Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.10.1997, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 29.10.1997, Blaðsíða 26
Þriggja stiga Björg hætt í körfimni Björg Hafsteinsdóttir ákváð nýlega að hætta keppni í körf'uknattleik. Björg sem var leikstjómandi og þriggja stiga skytta Keflavíkurliðsins alla „gullöldina’1 eða frá 1988 til 1997.Í fþróttum hef- ur það löngunt verið siður kvenna að hætta langt fyrir aldur fram og svo er einnig hér því þrátt fyrir að vera að- eins 27 ára gömul var Björg einn reynslumesti leikmað- urinn í boltanum. Hún og Anna María Sveinsdóttir, nú- verandi þjálfari Keflavíkur- stúlkna, hafa safnað titlum til Keflavíkur síðastliðin 10 ár. Voru þær stallsystur oft nefndar tvíburarnir nteðal gárunganna sem og andstæð- inganna sem skelfdust það þó mest að „tvibbarnir“ hrykkju í gang og gerðu út um leikinn á augabragði. En núna þegar Björg leggur skónum hvað finnst henni um þróunina í kvennaboltan- um? Nú hefur l.deild kvenna orðið fyrir áföllum síðastliðin ár því fyrir 2 ámm voru 10 lið í deildinni en nú em aðeins 5. Hvað er að ger- ast? „Ég tel að ekki sé nægilega vel haldið á málum hjá mörgum félögunum bæði á landsbyggðinni og á höfuð- borgarsvæðinu varðandi þjálfun yngri stúlkna. Þá er samkeppnin milli íþrótta- greina mjög hörð og hefur umfjöllum fjölmiðla ntikil áhrif á val stúlkna á íþrótta- greinum. Landsbyggðarliðin eiga líka við annan vanda að stríða því þegar leikmenn þeirra komast á framhalds- skólaaldurinn liverfa þær til Reykjavíkur til náms. Þetta veldur því að í sterkustu lið- unum eru í raun of margir góðir leikmenn ef svo má að orði komast. Það skýtur svo- lítið skökku við að í efstu deild eru aðeins 6 lið en í annarri deild em 10 lið. Síð- ast en ekki síst er þáttur KKÍ stór því landsliðið nýtur lítils stuðning þar á bæ. T.d. fékkst ekki auglýsing á bún- ing liðsins fyrir Smáþjóða- leikana þar sem liðið vann til gullverðlauna. Þegar Stöð 2 hóf sýningar frá NBA deildinni fyrir nokkrum árum varð gífurleg uppsveitla í fjölda iðkenda á landsvísu. A síðasta ári var stofnuð sambærileg deild kvenna WNBA. Heldur þú að tilkoma WNBA komi til með að hafa svipuð áhrif á stelpurnar og NBA hafði á strákana? „Þetta var orðið löngu tíma- bært í Bandaríkjunum og það verður gaman að fylgjast með. Þetta gæti skipl kvennakörfuna miklu máli en einungis ef sjónvarps- stöðvarnar sýna frá deild- tnni. Nú eru uppi sögusagnir um að Erlu Reynisdóttur. efni- legustu körfuknattleiksstúlku landsins og arftaka þínum f Keflavíkurliðinu, bjóðist á næsta ári skólastyrkur í Bandaríkjunum vegna frammistöðu hennar með landsliðinu. Er þetta framtíð- in og hverju skilar þetta til félaganna? „Mér finnst þetta mjög já- kvæð þróun því þarna geta stúlkumar stundað nám sam- hliða körfuboltanum. Þá er þjálfunin og aginn betri í Bandaríkjununt sem vonandi skilar sér síðar heim til ís- lands.“ Nú hafið þið Keflavíkur- stúlkur því sem næst einokað titlana síðastliðin ár og meira að segja farið taplausar í gegn um heilu tímabilin. Er ekki erfitt að hætta aðeins 27 ára gömul, landsliðsmaður, úr margföldu meistaraliði mögulega besta kvennaliðií körfunni frá upphaft? „Það er vissulega erfitt að hætta og mér finnst það enn erfiðara þegar ég horfi á stelpurnar spila en það fer mjög mikill tfmi f þetta og maður verður að velja og hafna. Ég var einnig orðin hrædd við meiðsli og geta / „Eg tel að ekki sé nægilega vel haldið á málum hjá mörgum félög- unum...“ jafnvel ekki stundað mína vinnu sem sjúkraþjálfari. Ég vill endilega hvetja ungar stúlkur til drífa sig á æftngar því karfan er skemmtileg íþrótt, félagskapurinn frábær og aginn öllunt hollur. Mér skilst að það sé alitaf pláss fyrir fleiri á æfingum hjá Keflavík.,, Hvað tekur nú við hjá Björgu Hafsteinsdóttur sjúkraþjálfa? Er ætlunin að hverfa úr sviðsljósinu og sjást ekki aftur fyn' en á sex- tugsaldrinum þegar æskumyndirnar birtast í blöðunum eftir áskorun "ömmu" Önnu Maríu? Ég hef nú hug á að reyna að halda áffant að leggja mitt af mörkum til körfunnar en utan vallar núna. Ég verð liðsstjóri kvennaliðsins í ár og sjúkraþjálfari karlaliðsins. Það er mikið starf unnið í kringum boltann og ágætt að kúpla sig ekki alveg út. Þetta er skemmtilegur félagsskapur og þarna á ég mína bestu vini. Að lokum hverjir verða meistarar í ár: Ég vona að Keflvíkingar verði meistarar kvenna og karla. Annars er mjög erfitt að spá fyrir í upphafi móts hverjir verða meistarar en öruggt er að þetta verður spennandi og skemmtilegur vetur. Askorun til bæjaryfirvalda Miklar deilur urðu á sfðasta fundi bæjarstjómar þegar Hafsteinn Ingibergsson var ráðinn forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur og Sundhallar Keflavíkur. Minnihluti sagði ráðninguna pólitíska og að staðan hefði verið eymamerkt Framsóknarflokknum þar sem íhaldið hefði fengið stöðu forstöðumanns vinnuskóla í sumar en Ragnar Örn Pétursson fékk hana. Drífa Sigfúsdóttir forseti bæjarstjómar mætti ekki á fundinn sl. þriðjudag og var Kjartan Már Kjartansson sem er fyrsti vara- maður Framsóknarflokks ekki boðaður á fundinn í forföllum hennar en vitað var að hann studdi Jóhannes S. Kristbjömsson sem minnihluti mælti með. Þorsteinn Amason, annar varamaður var boðaður á fundinn en hann studdi Hafstein Ingibergsson. Þorsteinn talaði í raun af sér á fundinum þegar hann sagði að hann hefði vitað hver yrði ráðinn áður en málið var tekið fyrir í bæjarráði þann 15. október sl. Þorsteinn leiðrétti sig síðar og sagðist hafa tekið ákvörðun ásamt sínum flokksmönnum eftir samráð við sinn fulltrúa í bæjarráði. Kennarar við Njarvíkurskóla lýsa yfir áhyggjum sínum vegna umferðar við Brekku- stíg framan við skólann. Þama er töluverð untferð. Hluti af skólalóð er handan við veginn þannig að böm eiga erindi yfir hann í hverjum frímínútum til þess að komast á leikvöll. Þangað sækja einkum yngri nemendur, ekki síst 6, 7 og 8 ára. Við teljum afar brýnt að bæjar- stjórn taki af skarið og loki veginum framan við skólann og setji upp hringtorg eins og gert er ráð fyrir á teikningum. í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að leggja í þessa fram- kvæmd 1,5 miltjónir en þrátt fyrir það hefur ekkert verið gert. í september var ekið á bam hér fyrir framan skólann, einnig í fyrra. Þrátt fyrir það er ekkert gert. Við teljum mikilvægt að bæjarstjóm setji þessa fram- kvæmd í forgangsröð. Málið þolir enga bið. Starfsfólk við Njarðvíkurskóla er logandi hrætt við að alvarlegt slys geti orðið hér fyrir tfaman skólann á hverri stundu. Börnin eru í stöðugri hættu. Framkvæmdir fóru ekki á fullt skrið eftir að skólastarf hófst í haust. Þá var stórum hluta af skólalóð lokað meðan á tfam- kvæmdum stendur. Hér er stór byggingarkrani í gangi sem fer yfir allt svæðið. Þá eru flutn- inga- og steypubílar inni á skólalóð þeirri sem opin er fyrir nemendur, jafnvel í frí- mínútum. Finnst okkur tími oft undarlega valinn til steypu- vinnu. Þá höfum við í þrígang þurft að stöðva kennslu í stof- um sem snúa að íþróttahúsi vegna hávaða ífá ífamkvæmd- um. I upphafi vetrar varð að fella niður kennslu í íþrótta- húsi um tíma. Bikarmeist- araplatti Keflvíkingar hafa nú haftð sölu á Bikarmeistaraplatta eftir sig- urinn í haust. Plattinn kostar 1500 kr. en á honutn er mynd af Jakobi Jónharðssyni, fyrir- liða liðsins hampa bikarnum eftir sigurinn gegn IBV. Einnig eru til nokkrir plattar frá bikar- sigrinum 1975 íslandsmeistara- platti frá 1973. Saman er hægt að kaupa þriggja platta sett á 4000 kr. Salan á þessum skemmtilegu minjagripum er í K-videoi við Hringbraut í Keflavtk. 26 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.