Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.07.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 30.07.1997, Blaðsíða 15
Stórveldin Arsenal 09 Liverpool sýna Jóhanni og Hauki Inga áhuga Enska knattspyrnuliðið Liver- pool hefur sett sig í samband við stjóm Knattspymudeildar Keflavíkur og óskað eftir að fá Jóhann B. Guðmundsson og Hauk Inga Guðnason í vikudvöl á Anfield til að skoða þá. Að sögn Kjartans Mássonar, framkvæmdastjóra knatt- spyrnudeildarinnar, hefur Liverpool áhuga á að skoða þá með samning í huga og er það knattspyrnudeildarinnar að segja til um hvaða vika verði fyrir valinu og verður það jafnvel ekki fyrr en að tímabilinu loknu. Einnig hefur enska félagið Arsenal óskað eftir því að fá Hauk Inga á Higbyry til pmfu sem og Hollenska stórliðið PSV Eindhoven. Þess skal getið að Arsenal hefur jafnvel áhuga á að skoða fleiri leik- rnenn frá Keflavík. Haukur Ingi mun að öllum líkindum fara út að tímabilinu loknu og var hann að vonum ánægður með áhuga knatt- spymuliðanna. „Þetta er bara frábært enda hefur það alltaf verið stefnan að fara í at- vinnumennsku“. Þess má geta að Arsenal er uppáhaldslið Hauks Inga en þó sagði hann að það eitt myndi ekki ráða vali sínu fengi hann einhver tilboð. „Það væri frábært að komast að hjá Arsenal en maður má samt ekki fara þangað bara til þess að vera þar. Ef einhvað betra tækifæri gefst myndi maður hugsa sig um og velja það sem hentar manni best'‘. Attu von á því að komast strax að? „Nei, Maður þarf nú einhvem tfma til þess að þroskast og aðlaga sig knattspyrnunni þama. það tæki örugglega ein- hvem tíma“. Ertu bjartsýnn á að þetta gangi upp? „Já, ég er nokkuð bjartsýnn að það gangi eitthvað af þessu upp en hvort það verður Arsenal veit ég ekki“. Jóhann mun fara út til Liver- pool og aðspurður sagði hann það leggjast bara bel í sig. „Ég vona bara að þetta gangi vel. Þetta er rosalega gott tækifæri enda stefnir maður náttúru- lega að atvinnumennsku ef maður er í knattspymu af ein- hverri alvöru“. Þrír á þrjá í Sparisjóðnum Körfuboltamenn framtíðarinn- ar fjölmenntu f „Þrjá á þrjá“ götukörfuboltamót sem Sparisjóðurinn í Keflavík stóð fyrir á dögunum. A myndinni að ofan má sjá „íþróttasér- fræðinga“ Sparisjóðsins, þá Magnús Haraldsson og Daða Þorgrímsson með hressum körfuboltastrákum. Olafup til Hibernian Ólafur Gottskálksson mark- vörður Keflavíkur og ís- lenska landsliðsins hefur skrifað undir þriggja ára samning við skoska úrvals- deildarfélagið Hibemian í Skotlandi. Enn hefur ekki fengist upp- gefið kaupverð Ólafs en samkvæmt óstaðfestum fréttum DV er það á bilinu 12 til 14 milljónir. Hann kemur til með að spila með liðinu á sunnu- daginn gegn Celtic og verð- ur leikurinn sýndur beint á sjónvarpstöðinni Sky sport. Ljóst þykir að þetta verður gífurleg blóðtaka fyrir Keflavíkurliðið þar sem hann hefur spilað mjög vel í sumar. Bjarki Freyr Guð- mundsson mun leysa Ólaf af í markinu. Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.