Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.10.1997, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 29.10.1997, Blaðsíða 9
Skipin Aðalvík KE (áður Eldeyjar Boði) og Njarðvík KE en þau eru nú bæði í eigu ÚA. Þorsteinn Erlingsson formadur Útvegsmannafélags Suðurnesja: Harma skHngsteysi forráðamanna ÍAV Sex fyrirtæki á Suður- nesjum gerðu ís- lenskum Aðalverk- tökum tilboð fyrir tveimur árum í kaup á Að- alvík og Njarðvík með öll- um kvóta þeirra. Við feng- um það svar daginn eftir að skipin væru ekki til sölu. Hins vegar ef breyting yrði á myndum við verða látinir vita, svo og aðrir aðilar sem áhuga hefðu á málinu. Við teljum að eðlilegra hefði verið að útvegsmönnum á svæðinu að öllu jöfnu hefðu verið boðnir bátamir til sölu í stað þess að afhenda Lands- bankanum þau til eignar. Þá tel ég að kvótinn hefði haldist hjá rótgrónum fyrirtækjum á Suðumesjum til frambúðar. Ég tel að Fiskanes hf. og Val- bjöm hf. hafi sent inn mjög myndarlegt tilboð í skipin upp á 1050 milljónir króna. Ut- vegsmönnum á svæðinu vant- aði aðallega kvótann en ekki skipin því við höfum nóg af skipum sem vantar kvóta. Ég harma skilningsleysi for- ráðamanna Islenskra Aðal- verktaka hf. í þessu máli. Þeir útvegsmenn sem enn em starfandi á Suðumesjum hafa barist hörðum höndum við að halda rekstri skipa sinna og vinnslu í landi undanfarin ár þratt fyrir mikinn niðurskurð í þorski. Það eina sem við fór- um fram á við þá var að kaupa umrædd skip á markaðsverði. Nú em bátamir seldir og Fiskanes hf. og Valbjöm hf. og aðrir útvegsmenn verða að leita annað eftir kaupum á kvóta; Eins og menn muna vom Islenskir Aðalverktakar hf. skyldaðir af eiganda til þess að leggja 300 miljónir í svokallaða Suðumesjaaðstoð. Nú geta Suðumesjamenn velt því fyrir sér hvar þessar millj- ónir em. Sverrir Hermannsson banka- stjóri Landsbankans sagði um íslenska Aðalverktaka hf. að þar hefði dropið smjör af hveiju strái. Sala þessara báta hefur sýnt okkur útvegsmönn- um að við verðum bara að treysta á okkur sjálfa eins og við höfum alltaf gert. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er ég mjög bjartsýnn á stöðu Suður- nesja í atvinnumálum, en ekki hefði hún versnað ef við hefð- um haldið skipunum og kvót- anum á svæðinu. Þorsteinn Erlingsson form. Útvegsmannafélags Suðurnesja i HAUSTDAGAR 15% AF5LATTUR af herra kuldajökkum og kvenbuxum Frakkar kasmír og ull kr. 17.900.- Ný sending af jakkafötum með vesti frá kr. 19.900,- Opið laugardag kl. 11-16 Raðgreiðslur PERSÓNA Túngötu 18 - Keflavík - Sími 421 -5099 Haustdasar 1000 KRÓNA AFSLÁTTUR 1 ---------lf mánaðarkorti í líkamsrækt og 2000 KRÓNA AFSLÁTTUR ---------- af 3)3 minaðarkorti i hkamsræ - gil dir fimmtudag til mánudags <U0 LÍKAMSRÆKT VATNSNESVEGI 1 2 KEFLAVÍK SIMI 420-7001 Víkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.