Morgunblaðið - 01.04.2016, Side 23

Morgunblaðið - 01.04.2016, Side 23
og var ávallt léttlynd og kát. María flutti 16 ára til Noregs þar sem hún bjó sér sitt eigið heimili með fyrrverandi eiginmanni sín- um, Þresti Erlendssyni. Þeirra fyrsta barn, Trausti, fæddist þeim árið 1981. Ári síðar fluttu þau aft- ur til Íslands og þá fæðist annar sonur þeirra, hann Viðar. Tveim- ur árum síðar kom Eva í heiminn. María var heimavinnandi hús- móðir á þessum tíma og hafði nóg að gera með ungana sína þrjá sem hún var svo óendanlega stolt af. Hún var ung að árum komin með fimm manna fjölskyldu til að ann- ast. Brestir komu í hjónabandið og hún og Þröstur slitu samvistir. María tók saman við Gunnar Björnsson, flutti norður í land á Sandfellshaga í Öxarfirði árið 1990 og hóf þar búskap. María átti einstakt og náið samband við dýr, naut sín vel í sveitinni og fann sig vel við bústörf. María og Gunnar eignuðust soninn Elvar Þór árið 1993. María og Gunnar slitu sam- vistir fjórum árum síðar. María flutti þá aftur til Reykjavíkur og vann ýmis verslunar- og veitinga- störf. Eftir að María flutti aftur suð- ur var hún full bjartsýni um betri tíma. Hún var tíður gestur á heimili okkar hjóna og það geisl- aði af henni orkan og gleðin. Elv- ar var þá oft með í för og stundum Eva líka og það leyndi sér ekki hvað hún var stolt af börnunum sínum sem hún vildi svo gjarnan hafa hjá sér alltaf. Nokkrum ár- um eftir að María flutti aftur suð- ur byrjuðu ýmis veikindi að hrjá hana en hún tókst á við verkefnin af miklu æðruleysi. Við kveðjum Maríu með mikl- um söknuði og biðjum Guð að veita börnum hennar styrk í sorg- inni. Þorlákur og Guðrún. HINSTA KVEÐJA Nú kveð ég Mæju vin- konu með sárum söknuði. Við gátum bæði hlegið og grátið saman, hún var glað- leg og til í að gera eitthvað skemmtilegt. Takk fyrir allt, þér verður seint gleymt og Guð geymi þig. Kveðja, Alda og Guðni. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016 ✝ Valgeir Jónas-son fæddist í Vestmannaeyjum 2. febrúar 1944. Hann lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 7. mars 2016. Foreldrar hans voru Jónas Marel Bjarnason, f. 21. júní 1899, d. 24. mars 1978, og Valgerður Björnsdóttir, f. 1. janúar 1915, d. 12. ágúst 1978. Systkini Valgeirs voru: Greta, f. 19. september 1933, Bjarni, f. 4. október 1937, og Vilborg, f. 11. september 1956. Hinn 2. nóvember kvæntist Valgeir Erlu Einarsdóttur, f. 14. janúar 1944. Dætur Valgeirs og Erlu eru: 1) Anna Margrét, f. 16. apríl 1964. Með fyrrverandi eig- inmanni sínum á hún þrjú börn, Erlu Björk, Erling Birki og Jó- hönnu Huld. Núver- andi eiginmaður hennar er Stefán Pálsson. 2) Björg, f. 21. maí 1966. Á hún þrjú börn; Ingi- björgu, Sunnu Ósk og Björgvin Óskar með fyrrverandi sambýlismanni sín- um Guðmundi Ó. Björgvinssyni. 3) Vil- borg, f. 9. maí 1971, gift Antoni Steinarssyni og eiga þau eina dóttur, Önnu Maríu. Barnabarnabörnin eru þrjú. Valgeir lærði smíðar og stofn- aði Trésmiðju Vestmannaeyja eftir gos og vann að mestu við smíðar. Síðustu árin var hann smíðakennari í Barnaskóla Vest- mannaeyja. Útför Valgeirs fer fram frá Landakirkju í dag, 1. apríl 2016, klukkan 14. Það var kalt í Eyjum þegar hann litli kútur flutti inn að Boða- slóð 5 aðeins 10 daga gamall. Við höfðum verið hingað og þangað. Mamma og hann á spítalanum, pabbi á sjónum, Greta einhvers staðar og ég hjá indælis hjónum, Jónu Magnúsdóttur og Hirti Guðnasyni, sem bjuggu þá í kjall- ara í Ásgarði sem fór undir hraun. Það voru frostrósir á gluggunum, einfalt gler og aðeins tveir mið- stöðvarofnar uppi á vegg kyntir frá kolaeldavélinni. Ég vissi lítið af þessum litla bróður mínum í fyrstu. Þó man ég að við fórum niður á bryggju með hann í kross- viðarvagninum með litlu hjólun- um til að sjá nýkjörinn forseta vorn, Svein Björnsson, þegar hann var á hringferð með Esju eða Heklu til þess að sýna sig og sjá aðra. Þetta var 8. ágúst og stráksi sex mánaða. Húsið okkar var í jaðri bæjar- ins og ekki við neina götu. Það voru langar traðir að húsinu og uppgrónir grjótgarðar beggja vegna. Þarna voru Matthíasartún og Mangatún. Á Mangatúni gátu myndast tjarnir í leysingum og ef fraus þá var komið skautasvell. Sums staðar voru sandglompur. Þar gátum við dundað okkur lon og don. Vinir Valgeirs voru Sig- ursteinn á Hálsi, Leifur sonur Helgu á Brekastíg 31, Ingi Páll, Rúnar sonur Jóa og Freyju Kristófers, Sigurbjartur sonur Kjartans fisksala og síðast en ekki síst Jóhann Hjartarson sem hefur til skamms tíma komið með nikk- una og tekið lagið fyrir vin sinn. Það var okkur öllum mikið áfall þegar mamma flutti í burt. Þá var Valgeir aðeins 11 ára. Skilnaður- inn kom ekki á óvart. Þau áttu bara ekki saman. Þá féll það í hlut verðandi konu minnar Jórunnar að sjá um heimilið. Síðan kom Malla, gömul kærasta pabba. Val- geir kynntist Erlu þegar þau voru átján ára, en þau giftu sig þegar þau voru 19. Valgeir var á sjó með hléum frá 15 ára aldri til 22 ára þegar hann snýr sér að smíðum. Valgeir var uppátækjasamur og vílaði ekki fyrir sér að prófa ýmsa hluti. Til dæmis þá for- steypti hann sperrur liggjandi á jörðinni í hús Ísfélagsins við Strandveg. Hann forsteypti veggi 4x11 metra, 14 tonn að þyngd, liggjandi í verkstæðisbyggingu. Sumir er snillingar í því að teikna og reisa lek þök sem aldrei eru til friðs. Tveir menn höfðu huga á að fá endanlega lausn á sínum vanda- málum og ræddu málið við Val- geir. Hann ákvað að smíða ný þök á húsin heima hjá sér og flytja þau svo á staðinn. Þetta er húsin nr. 44 við Illugagötu og 24 við Strembu- götu. Valgeir var umsvifamikill í byggingarbransanum með 36 manns í vinnu þegar mest var. Með hjálp góðra manna tók hann að sér eftirfarandi verkefni; byggði gömlu Herjólfsafgreiðsl- una sem nú er Geirseyri, reisti flugstöðina, salthúsið að hálfu, byggði hús verndaðs vinnustaðar, eina hæð á Eyjaberg, skemmu Samskipa, nokkur raðhús, bíl- skúra og veggi, 250 hitaveitu- brunna, 400 fermetra hús í Þor- lákshöfn og hús og sumarbústaði í Grímsnesi. Valgeir hafði hug á því að eignast bát og þá smíðaði hann bara bát. Við hér á Brekkugötunni vott- um Erlu og fjölskyldu samúð okk- ar. Bjarni Jónasson. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um hann Valgeir frænda minn. Það var alltaf tekið vel á móti okkur og börnunum að Ofanleiti. Við söfnuðum alltaf brauðendum í frystikistuna og svo fengu börnin að fara og gefa önd- unum og gæsunum hjá Erlu og Valgeiri sem var mikið sport. Okk- ur var oft boðið í kaffi hjá þeim hjónum og alltaf var Valgeir að sýna okkur eitthvað, t.d. ný tré- leikföng sem hann var að hanna og stundum fengu börnin eintak t.d. leikfangaflugvél. Valgeir var nefnilega mikill hagleikssmiður og alltaf með einhverjar nýjar hug- myndir. Það nýttist vel þegar hann eftir að hafa starfað sem húsasmiður í mörg ár gerðist smíðakennari í barnaskólanum. Eldri dóttir mín náði að vera einn vetur í smíði hjá Valgeiri og kom með virkilega vandaða og fallega hluti heim. Einn af þeim var flott- ur vörubíll sem hún gaf bróður sínum í jólagjöf. Að lokum langar mig og fjölskyldu mína að senda Erlu og fjölskyldunni samúðar- kveðjur. Valgerður og fjölskylda. Hann var heilladrengur, hnar- reistur, vaskur, vökull og svipfag- ur með svo öflugan persónuleika að þar sem hann fór um flæddi geislun hans á bakkabrúnir. Val- geir Jónasson, byggingameistari og kennari, var listasmiður, hörkuduglegur og hafði yndi af átökum í orðum og lausnum. Snúðarnir fór ekki óbakaðir frá honum ef því var að skipta. Valgeir var náttúrulega skemmtilegur maður, kom ekki alltaf að málum úr hefðbundnum áttum og það átti til að valda hvið- um. Strax á skólaárum okkar var hann vanur að pæla í hlutunum, útpældi og velti fyrir sér öllu mögulegu, naskur húmoristi en undiraldan alvörugefin, talaði í skírum myndum, engin loðmolla. Hann tók að sér smíði Flug- stöðvarinnar á Vestmannaeyja- flugvelli og byggði hana með glæsibrag. Hún reyndist dýrari en reiknað var með. Það var aldrei leiðrétt við hann og í rauninni átti hann Flugstöðina. Þegar maður minntist á þetta svaraði hann æðrulaus: Það er ekki verra að eiga flugstöð þótt aðrir haldi að þeir eigi hana. Hann lagði víða hönd á plóginn í smíðum, en ein- stakt yndi hafði hann af að kenna börnum smíðar í barnaskólanum. Þegar hann og Erla hans Ein- arsdóttir byggðu hús sitt, Ofan- leiti, í landi Ofanleitis fyrir ofan hraun, sagði Valgeir: Það er gott að það skuli vera pláss fyrir menn eins og mig. Þar smíðaði hann, þau ræktuðu endur, gæsir og hænur og Ofanleiti varð griða- staður barna sem komu í heim- sókn með fóður handa fuglunum og nutu þess að lifa með nátt- úrunni og heimilisdýrunum á Of- anleiti og svo byggði Valgeir nokkur gestahús, vinaleg og hlý með útpældu rými eins og gerist í lúkörum fiskibátanna, enginn óþarfi. Þótt Valgeir gæti verið þver var hann líka mjög jákvæður í vangaveltunum. Einu sinni sátum við suður í hól við Suðurgarð og nutum útsýnisins til suðureyj- anna. Ég hafði á orði að nú sæist ekki lengur áberandi náttúrufyr- irbrigði í Geldungnum, steinbog- inn milli Litla og Stóra Geldungs. „Alveg rétt,“ sagði Valgeir, „ég man svo vel eftir honum,“ og svo áttaði hann sig á því að hann hafði verið aðeins of fljótur á sér og bætti við glottandi: „Hann hrundi ekki fyrr en 1896, það er merki- legt hvað maður man langt aftur.“ Hann hafði gaman af að segja sögu af sér og Erlu. Þau voru í gönguferð suður á Eyju, Erla beygir sig til að slíta puntstrá og Valgeir sem var fyrir aftan hana segir: Það er bara eins og maður horfi aftan á heila þreskivél. Um kvöldið ætlaði Valgeir að láta blíð- lega að konu sinni, en hún af- greiddi það snaggaralega og sagði: Það tekur því nú ekki að ræsa heila þreskivél fyrir eitt lítið strá. Svo indælt fólk, hispurlaust og hlýtt, talaði frá hjarta í hjarta, iðjusamt og verkglatt og þannig voru börnin þeirra líka í orði og æði. Það er mikill söknuður að Of- anbyggjaranum sem settist að á prestjörðinni og varð í rauninni biskupsígildi með áru eins og sól- staf yfir Heimaey. Megi góður Guð varðveita vin minn Valgeir, allt hans fólk og auka yndi þess. Maðurinn sem alltaf var í spjallstuði mun koma í rólegheitum að hásæti Himnaföð- urins með klára spurningu á vörum, heilladrengurinn góði. Árni Johnsen. Valgeir Jónasson ✝ RagnheiðurHjálmtýsdóttir fæddist í Vill- ingadal, Haukadal í Dalasýslu 25. nóv- ember 1925. Hún andaðist á Land- spítalanum, Foss- vogi aðfaranótt páskadags, 27. mars 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hjálmtýr Jóhannsson, f. 28. mars 1885, d. 28. júní 1961, bóndi á Saurstöðum, og Sig- urfljóð Jónsdóttir, f. 8. október 1887, d. 23. febrúar 1935. Hálf- bróðir hennar sammæðra var Valdimar Kristjánsson, f. 1909, d. 1948. Systkini hennar voru: Guðrún, f. 1915, d. 1999, Jón, f. 1918, d. 2005, Þuríður, f. 1919, d. 1919, Þuríður Kristín, f. 1920, d. 2001, og Jóhann, f. 1924, d. 1992. Ragnheiður giftist árið 1959 Kristjáni Guðmundssyni, f. 30.3. 1928, d. 30.12. 2012, skipstjóra og útgerðarmanni frá Stykk- ishólmi. Börn Kristjáns og Ragn- heiðar eru: 1) Hjálmar Þór, f. 1958, kvæntur Ly- díu Rafnsdóttur, f. 1960, synir þeirra eru Fannar, f. 1983, og Daði, f. 1986. Fannar er kvæntur Guðnýju Ösp Ragn- arsdóttur, f. 1983, og eiga þau Þiðrik, f. 2009, og Iðunni, f. 2012. Daði er kvænt- ur Sigrúnu Erlu Sveinsdóttur, f. 1986, og eiga þau Hjálmar Þór, f. 2011, og Kristin Frey, f. 2014. 2) Guðmundur, f. 1960, í sambúð með Helgu I. Stef- ánsdóttur, f. 1962. Var kvæntur Rakel Steinarsdóttur, f. 1965, börn þeirra eru Agnes, f. 1990, Rebekka, f. 1992, og Kristján, f. 1999. 3) Sigurrós, f. 1962, í sambúð með Ingvari J. Bald- urssyni, f. 1961. Útför Ragnheiðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 1. apríl 2016, klukkan 13. Kynslóð Ragnheiðar tengda- mömmu man tímana tvenna. Það er erfitt að reyna að ímynda sér hvernig lífið var á þeim tíma sem Ragnheiður elst upp í Vill- ingadal inn af Haukadal. Fyrir ekki lengri tíma síðan var enn búið í torfhúsum og eldað á hlóð- um. Lífið snerist um það hvort fjölskyldan næði að hafa í sig og á. Mjög frumstæðar aðstæður miðað við það sem við lifum við í dag og ótrúlegt hvernig fólk náði að gera mikið úr litlu. Uppvöxtur Ragnheiðar í Vill- ingadal hefur án efa mótað hana allt lífið. Hún var sérdeilis dug- leg alla tíð, svo bjartsýn og já- kvæð og nægjusöm með ein- dæmum. Ég heyrði margar sögur af henni þar sem hún hafði unnið baki brotnu í fisk- inum, í síldinni á árum áður og síðan í saltfiskinum með Krist- jáni eiginmanni sínum. Þegar ég heimsæki son Ragn- heiðar á heimili þeirra Kristjáns vestur á Rif 1987 eignast ég fyrstu minninguna um hana. Við Guðmundur vorum að koma úr göngu. Okkur hafði seinkað, löngu orðið myrkur og það var að nálgast miðnætti. Hann spyr hvort við eigum ekki að fá okkur smá snarl en ég segi að klukkan sé orðin svo margt. Þá segir hann, og ég man hvað ég gapti: mamma er örugglega tilbúin með eitthvað á eldhúsborðinu. Og það var ekki að því að spyrja, borðið var fullt af kræs- ingum, flatkökur, pönnukökur, terta og sitthvað fleira. En svona var heimilishaldið á Rifi, tví- og þríréttaður íslenskur matur. Alltaf passað uppá að all- ir fengju nóg. En það var ekki bara mat- seldin sem hún sinnti. Hún saumaði heilmikið út, fleiri, fleiri myndir og stólar prýddir út- saum eftir hana og síðan prjón- aði hún allt mögulegt, fyrst og fremst ullarsokka á alla fjöl- skylduna en líka peysur, vett- linga, vesti og teppi. Ég man það líka mjög vel að ef stórar ákvarðanir voru teknar í fyrirtæki fjölskyldunnar voru þær alltaf bornar undir hana. Hún var réttsýn og lítillát og sagði óhikað sína skoðun. Hún hafði einstakt bros í aug- unum og var glöðust þegar fólk- ið hennar kom í mat og hún gat stjanað við fólkið sitt. Mér fannst skrítið hér áður fyrr að hún settist ekki með okkur til að borða, en svona vildi hún hafa þetta, þetta var hennar kynslóð. Hún stóð yfir pottunum og leyfði okkur helst ekki að vaska upp. Ég er svo þakklát yfir að hafa fengið að kynnast Ragnheiði og að börnin mín hafi átt svo góða og hjartahlýja ömmu sem við eigum nú góðar minningar um. Far þú í friði. Rakel Steinarsdóttir. Ragnheiður Hjálmtýsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, LAUFEY HÁLFDANARDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Þiljuvöllum 33, Neskaupstað, sem lést á föstudaginn langa, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 2. apríl kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. . Egill Arnaldur Ásgeirsson, Vilborg Egilsdóttir, Gunnar Páll Halldórsson, Þórunn Egilsdóttir, Guðjón Björn Guðbjartsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS BLÆS ÁSMUNDSSONAR bifreiðastjóra, Lindahlíð, Aðaldal. Hjartans þakkir fær starfsfólk Skógarbrekku og læknar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík fyrir einstaka umönnun. . Hulda Jónasdóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Helga Kristjánsdóttir, Magnús Þorvaldsson, Jónas Kristjánsson, Kristbjörg Gunnarsdóttir, afa- og langafabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BJARNA AÐALSTEINSSONAR, Bólstaðarhlíð 62, fyrrum skólastjóra að Reykjum í Hrútafirði. . Guðrún Kristjánsdóttir, Guðlaug Bjarnadóttir, Alda Bjarnadóttir, Einar Sigtryggsson, Steinunn K. Bjarnadóttir, Aðalsteinn Þ. Sigurðsson, Eyrún Jenný Bjarnadóttir, Kristján P. Hilmarsson og barnabörn. Ástkær sonur okkar, faðir, bróðir og mágur, KRISTINN ALFREÐ SIGURÐSSON, Hafnarfirði, lést á heimili foreldra sinna föstudaginn 18. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýndan hlýhug. . Sigurður Herlufsen, Sigríður R. Bjarnadóttir, Arnar Leó Kristinsson, Þengill A. Kristinsson, Auður S. Sigurðardóttir, Frosti Sigurjónsson, Bjarni Á. Sigurðsson, Heiða Lind Sigurðardóttir, Helga Herlufsen, Guðmundur Sigurðsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.