Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.10.1997, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 29.10.1997, Blaðsíða 2
■ Reykjanesbær: Heiðarhvammur 8 Keflavík. 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Endaíbúð með glugga á baðherbergi. Hagstæð lán áhvílandi með lágum vöxtum. Verð kr. 5.500.000.- Heiöarbraut 13, Keflavík 141 ferm. einbýli ásamt 34 ferm bílskúr. Vandað hús í alla staði. Skipti á minni fasteign kemur til greina. 13.000.000,- Birkiteigur 11, Keflavík 120 ferm. einbýli ásamt 40 ferm. bílskúr. Húsið er í góðu ástandi m.a. ný málað, lóð vel ræktuð. Skipti möguleg á minni fasteign. Tilboð. Faxabraut 36a, Keflavík 79 femi. 3ja herb. efri hæð. Búið að skipta um allar lagnir og nýlegir gluggar. Mjög góðir greiðsluskilm. Útborg- un aðeins kr. 200 þús. Tilboð. Kvartmilljarðs þjónustu- samningur við SBK Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 21. október sl. verksamning við SBK hf. um rekstur al- menningsvagna í Reykjanes- bæ. Ritað var undir verksamning- inn þann 16. september sl. og gildir hann frá I. janúar 1997 fram til 31. desember árið 2002. Reykjanesbær mun greiða SBK Itf. kr. 42 milljónir næstu sex árin fyrir rekstur almenn- ingsvagna bæjarfélagins sem er samanlagt 250 milljónir og kallaði Ellert Eiríksson bæjar- stjóri Reykjanesbæjar verk- samninginn í gamni „vöggu- gjöf' til handa SBK eftir að það var gert að hlutafélagi. Við undirskrift kom jafnframt fram að rekstur almennings- vagna Reykjanesbæjar verður boðinn út að sex árum liðnum þegar að samningur bæjarfé- lagsins við SBK hf. rennur út. Heiðargarður 4, Keflavík 142 ferm. einbýli ásamt 25 ferm. bílskúr. Húsið er í mjög góðu ástandi m.a. nýlegar innrettingar og nýleg gólfefni. Skipti á minni fasteign möguleg. Nánari upplýsingar um söluverð og greiðsluskilmála á skrifstofunni. Valbraut II, Cíarði 135 ferm. einbýli ásamt 37 ferm bílskúr. 4 svefnherb. og forstofuherb. Nýtt þak. Vandað hús. Nánari upplýsin- gar um söluverð og greiðsluk- ilmála á skrifstofunni. Tilboð. rrrr^K Sunnubraut 6, Keflavík 4ra-5 herb. efri hæð mcð sérinngangi ásamt rúmgóðri skúrbyggingu sem gefur mikla möguleika. Eftirsóttur staður. Skipti á ódýrari íbúð kemur til greina. Tilboð. Kaupir land undir magnes- íumverksmiðju Reykjanesbær hefur keypt land undir fyrirhugaða magnesíumverk- smiðju á Reykjanesi fyrir tæpar 60 millj. króna. Samningar þess efnis voru undirritaðir í húsnæði bæj- arfélagsins sl. fimmtudag. Um er að ræða 320 hektara landspildu úr jörðunum Kalmannstjörn og Junk- aragerði í Höfnum í Reykja- nesbæ. Einn liður í þessum kaupsamningi er þannig að verði samningar um magnes- íumverksmiðju ekki gerðir fyrir 31. desember 1998 og kaupandi telur sig ekki hafa þörf fyrir hið umsamda land fellur hann úr gildi án nokk- urra réttinda eða skyldna hvors aðila. Falli samningar aðila um landakaupin niður greiðir kaupandi hins vega seljanda kr. 1.250 þús. kr. í ómaksþók- nun. Sú upphæð var greidd við undirritun samnings og verður til frádráttar greiðslu verði af viðskiptunum. , J>etta er mikið hagsmunamál fyrir bæjarfélagið. Með þess- um landakaupum vill Reykja- nesbær leggja sitt af mörkum svo þessi stóriðja eða önnur verði að veruleika. Venjan er sú að viðkomandi opinber aðili þar sem stóriðja er reist kaupi land og framleigi", sagði Ellert Eiríksson, bæjarstjóri að lokinni undir- skrift í samtali við Víkur- fréttir. Lokaundirbúningur vegna magnesíum- verksmiðju í fullum gangi: Leit að fjárfestum stærsti þátturinn -segir Júlíus Jónsson, stjórnarformadur Islenska magnesíumfélagsins Fastewnasalan HAFNARGÖTU 27 - KEFLAVÍK O SÍMAR421 1420 OG421 4288 Heiðarbakki 5, Kcflavík 164 ferm. einbýli ásamt 52 ferm. bílskúr. Vandaðar inn- réttingar. Glæsileg eign á eftirsóttum stað. 15_80)).0(H)_. Mávabraut 9b, Ketlavík 3ja herb. íbúð á 3. hæð í góðu ástandi. Mjög góðir greiðslu- skilmálar, hægt að taka bifreið upp í útborgun. ........... Þórustígur 3, Njarðvík 103 ferm. neðri hæð með sérinngangi ásamt 44 ferm. bílskúr. Hagstæð lán áhvíl- 5.900.000,- „Þessi landakaup eru einn af nokkrum stórum þáttum í lokaundirbúningi að byggingu magnesíumverksmiðju. Stærsti þátturinn af um það bil fjórum er fjármögnun þriðj- ungs framkvæmdakostnaðar upp á tíu milljarða króna en heildarkostnaður er áætlaður um 30 milljarðar króna", sagði Júlíus Jónsson, stjómar- formaður íslenska magnes- íumfélagsins hf. Þessir fjórir þættir sem eftir eru þurfa allir að ganga upp svo að af verksmiðjunni geti orðið. Það er í fyrsta lagi að finna öfluga fjárfesta. Sú leit stendur nú yfir og eru þegar aðilar búnir að sýna áhuga á málinu. Aðrir þættir eru að ljúka forhönnun á verk- smiðjunni auk hagkvæmni- athugunar, leggja inn mat á umhverfisáhrifum og beiðni um starfsleyfi. „Ef þessir liðir verða allir komnir á hreint í lok janúar, sem stefnt er að, auk sölusamninga upp á 50- 60% afurða verksmiðjunnar til tíu ára, geta framkvæmdir hafist með vorinu", sagði Júlíus. Aðspurður um það hvort eitt- hvað óvænt hafi komið upp á borðið í lokaundirbúningnum sagði Júlíus svo ekki vera. „Það er kannski það furðulega í þessu. Það hefur enn ekkert komið upp sem hefur stoppað okkur. Við þokumst nær með hverju skrefi", sagði Júlíus. Reykjanesbær: 2 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.