Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.10.1997, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 29.10.1997, Blaðsíða 13
VIKURFRETTIR INTERNET http://www.ok.is/vikurfr HAUSTDAGAR Á SUDURNESJUM FiMMTUDAG TiL MÁNUDAGS! - GERiD G Ö D KAUR - MÓTTÖKURITARI Laus er til umsóknar 50% staða móttökuritara við Sjúkrahús og Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík. Kjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og Starfs- mannafélags Reykjanesbæjar. Staðan veitist frá 1. desember 1997. Athygli skal vakin á að um reyklausan vinnustað er að ræða. Umsóknir berist undirrituðum sem veitir allar nánari upplýsingar fyrir 15. nóvember n.k. Keflavík 22. október 1997, Framkvæmdastjóri. & ® Léttasta umgjörð í heimi! 15% afsláttur aðeins á haustdögum IflUGNfiVeRSlUN K6FIAVÍKUR 45 - Keflavík - Sími 421-3811 Stöcf troskatijália 09 hjaramál í rúmlega 30 ára sögu þroska- þjálfastéttarinnar standa þroskaþjálfar nú í fyrsta sinn að gerð kjarasamninga sem sjálfstæður samningsaðili. Samningar þroskaþjálfa sem starfa hjá ríki og Reykjavíkur- borg hafa verið lausir frá síð- ustu áramótum eins og hjá mörgum öðmm stéttum. Fram hefur komið í umræðu um kjaramál þroskaþjálfa að undanförnu að byrjunarlaun þroskaþjálfa í dag em 74.770 krónur og eftir 18 ára starf 88.111 krónur. Þroskaþjálfar sætta sig ekki lengur við þessi launakjör og hefst boðað verkfall þeirra mánudaginn 3. nóvember n.k. takist samning- ar ekki fyrir þann tíma. Störf þroskaþjálfa eru margvísleg og þurfa að vera í stöðugri endur- skoðun Þroskaþjálfar hafa menntað sig til starfa fyrir og með fólki sem býr við fötlun af ein- hverjum toga, einkum þroska- heftu fólki. Þroskaþjálfar starfa samkvæmt lögum um þroskaþjálfa nr. 18/1978 og reglugerð um störf, starfsvett- vang og starfshætti þroska- þjálfa nr. 215/1987. Þar er kveðið á um að þroskaþjálfar starfi að þjálfun, uppeldi og umönnun fatlaðra. Þroska- þjálfar stjóma þroskaþjálfun og bera ábyrgð á henni. Störf þroskaþjálfa eru margvísleg og þurfa að vera í stöðugri endurskoðun til að mæta þeir- ri þróun sem á sér stað í mál- efnum fatlaðra. I störfum sín- um hafa margir þroskaþjálfar mannaforráð, þeir skipuleggja og verkstýra þjónustu m.a. á skammtímavistunum, á hæf- ingarstöðvum og á sambýlunt. Eitt af hlutverkum þroska- þjálfa er því að uppfræða ann- að starfsfólk og leiðbeina því um starfshætti. Einn af þeim þáttum sem skapa stöðugleika eru viðunandi Iaunakjör I störfum þroskaþjálfa er ekki aðeins verið að þjónusta hinn fatlaða frá degi til dags, heldur er einnig starfað í nánum tengslum við fjölskyldur þeir- ra og þeim veitt ráðgjöf og stuðningur. I störfum þroska- þjálfa og þeirra sem starfa í þjónustu við fatlaða skapast oft á tíðum góð tengsl, tengsl sem haldast jafnvel út allt lífið og eru mikilvæg og gefandi fyrir báða aðila. Þessi nánu samskipti gera kröfu um stöð- ugleika í starfsmannahaldi. Einn af þeim þáttum sem skapa stöðugleika í þjónust- unni em viðunandi launakjör starfsmanna. Því miður er staðreyndin sú að starfsfólk stoppar oft stutt við vegna þess að betri kjör bjóðast á öðmm starfsvettvangi. Margir fatlaðir búa við það hlutskipti að þurfa á þjónustu fjölda aðila að halda allt sitt líf. Það er mikið álag á ein- staklinginn að þurfa á aðstoð og/eða umönnún að halda með flesta þætti hins daglega lífs. Þeir sem ófatlaðir eru gera sér oft ekki grein fyrir hvemig það er að búa við slíkt hlutskipti. Til að auðvelda fólki með fötlun að lifa lífi sínu með fullri reisn og virð- ingu er mikilvægt að skilning- ur á stöðu þeirra sé fyrir hendi. Hlutskipti manna í líf- inu er margvíslegt og enginn veit hvenær fötlun af einhverj- um toga t.d. af völdum sjúk- dóma eða slysa getur átt sér Hrönn Kristjánsdóttir stað og umbyltir þá lífi og áformum fólks. Aðeins helmingur þroskaþjálfa starfa að faginu í dag Á þeim rúmum þremur ára- tugum sem stéttin hefur verið til hafa 540 þroskaþjálfar út- skrifast. Tæpur helmingur þeirra starf- ar að faginu í dag. Stéttin hef- ur náð að þróast og aðlaga sig breyttum áherslum í þjónustu við fatlaða í gegnum tíðina. Metnaður hennar felst m.a. í að ná fram aukinni virðingu og bættum lífskjörum þess þjóðfélagshóps sem hún þjón- ustar. Virðing við fatlaða jafn- gildir virðingu við þá sem velja sér starfsvettvang í þjón- ustu þeirra. Við teljum að í kjarabaráttu sem og annarri baráttu fyrir réttindum fólks Sigríður Daníelsdóttir þurfi mannleg gildi að vera í fyrirrúmi. Komi til verkfalls þroska- þjálfa er ljóst að það mun hafa í för með sér mikið umrót og óöryggi fyrir fatlaða og fjöl- skyldur þeirra. Við slíkar að- stæður verður röskun á dag- legu lífi fatlaðra sem getur haft langvarandi áhrif á líf þeirra og þroska. Það er von okkar að til verkfalls þurfi ekki að koma og að viðunandi lausn á kjaramálum þroska- jálfa náist fyrir tilskilinn tíma. Þroskaþjálfar eru ákveðnir í að standa vörð um kjaramál sín og telja að þeir eigi að njóta sömu launakjara og sambærilegar fagstéttir í þjóð- félaginu. Hrönn Kristjánsdóttir og Sigríður Daníelsdóttir þroskaþjálfar. Vfkurfréttir 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.