Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.10.1997, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 29.10.1997, Blaðsíða 12
Apótek Keflavíkur Fagfog ráðgjöf um val á Nicorette nikótínlyfjum. 20% afsláttur Mælum kolmónoxíð. NICORETTE Njóttu lífsins reyklaus Afmælisdagskrá Tónlistarskólans í Keflavík: Besta sjoppan í bænum stendur undir nafni Tónlistarskólinn í Keflavflc frumsýndi um síðustu helgi í Félagsbíói söngleikinn Bestu sjoppuna í bænum eftir Þor- stein Eggertsson. I söngleiknum koma fyrir á fjórða tug dægurlaga eftir lagahöfunda af Suðumesjum. Sagan segir frá áhafnarmeð- limum Kvalarinnar frá Olafs- vík sem eiga stutta viðdvöl í Keflavík. Ahöfnin kemur við á bestu sjoppunni í bænum og þá fara hlutir að gerast. Það er óhætt að segja að Besta sjoppan standi undir nafni. Leikarar stóðu sig vel sem og hljómsveit Tónlistarskólans í Keflavík en hún sér um tónlistarflutninginn í söng- leiknum undir stjóm Karenar Sturlaugsson. Löginþekkja auðvitað flestir landsmenn, Suðumesjamenn örugglega örlítið betur og gerir það Bestu sjoppuna betri. Það hefur alltaf verið svolítið viðkvæmt að dænta fram- mistöðu áhugaleikara sem við gemm yfirleitt ekki, alla vega ekki með mjög gagnrýnunt augum en það er ljóst að Hulda Ólafsdóttir hefur náð miklu úr óvönu fólki og fram- setningin er frískleg og fjömg. Sumir aðalleikaranna geta átt hljóðnemum. Að mati und- irritaðs var söngur Birtu Sigurjónsdóttur sem söng Lifunar-lagið, To be greatful eða Þakklæti, bestur. Hún söng reyndar ekki nema þetta eina lag ein en gerði það eftirminnilega vel. A heildina litið var mjög gaman og ánægjulegt að sjá hvað áhugi og kraftur leikaranna er mikill. Uppselt var á frumsýninguna og húsfyllir á sunnudags- kvöldið. Rúmlega 40 nem- endur skólans á aldrinum 13- 53 ára taka þátt í sýningunni. Emilía Dröfn Jónsdóttir samdi dansa og Þórir Bald- ursson útsetti tónlist- ina. Ekki má gleyma að nefna skólastjórann, Kjartan Má Kjart- ansson f þessu öllu. Hann sýndi dirfsku ogþor aðleggjaút í svo viðamikla sýn- ingu og stjómar greinilega eins og herforingi á bak við tjöldin. Hann hlýtur að vera vel „pop- paður“ eftir tvær popp-tamir í haust því á undirbúningstí- ma „sjoppunnaf' var hann með hinn fótinn á fullu við að koma upp poppminjasafni í bftlabænum. Þriðja sýning á Bestu sjoppunni í bænum verður n.k. fimmtu- dagskvöld og sú fjórða á laug- ardagskvöld 1. nóvember. Sýningamar hefjast kl. 20.30. Síðustu sýningar fara fram sunnudaginn 2. nóvember kl. 17.00 og 20.30. Forsala aðgöngumiða og miðapantanir fara fram á skrifstofu Tónlistarskólans í Keflavík alla virka daga frá kl. 13-17.00. Miðasala opnar kl. 19.00. Að lokum er sannarlega ástæða til að hvetja Suður- nesjamenn að gefa sér hluta úr kvöldstund og skella sér á Bestu sjoppuna í bænum. Það er svo sannarlega þess virði. Páll Ketilsson. framtíð fyrir sér hjá leikfélag- inu. Það kæmi t.d. ekki á óvart þó Guðný Kristjáns- dóttir, formaður leikfélagsins, sem sjálf er ein aðalleikar- anna, myndi vilja fá Halldór Sigurðsson í leikara-„safnið“ sitt en hann leikur Stebba. Hann kemur skemmtilega á óvart og er greinilega fæddur í leikarastarfið. Það eina sem mætti skoða betur er að ég held tæknilegs eðlis. Blaðantaður VF sat niðri fyrir miðju í bíóinu og fannst vanta örlítinn styrk í söng leikaranna. Hugsanlega var það stillingaratriði í Porsteinn Eggertsson, höfundur Bestu sjoppunnar í bænum gat verið ánægður með árangurinn. Hann er hér ásamt eiginkonu sinni, Fjólu Ólafsdóttur (sem ersystir Guðrúnar Ólafsdóttur, verkalýðsfélagskonu úrKeflavík eins og sjá má!) og Guðmundi Hermannsyni, tónlistarmanni. 12 Víkuifréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.