styrk til eldis á sæeyra. Markaðs- og atvinnumála- skrifstofa Reykjanesbæjar hlaut kr. 3.767 til atvinnuráð- gjafar, 1.780 til ferðamálaráð- gjafar og kr. 1.809 til 3 ára samnings um atvinnuþróun. Kostnaður íslenska Magnesíumfélagsins hf. við undirbúning Magnesíumverk- smiðju í Sandhöfn Suðumesj- um er nú orðinn 200 milljónir króna að meðtalinni framlagri vinnu hluthafa en safnað hlutafé og önnur fjármögnun er 250-260 milljónir króna. Islenska Magnesíumfélagið hefur nú gert samkomulag við kanadíska fjármálafyrirtækið Nesbitt Bums (NB) sem er í eigu Bank of Monteal um að afla viðbótarhlutafé og veita lán til byggingar verksmiðj- unnar. Skýrsla um umhverfisáhrif fyrirhugaðrar magnesíum- verksmiðju hefur verið afhent yfirvöldum og vonast forráða- menn félagsins til þess starfs- leyfi verði tilbúið um næstu áramót verði ákveðið að ráðst í byggingu verksmiðjunnar. Gamla Keflavík: Mjólk vap munaðarvara í mínu ungdæmi var mjólk nánast munaðarvara. Hún var yfirleitt seld í skúrum sem tíðkaðist að byggja við hús, sem inngang, söluna önnuðust húsmæður. Skilyrði til búskapar voru mjög takmörkuð, þó var smávegis fengist við búskap. Jóhann á Vatnesi með mesta búið 6 til 7 kýr. Þar var mjólkin sett í brúsa hvers og eins, sem vinnumaðurinn fór Ólafur Björnsson fyrrv. útgerðar- maður skrifar um gömlu Keflavík. Þegar aldurinn fœrist yfir veröur tnanni gjarnan hugsaö til haka. Margt afþví sem mín kynslóö liföi fellur óöum ígleym- sku, þrátt J'yrir allar œvimiminningarnar. Heiniildir eru af skornum skanvnti uni niargt. Eg hefi því oröiö aö styöjast viö ntinni mitt og annarra sent ég heji boriÖ tnig santan viö tini sumt af því sent hér veröur rakiö. með til Ágústu Sigurjóns- dóttur á Hafnargötu 51. ýmist á handvagni eða í hjólbörum. Þangað sótti svo hver sinn mjólkurbrúsa og skildi tóman eftir til næsta dags. Sigurður Pétursson, útgerðar- maður ræktaði upp mela út með Kirkjveginunt og hafði nokkrar kýr. Hann hafði tjós og hlöðu efst við Íshússtíginn, sem enn standa. Þau höfðu fjósamann. Birna kona hans seldi mjólkina heima hjá sér við Kirkjuveg. Þau fluttu héðan þegar nýbyggt hús þeirra brann og hann varð gjaldþrota 1933. Jón Brandson átti fyrst eina kú með Einari Sveinsyni til eigin þarfa að mestu. Um 1935 keypti hann af Einari og bætti við sig annari kú, þá fór Katrín kona hans að selja mjólk „við innganginn”. Þau áttu heima í húsi sem stóð eitl sér vestast ofan við Kirkju- veginn. Kristín var á Ishússtíg 6, nú Túngötu 23. Hún var með 3 til 5 kýr og seldi mjólk ..við innganginn”. Seinna bætti hún við skúrinn og seldi þar ýmsan smávaming. Það ég ntan er þá aðeins eftir Helga Geirs. Hún átti I til 2 kýr. lengi þá einu hér í Keflavík. Þær mæðgur Helga og móðir hennar Ingunn bjuggu að Aðalgötu 9 og seldu þar mjólk „við inn- ganginn” þar til slíkt var bannað. Þeir sem bjuggu á Hæðinni munu aðallega hafa skipt við Vatnsnesbúið. Sigurbjörg Magnúsdóttir kona Svavars Sigfinnssonar múrara, mun hafa selt mjólkina frá Stór- Hólmi í Leiru. Fyrst var hún að Suðurgötu 30 síðan Hafnargötu 58 og loks á Hafnargötu 68. Þaðan fluttu þau í Ytri-Njarðvík. Byggðin sunnan Tjamargötu var kölluð inná hæð af þeint sem bjuggu norðan Tjarnar- götu. Eitthvað var um að mjólk væri send beint í hús úr Njarðvíkunum. Hólmfríður átti engar kýr en hún seldi mjólk,.sem hún fékk hér úr nágreninu. Gunnar maður hennar var skósmiður og rak litla verslun að Aðalgötu 6. Hólmfríður seldi mjólkina „við innganginn” á vesturhliðinni. Var reyndar með ntjólkina inni í eldhúsi. Við keyptum mjólkina hjá Hólmfríði, okkur þótti vænt um hana. Allt voru þetta mestu sómakonur. Oft þuiftu þær að skammta mjólkina, þá miðuðu þær yfirleitt við fjölda ungbarna á heimilum. Stundum rættist úr með mjólk þegar kom frarn á daginn. Sími var fágætur, þær kölluðu því bara í okkur krakkana þegar við áttum leið hjá og báðu okkur að láta mömmu vita að hún gæti fengið pott eða hálfpott t viðbót. Lítri heyrðist ekki nefndur í þá daga. Aðallega kom mjólkin sunnan af Miðnesi, úr Garðinum og Leirunni. Eftir að Hjörtur í Klöpp fór að keyra inneftir (til Reykjavíkur ) kom hann með af mjólk þaðan. Eftir að Alþýðubrauðagerðin opnaði hér útsölu, í skúr við endann á Ingimundarbúð, Hafnargötu 19, var seld þar mjólk sem konr innanað. Seinna fékk Kaupfélagið alla mjólkursöluna. Fólki fjölgaði ört og mjólkskortur var hér meira og minna framyfir 1950. Langaði í sólpall Lögreglan í Keflavík upp- lýsti um helgina þjófnað á umtalsverðu rnagni af pallaefni frá porti Húsa- smiðjunnar í Keflavík en tilkynnt var um stuldinn þann 23. júlí sl. Er talið að þjófnaðurinn haft átt sér stað um síðustu mánaðar- mót. Lögreglan fékk vísbend- ingu um aðila sem hafði notað vörubifreið til þjófnaðarins og kom í Ijós að þjófurinn hafði þegar reist sér girðingu úr efn- inu og hafði hafíst handa við byggingu sólpalls. Eyðilögðu bíl sem var ætlaður til æfinga Bifreið sem hafði verið lánuð til almannavamaæf- ingarinnar Samvörður 97, sem fram fór um síðustu helgi, var stolið úr gryfju skammt fyrir utan Sand- gerði sl. fimmtudag. Bifreiðinni hafði verið komið fyrir til æfinga og var hún ekki gangfær. Fannst hún skammt frá gryfjunni þar sem hún hafði verið gereyðilögð. Ekki er vitað hvetjir voru þama að verki. Annríki hjá lögreglu um helgina Mikil ölvun var í mið- bænum um helgina og mikið um rúðubrot og skemmdir á eignum. A fimmtudagskvöld bárust Lögreglunni í Keflavík 16 tilkynningar um eigna- tjón. Tveir ökumenn vom tekn- ir grunaðir um ölvun við akstur f vikunni og er tala ölvaðra ökumanna frá áramótum því kornin upp í 72 sem er nokkuð hátt að sögn Lögreglunnar í Ketlavík. Þrjátíu ökuntenn voru teknir fyrir of hraðan akst- ur. Þar af vom tveir teknir á Reykjanesbraut á yfir 160 kflómetra hraða þar sem hamarkshraði er 90 km. Ökumennirnir voru báðir sviptir ökuleyfum til bráðabirgða. 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.