Morgunblaðið - 01.04.2016, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Samkvæmt nýjum þjónustusamningi
við Ríkisútvarpið, sem var kynntur
fyrir stjórn í fyrrakvöld, er kvöð um
að allar lausar stöður skuli auglýstar
og ráðið verði eftir opnu og gagnsæju
ráðningarferli.
Jafnframt skuli
gætt að því að
samningar við
verktaka séu
gerðir eftir opnu,
faglegu og gagn-
sæju ferli. Þetta
eru nýmæli sem
ekki var gert ráð
fyrir í eldri samn-
ingum. Þetta hef-
ur Morgunblaðið
eftir áreiðanlegum heimildum.
„Við fengum þennan þjónustu-
samning í hendurnar svo seint í gær
(miðvikudag), að við boðuðum til
stjórnarfundar í gærkvöld, þar sem
samningurinn var kynntur. Ákveðið
var að menn fengju ákveðinn tíma til
þess að kynna sér samninginn og ég
geri fastlega ráð fyrir að hann verði
undirritaður á fundi okkar á þriðju-
dagsmorgun, sem var fyrsti tíminn
sem við gátum fundið sameiginlega
lausan fyrir stjórnina,“ sagði Guð-
laugur G. Sverrisson, stjórnar-
formaður RÚV, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Betra stjórntæki
„Samningurinn innifelur töluverð-
ar nýjungar frá eldri samningi. Hann
er ítarlegri og setur sterkari kröfur á
RÚV, bæði stjórnunarlega og starfs-
lega. Það eru t.d. settar ákveðnar
starfs- og siðareglur. Mitt mat er það
að menntamálaráðherra og hans fólk
hafi unnið gott starf með þessum
samningi og hann verði mun betra
stjórntæki en sá gamli,“ sagði Guð-
laugur.
Aðspurður hvort þjónustusamn-
ingurinn feli það í sér að RÚV þurfi
að ráðast í mikinn niðurskurð og hag-
ræðingu, sagði Guðlaugur: „Nei, svo
verður ekki. Ég sagði það strax um
áramótin að það hefði verið ásætt-
anleg niðurstaða sem kom frá Al-
þingi um fjármögnun RÚV fyrir árið
2016. Það mun sýna sig í þeim hag-
ræðingaraðgerðum sem fram munu
fara á næstu vikum.“
Guðlaugur segir að þjónustusamn-
ingurinn eigi að tryggja Ríkisútvarp-
inu sömu stöðu og aðrar stofnanir
búa við miðað við lög um opinber
fjármál, þ.e. „stöðugleika í fjár-
framlögum miðað við kostnaðar-
auka“.
Togstreita um verðbætur tafði
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hefur það dregist svona á
langinn að ganga frá samningnum
vegna þess að menn hafa verið að
glíma við að tengja saman nýju lögin
um opinber fjármál, sem samþykkt
voru rétt fyrir áramótin, og innihald
þjónustusamningsins. Nýju lögin
gera þá kröfu að bæði stofnanir og
fjármálaráuneytið tryggi fjár-
mögnun til næstu þriggja ára og fjár-
mögnun hvers árs taki mið af verð-
breytingum innan ársins. Þar með
fellur Ríkisútvarpið ekki fullkomlega
að því kerfi, því reikna má með að ár-
leg fjölgun þeirra sem greiða út-
varpsgjaldið, 16.400 krónur, verði um
2.000 einstaklingar og lögaðilar og
tekjur Ríkisútvarpsins aukist sem
því nemur.
Geta ekki vænst tekjuauka
Því var sú röksemd sett fram af
hálfu fjármálaráðuneytisins, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins,
að sá tekjuauki ætti að koma til
lækkunar þeim verðbótum sem Rík-
isútvarpið hefði ella fengið óskertar
eins og aðrar stofnanir. Aðrar stofn-
anir geti ekki vænst ákveðins tekju-
auka frá ári til árs og því eigi að taka
mið af þeim tekjum sem RÚV fær
vegna árlegrar fjölgunar greiðenda
útvarpsgjaldsins.
Um þetta hafa, samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins, verið tals-
verð átök allt frá áramótum, en nú
mun að sögn vera komin niðurstaða
sem flestir telja viðunandi og það
liggi fyrir að ekki sé hægt að lofa
RÚV sömu verðbótum vegna lag-
anna um 16.400 króna gjaldið.
Skylt að auglýsa allar
stöður hjá RÚV ohf.
Fjölgun greiðenda komi til frádráttar verðbótum
Morgunblaðið/Eggert
RÚV Nýr þjónustusamningur menntamálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins
hefur loksins litið dagsins ljós. Hann verður kynntur næsta þriðjudag.
Guðlaugur G.
Sverrisson
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Aflabrögð hafa verið mjög góð undan-
farið við landið og sums staðar tala
sjómenn um ótrúlegt fiskirí. Ólafur
Óskarsson, stýrimaður og afleysinga-
skipstjóri á línuskipinu Jóhönnu
Gísladóttur GK, tók undir það er rætt
var við hann í gær: „Það er alveg
óhemju fiskur hérna á Selvogsbank-
anum. Við vorum líka í fínni veiði í
Kolluálnum fyrr í vetur og togararnir
mokfiska þessa dagana. Það virðist
bara alls staðar vera mjög fín veiði,
ótrúlegt fiskirí,“ sagði Ólafur.
Þeir voru suður úr Surti og að
byrja að draga þriðju lögnina í túrn-
um. „Þetta byrjar vel í dag, virðist
vera hörkuveiði. Í tveimur fyrstu
lögnunum fengum við 32-33 tonn,
mest af þorski, en líka löngu og ýsu,“
sagði Ólafur. Hann sagði að miðað
væri við að landa á vikufresti, en und-
anfarið hefðu þeir fyllt 400 kör í fjór-
um lögnum og túrarnir verið styttri.
Frá góðum aflabrögðum er einnig
sagt á heimasíðu HB Granda. Þar er
haft eftir Eiríki Jónssyni, skipstjóra á
Sturlaugi H. Böðvarssyni AK, að
landburður hafi verið af fiski þær vik-
ur sem aflahrotan hefur staðið.
„Ótrúlegt fiskirí“
og víða landburður
Fá yfir 30 tonn í lögn á línuna
Í viðtali við Gunnlaug Hans Steph-
ensen blaðbera, sem birtist í Morg-
unblaðinu í gær, var hann á nokkr-
um stöðum sagður heita Guð-
mundur. Það leiðréttist hér með og
Gunnlaugur Hans er beðinn velvirð-
ingar.
Gunnlaugur Hans
LEIÐRÉTT
STÓRAR
STELPUR
tískuvöruverslun
Hverfisgötu 105
www.storarstelpur.is
Munið bílastæði
á bak við hús
Nýjar
vörur
frá Handberg
Við erum á facebook
Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími 551-3033
Flott
ir í fötum
Við seljum frægu
buxurnar
Ný sending – frábært úrval
Algjört orku- og næringarskot
„Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan
eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar
fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka
Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik
er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er
líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir
TREYSTI Á
LIFESTREAM
BÆTIEFNIN!
Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup,Nettó og Fríhöfnin.
seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru
lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar
Landsliðskona í íshokkí og leikskólakennari
Fimmfaldur Íslandsmeistari
Gull- og bronsverðlaun á alþjóðamótum
Alþjóðleg dómararéttindi í íshokkí
Vertu upplýstur!
blattafram.is
SUMUM LEYNDARMÁLUM
Á EKKI Að ÞAGA YFIR.
GEYMIR ÞÚ MÖRG SLÍK?
HVAÐ MEÐ
KYNFERÐISOFBELDI?