Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.07.1997, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 30.07.1997, Blaðsíða 6
ATVINNA HLUTASTARF Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að tilvalið væri að setja myndverk á gamla Dráttarbrautarhúsið sem nú er verið að mála í gráum lit. Fletirnir eru stórir og telja menn að slíkt myndverk geti orðið til prýði fyrir umhverfið. Duglegur starfskraftur óskast í hlutastarf. Vinnutími frá 16-19 alla virka daga. Þarf að geta byrjað strax. Hilmar R. Sölvason ehf. Sími 421-5566 og heimasími 421-2341. + Elskulegur bróðir okkar, Kristófer Jónsson (Feri) lést á Vífilstaðaspítala 23. júlí sl. Útförin fer fram þann 7. ágúst kl. 14:00, frá Ytri-Njarðvíkurkirkju. fyrir hönd systkinanna, Jakob Jónsson. FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21. Óskarsverðlaunamyndin. The english patient. Aðeins þessa einu sýning Um verslunarmannahelgina verður JurraSÍC park veisla LOST WORLD. Sýningar sunnudag kl. 17.00 og 21.00 mánudag kl. 17.00 og 21.00 þriðjudag kl. 21.00 miðvikudag kl. 21.00. NÝ1AÐÍO KEFLAVÍK - SÍMI 421 1170 m Minning Vilborg Amundadóttir f. 26.12.1906 d. 22.07.1997 Hún Vilborg okkar Ámunda- dóttir er farin yfir móðuna miklu. Við segjum okkar, því hún var öllum í Kvenfélagi Keflavík- ur góður félagi og vinur. Fé- lagið var stofnað 15. október 1944 og var Vilborg einn af stofnendum og fyrsti gjaldkeri þess. Hún starfaði sem slíkur í 42 ár og vildi hag félagsins alltaf sem bestan. Hún hefur verið einn helsti burðarstólpi Kvenfélags Keflavíkur alla tíð og setið flesta fundi allt til þessa árs. Hún var heiðursfé- lagi hjá okkur og einnig í Kvenfélagssambandi Gull- bringu og Kjósarsýslu. Vilborg varð níræð í desem- ber sl. Var það þá eins og alltaf áður athyglisvert að hlusta á hana flytja sitt mál. Hún liélt sinni andlegu reisn til hinsta dags. Það verður mikill söknuður að hafa hana ekki lengur en hún skilur margskonar vísdóm eftir sig sem við getum byggt á félag- inu til góða. Við sem höfum fengið að kynnast þeim hjón- um erum ríkari af andlegum auði. Yndislegt var að sjá þessi öldnu hjón, væntum- þykju og virðingu þeirra hvort fyrir öðm. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við biðjum Guð urn velferð Huxley til handa því hann er orðinn aldinn að árum og kveður nú sína góðu konu. Vottum sonum þeirra og skyldmönnum samúð. Kvenfélagskonur Keflavíkur. refif STURLAUGS OLAFSSONAR Úða gegn roðamaur og óþrifum á plöntum. Eyði illgresi úr grasflötum. Eyði gróðri úr stéttum og innkeyrslum. Leiðandi þjónusta. Upplýsingar í símum 421-2794 og 893-7145 SAMDÆGURS -A K )KA £F Efílm m m Smáþorungavinnsla í Höfnum. Um 360 milljóna kpóna fjárfesting Danska fyrirtækið Bio- process hefur ásamt Keflavíkurverktökum, Fjárfestingarskrifstofu ís- lands og Markaðs- og at- vinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar undirrit- að samning um að hefja starfsemi Bioprocess Is- land hér á landi en fyrir- tækið hefur þróað tækni til fjöldaframleiðslu á smáþörungum. Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofa Reykjanes- bæjar vann að málinu í samstarfi við Fjárfesting- arskrifstofu íslands og hefur m.a. aðstoðað við að afla innlendra aðila til að taka þátt í rekstrinuin. I kjölfar þess hafa Kefla- víkurverktakar ákveðið að gerast hluthafar. Fyrirtækið verður staðsett í Höfnum og mun það reisa þar um 600 til 800 fermetra nýbyggingu auk þess að nýta um 600 fer- metra húsnæði sem fyrir er. Ráðgert er að um 15 manns starfi hjá fyrirtæk- inu og verður hluti |)cirra vísindamenn. Áhuga for- ráðamanna fyrirtækisins á íslandi má m.a. rekja til lágs raforkuverðs en það ráðgerir að nota um 1,2 - 1,6 MW. Framleiðsla fyr- irtækisins verður seld á erlenda markaði. Áætluð heildarfjárfesting Bioprocess er um 360 milljónir króna og er ráð- gert að hefja framleiðslu á seinni hluta næsta árs. 6 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.