Morgunblaðið - 01.04.2016, Side 9

Morgunblaðið - 01.04.2016, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016 Morgunblaðið/Einar Falur Veiði Hægt verður að renna fyrir sjóbirting fram eftir apríl. Vorveiðitímabilið hefst formlega í dag. Þeir stangveiðimenn landsins sem klæjað hefur í veiðiklóna í vetur eiga því þann kost að halda af stað og renna fyrir sjóbirting. Í þeim ám sem Morgunblaðið spurðist fyrir um voru enn óseld leyfi á vorveiðitímabilinu en spáð er þokkalegu veðri nú í upphafi tímabilsins. Úrkomubelti gengur yfir Suðausturlandið í dag með vindi upp á um 15 m/s en bæði lægir og dregur úr úrkomu eftir það. Sjá fram á góða veiði Ragnar Johansen, Hörg- árlandi, veiðivörður með meiru í Vatnamótum, segist bjartsýnn á veiðina í vor miðað við aflabrögð og fiskgengd síðasta haust og fréttir af fiski í ánum nú. „Það var leiðinlegt hvernig vatnið lá árin á undan og erfitt að eiga við það en það er búið að liggja vel við Vatnamótunum núna þannig að ég á von á góðri vorveiði enda var hún mjög góð í fyrra, yfir 400 fiskar. Það var mikið óselt þá og það voru ekki nema sex holl sem tóku þessa fiska. Það eru oft ævintýri þarna ef það eru góðar aðstæður og þykir ekkert merkilegt að fá hundrað fiska fyrsta daginn,“ segir Ragn- ar. Gunnar J. Óskarsson, formað- ur Stangaveiðifélags Keflavíkur, sem hefur Geirlandsá á sínu for- ræði, er að sama skapi vongóður um góða byrjun. „Áin er auð, enginn klaki á henni, og það ætti að vera tíðin til þess að byrja en í fyrra var fiskur í Geirlandsánni alveg fram í maí. Það fer svolítið eftir tíðarfari: Ef það er klaki eitthvað framyfir áramót þá seinkar honum niður en ef það er autt skríður hann fyrr af stað.“ bso@mbl.is Vorveiði- tímabilið hefst í dag  Aðstæður til veiða ágætar m.v. árstíma  Víða óseld leyfi Á ALLA FJÖLSKYLDUNA Summit Lite Kauphlaupsverð: 20.246 Verð áður: 26.995 Dean Tur Kauphlaupsverð: 11.246 Verð áður: 14.995 LeFlorians High Kauphlaupsverð: 18.746 Verð áður: 24.995 X-Climb High Kauphlaupsverð: 22.496 Verð áður: 29.995 X-Climb Kauphlaupsverð: 18.746 Verð áður: 24.995 Cosmic Kauphlaupsverð: 17.246 Verð áður: 22.995 Adda Kid Kauphlaupsverð: 11.246 Verð áður: 14.995 25% AFSLÁTTUR KAUPHLAUPSTILBOÐ Á ÖLLUM ÚTIVISTARSKÓM 31.mars–4. apríl Magma Kauphlaupsverð: 14.996 Verð áður: 19.995 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt bændur hafi samþykkt nýja bú- vörusamninga bíður mikil vinna við að útfæra þá og koma í framkvæmd. Á það lagði Sigurður Loftsson, frá- farandi formaður Landssambands kúabænda, áherslu í skýrslu til aðal- fundar sambandsins sem fram fór í gær. Samningarnir eru til tíu ára og taka gildi um áramót. Stjórnar- frumvarp um staðfestingu samning- anna hefur verið lagt fram á Alþingi. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, hvatti kúa- bændur til að tryggja stuðning við samningana á Alþingi þannig að þeir yrðu helst afgreiddir með stuðningi allra stjórnmálaflokka eins og dæmi séu um. Of mikið er framleitt af mjólk nú um stundir, miðað við markaði. Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, sagði að það ylli vandræðum og hvatti bændur til að draga úr framleiðslunni. Á næst- unni verður tilkynnt um aðgerðir til að bregðast við. Fyrsta fyrirmyndarbúið Við upphaf aðalfundarins var í fyrsta skipti útnefnt fyrirmyndarbú ársins. Mörg voru tilnefnd en að lok- um var ákveðið að útnefna bú hjónanna í Bryðjuholti í Hruna- mannahreppi, Samúels Unnsteins Eyjólfssonar og Þórunnar Andrés- dóttur, fyrirmyndarbú að þessu sinni. Sigurður Loftsson sagði við þetta tækifæri að það dyldist engum sem leið ætti hjá Bryðjuholti að á því búi væri mikill myndarbragur, glæsilegt býli sem væri sómi sinnar sveitar. Sama kæmi í ljós þegar rýnt væri í skýrslur, jafnt um afurðasemi nautgripanna og fjárhag búsins. Mikil vinna við útfærslu samninga  Gripið verður til ráðstafana til að draga úr mjólkurframleiðslu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fyrirmynd Samúel Eyjólfsson í Bryðjuholti tók við verðlaunum úr hendi Sigurðar Loftssonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.