Morgunblaðið - 01.04.2016, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Ýmislegt
Jessenius Faculty of Medicine
í Martin, Slóvakíu mun halda
inntökupróf í Reykjavík 6. apríl og
2. júní 2016. Einnig 14. júlí í
Martin. Prófað er í efnafræði
og líffræði. Ekkert prófgjald.
Skólagjöld 9.500 evrur á ári. Kennt
er á ensku. Nemendur læra
slóvakísku og geta tekið alla klinik í
Slóvakíu. Nemendur útskrifast sem
læknar ( MUDr.) eftir 6 ára nám.
Fjöldi íslendinga stundar nám í
læknisfræði við skólann auk
norðmanna, svía og finna og fl.
Heimasíða skólans er
www.jfmed.uniba.sk/ en FÍLS
félag íslenskra læknanema í
Slóvakíu www. Jfmedslova-
kia.wordpress.com
Kaldasel ehf., Runólfur
Oddsson. Uppl. í s. 5444333 og
fs. 8201071
kaldasel@islandia.is
Húsviðhald
Húsaviðhald
o.fl.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
✝ Sólveig EggerzPétursdóttir
fæddist í Reykjavík
29. maí 1925. Hún
lést 16. mars 2016.
Hún var dóttir
hjónanna Sigur-
veigar Guðlaugar
Þorgilsdóttur frá
Sökku í Svarfaðar-
dal og Péturs Egg-
erts Stefánssonar
frá Völlum í sömu
sveit.
Hún var elst þriggja systkina.
Næst henni er Elín Eggerz Stef-
ánsson og yngstur var Pétur
Eggerz Pétursson. Á bernsku-
árum Sólveigar bjó fjölskyldan
víða, bæði hér á landi og erlend-
is.
Sem ung stúlka stundaði hún
myndlistarnám við Myndlista-
og handíðaskóla Íslands.
Haustið 1946 flutti Sólveig
með fjölskyldu sinni til Bret-
lands og bjuggu þau í bænum
Waybridge í nágrenni Lundúna.
Þá hélt hún áfram námi í mál-
aralist við listaskóla í Lund-
únum. Í Lundúnum hitti hún
fyrir. Síðasta sýning á verkum
hennar var á Hrafnistu á níræð-
isafmæli hennar.
Þau hjónin voru meðal stofn-
félaga Styrktarfélags vangef-
inna og Foreldra- og kennara-
félags Öskjuhlíðarskóla. Voru
þau alla tíð mikilvirk í starfi
þeirra. Árni var um árabil for-
maður Gigtarfélags Íslands.
Hún málaði árum saman myndir
sem prýddu jólakort félaganna.
Börn Sólveigar og Árna eru:
1) Sigrún, f. 1948, gift Eiríki
Hans Sigurðssyni. Sigrún á tvo
syni af fyrra hjónabandi með
Ólafi Inga Hrólfssyni. Þeir eru
a) Árni Baldur, kvæntur Þrúði
Sigurðardóttur og eiga þau
fjögur börn. b) Hrólfur Pétur
Eggerz, kvæntur Önnu Þóru
Viðarsdóttur. Hrólfur á þrjú
börn frá fyrri samböndum, en
börn Önnu Þóru eru fjögur. 2)
Elín, f. 1950, gift Arnþóri
Helgasyni. Elín á son með Birgi
S. Jónssyni, Árna. Hann er
kvæntur Elfu Hrönn Friðriks-
dóttur og eiga þau þrjá syni,
auk þess sem Árni á son frá
fyrra sambandi. 3) Helga, f.
1954. 4) Stefán Pétur Eggerz, f.
1958.
Sólveig bjó síðustu árin á
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Sólveig verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, 1. apríl
2015, kl. 13.
verðandi eig-
inmann sinn, Árna
Jónsson, f. 21.2.
1925, d. 20.2. 2006,
sem var við versl-
unarnám. Hann var
sonur hjónanna
Sigurðar Jóns Guð-
mundssonar og
Jórunnar Guðrúnar
Guðnadóttur. Þau
giftu sig árið 1947
og bjuggu fyrst um
sinn í Bretlandi hjá foreldrum
Sólveigar. Þar fæddist þeim
frumburðurinn.
Síðan fluttu þau heim til Ís-
lands og settust þar að. Árni
starfaði lengst af við fyrirtæki
föður síns, Belgjagerðina/Skjól-
fatagerðina hf., en Sólveig
stundaði list sína með húsmóð-
urstörfum og umönnun fjöl-
skyldu sinnar. Hún sótti mörg
námskeið í málaralist og teikn-
ingu og hélt fjölda listsýninga
bæði heima á Íslandi og víða er-
lendis í Evrópu og í Bandaríkj-
unum. Hún málaði jöfnum hönd-
um olíumyndir, vatnslitamyndir
og á rekavið, sem hún var þekkt
Mamma var alltaf á vísum
stað undanfarið, á Hrafnistu, og
ég gat glatt mig við að heim-
sækja hana og lyfta henni upp
eftir mætti. Undir það síðasta
spiluðum við ólsen-ólsen, geng-
um um gangana eða ef vel viðr-
aði fórum við út í blíðviðrið og
nutum útsýnis og útiveru.
Það er í raun ekki svo langt
síðan við gátum farið í lengri og
styttri lautarferðir og fengið út-
rás fyrir náttúrubarnið í okkur.
Mömmu fannst ævinlega gaman
að fara út fyrir borgarmörkin,
mála og vera úti í náttúrunni.
Oft vorum við í góðra vina hópi
og hún naut þess ævinlega að
vera með langömmubörnunum,
barnabörnum og börnum sín-
um.
Ég var lengi ein með son
minn, Árna, og áttum við alltaf
annað heimili hjá foreldrum
mínum. Við héldum líka öll jól
með þeim. Síðar afhenti hún
mér umsjón með aðfangadags-
kvöldi og ætlaði sjálf að vera á
suðrænum slóðum á þeim árs-
tíma, sem varð aðeins um ein
jól. En eftir þetta voru mamma,
pabbi og fylgifiskar þeirra hjá
okkur hjónum það hátíðarkvöld,
þar til sonur minn og tengda-
dóttir tóku við keflinu fyrir sex
til sjö árum.
Mamma reyndist mér oft
best á ögurstundum í lífinu og
studdi mig með ráðum og dáð.
Er henni þakkaður allur sá
stuðningur og umvefjandi kær-
leikur.
Ég man hve móðurfaðmur
hennar var hlýr í mörgum til-
vikum, eins og þegar ég kom
heim í frí frá heimavistarskóla
sem ég var á sem unglingur. Ég
var með svolítið samviskubit því
ég fór ekki beint heim úr rút-
unni. En mamma tók mér opn-
um örmum, setti mig í fang sér
eins og þegar ég var lítil og réri
fram og aftur með mig. Ég
gleymi því ekki hvað það var
gott.
Aðra minningu á ég frá því
ég var langt gengin með dreng-
inn minn og var eitthvað döpur
og skreið upp í milli mömmu og
pabba. Þau hugguðu mig bæði
og létu vel að mér þar til mér
leið vel á ný.
Mamma hugsaði um mig eins
og sjáaldur augna sinna meðan
ég gekk með son minn og var
viðstödd fæðingu hans mér til
stuðnings. Enda kallaði hann
hana ömmu-mömmu og það
ríkti alla tíð órofa kærleikur
þeirra á milli.
Mamma gat verið mikið ólík-
indatól og tók upp á ýmsu sem
engum öðrum datt í hug. Í mat-
reiðslu var ekkert bannað, eins
og að setja sykurpúða í eggja-
köku, marmelaði út í kaffi og
laga súkkulaðisósu með lamba-
kjöti. Samt var hún frábær
kokkur. Ég man að einu sinni
um áramót bakaði hún hálf-
mána með málsháttum innan í.
Mjög skemmtilegt.
Hún átti auðvelt að með að
tala blaðlaust fyrir framan
margmenni og gerði það oft.
Stundum tókst henni mjög vel
upp, en annað slagið ekki eins
vel. Við ástvinir hennar héldum
stundum niðri í okkur andanum
þegar hún byrjaði, en vorum
mjög glöð þegar hún fór á kost-
um.
Mamma fór iðulega ótroðnar
slóðir í því sem hún tók sér fyr-
ir hendur. Listamannsferill
hennar var mjög fjölbreyttur.
Hún málaði jöfnum höndum
vatnslitamyndir, teiknaði, vann
með olíukrít, málaði með olíu-
litum á striga og á rekavið. Hún
varð fyrst manna til að mála á
rekavið og varð þekkt fyrir það.
Ég þakka fyrir allt það sem
hún var mér og mínum á sínum
æviferli, um leið og ég gleðst
yfir því að hún er laus úr viðj-
um líkamans.
Elín Árnadóttir.
Vegir Guðs eru órannsakan-
legir.
Árið 1939, þegar stríð var í
aðsigi, fluttust foreldrar Sól-
veigar Eggerz Pétursdóttur til
Vestmannaeyja, en Pétur var
mikill athafnamaður á sviði
fiskverslunar á þeim árum.
Bjuggu þau þar um nokkurra
ára skeið.
Þau kynntust þar foreldrum
mínum og þær Sigurveig og
móðir mín urðu vinkonur. Sól-
veig bast hins vegar vináttu-
böndum við yngstu systur móð-
ur minnar og hélst sú vinátta á
meðan báðar lifðu.
Fyrst heyrði ég Sólveigar
getið þegar ég var 11 eða 12
ára, en þá var hún að undirbúa
sýningu í Eyjum og barst það í
tal á milli þeirra systra, Guð-
finnu (Minnu) og móður minn-
ar. Á þessum árum áttu faðir
minn, Helgi Benediktsson og
Árni, eiginmaður Sólveigar,
talsverð viðskipti, en pabbi
keypti árum saman vinnufatnað
frá Belgjagerðinni.
Síðan leið tíminn. Það gaus í
Vestmannaeyjum. Móðir mín
hrökklaðist í land. Árið 1978
fluttum við mæðgin út á Sel-
tjarnarnes og 7 árum síðar
flutti dóttir Sólveigar ásamt
syni sínum inn í blokkina. Við
Elín hófum leynilegt samband
vorið 1987, en fljótt og fyrr en
við héldum hafði það kvisast út
og einn bræðra minna frétti það
eftir föður Elínar. En við héld-
um leiknum áfram og forðaði ég
mér ef von var á foreldrum
hennar í heimsókn.
Svo var það í september árið
1987 að Elín ákvað að nú skyldi
ég hitta foreldra sína. „Og þótt
fyrr hefði verið,“ sagði Sólveig
við dóttur sína. Það var auðvelt.
Við vissum flest hvert um ann-
að og úr varð hin ánægjuleg-
asta stund. Og þær urðu fleiri –
fjölmargar.
Í brúðkaupi okkar Elínar
voru mæður okkar svaramenn,
báðar í íslenskum búningi og
borið var fram rautt kampavín
sem allir héldu að brúðguminn
hefði valið vegna stjórnmála-
skoðana sinna, en þau Sólveig
og Árni sáu um það. Hafa
kannski vitað að sums staðar er
rauði liturinn ástartákn.
Sólveig var af ætt Skarðverja
og kannaðist við skyldleika sinn
við Ólöfu ríku. Fór hún oftast
nær sínar leiðir og hefði hún
tekið ákvörðun varð henni ekki
haggað. En hún átti einnig til
að rökræða um ýmislegt og var
þá með fjölda dæma með eða á
móti, enda var hún víðlesin og
margfróð.
Sólveigu var annt um börn
sín og aðra ættingja. Framan
af, meðan heilsan leyfði, var
hún í sambandi við fjölmargt
fólk á flestum sviðum þjóðlífs-
ins, vel þokkuð og vinsæl.
Sólveig var góð tengdamóðir
og umhyggjusöm. Studdi hún
börn sín, barnabörn og fjöl-
skyldur þeirra með ráðum og
dáð og dáði þau.
Þegar ellin sótti á hana með
heilablóðfalli og öðrum löstum
gafst hún ekki upp heldur trúði
því að henni gæti farið fram.
Laugardaginn 12. mars var
komið að úrslitastund. Hún féll
er hún reyndi að standa upp úr
hjólastól og meiðsli hennar
urðu til þess að hún missti mik-
ið blóð og líknarmeðferð var
hafin.
Afkomendur, ættingjar og
nánustu vinir kvöddu hana.
Lausn fékk hún að kvöldi
fimmta dags legu sinnar.
Umönnun starfsfólks Hrafn-
istu í Hafnarfirði snart aðstand-
endur djúpt og á það einlægar
þakkir skildar fyrir alúð sína og
góðvild.
Arnþór Helgason.
Fallin er frá tengdamóðir
mín, Sólveig Eggerz Péturs-
dóttir, tæplega 91 árs að aldri.
Leiðir okkar Sólveigar lágu
saman á vordögum 1978 þegar
ég kynntist dóttur hennar, Sig-
rúnu, sem síðar varð eiginkona
mín. Við nálguðumst hvort ann-
að af varfærni í fyrstu, smá
hnökrar voru framan af en fyrr
en varði hafði tekist með okkur
innileg og traust vinátta. Ég
kveð því í dag góðan og traust-
an vin til tæplega fjögurra ára-
tuga. Þú varst mér sem móðir á
margan hátt, Sólveig mín. Það
voru jákvæðu þættirnir sem þú
veittir athygli og vaktir athygli
á. Félagsmálin skipuðu stóran
sess í lífi þínu. Þú vildir láta
gott af þér leiða. Og þegar þú
fékkst góða hugmynd var ekki
verið að tvínóna við hlutina
heldur hafist handa. Mér er
sérstaklega eftirminnilegt hve
áhugasöm þú varst um svæða-
meðferð og hvað ákveðin þú
varst um að ég kynnti mér
hana. Við Árni heitinn tengda-
pabbi vorum einfaldlega bókað-
ir á námskeið í svæðameðferð
og áttum þar ánægjulega sam-
verustund.
Mér eru eftirminnilegar þær
ánægjulegu stundir sem við átt-
um saman á heimili okkar Sig-
rúnar að Skriðu sumrin 2004 og
2005. Alltaf komstu brosandi
niður á morgnana. Tilbúinn til
að leggja þitt af mörkum svo að
dagurinn yrði okkur ánægjuleg-
ur og góður. Það var líka gam-
an að fylgjast með áhuga þínum
á ömmubörnunum og síðan
langömmubörnunum og velferð
þeirra, eins og reyndar velferð
okkar allra. Þið Árni hafið veitt
okkur, afkomendum ykkar og
tengdasonum, ómetanlegan
styrk og stuðning í gegnum tíð-
ina og stappað í okkur stálinu
þegar blásið hefur á móti og
hvatt okkur til að takast á við
krefjandi verkefni þegar tæki-
færi til þess hafa gefist. Fyrir
það vil ég þakka. Já, það er
margs að minnast, minningarn-
ar hrannast upp. En upp úr
stendur minningin um góðan og
einlægan vin sem aldrei var
langt undan. Ég bið góðan Guð
að blessa þig og varðveita, Sól-
veig mín. Þinn tengdasonur,
Eiríkur Hans.
Amma Sólveig fékk lang-
þráða hvíld þann 16. mars síð-
astliðinn. Þó svo það sé alltaf
sárt að missa nákominn var það
líka léttir að amma fengi að
fara. Hún hafði skilað sínu í
þessu jarðlífi, búin að pakka í
töskuna og orðin frekar óþol-
inmóð að bíða þess að verða
sótt.
Amma var alla tíð stór hluti
af mínu lífi. Allt frá fæðingu og
fram á fullorðinsár átti ég hjá
henni og afa Árna mitt annað
heimili og kallaði hana „ömmu-
mömmu“. Hún var án efa einn
af stærstu mótunaraðilum í lífi
mínu.
Öll erum við sérstök, hvert á
sinn hátt, en ekki komast allir í
þann hóp að vera einstakir.
Amma var klárlega einstök.
Hún var í senn atorkukona,
frumkvöðull og bóhem.
Þannig eru mér hugtökin
amma og atorka samofin.
Amma var ötul að mála, ferðast,
grúska í bókum, taka ljósmynd-
ir, flytja heimilið og/eða
geymsluna, halda myndlistar-
sýningar, eða ráðskast með eitt-
hvað sem hún taldi að mætti
betur fara. Þegar starfsþrekið
dvínaði fór ömmu að leiðast.
Amma var frumkvöðull á
mörgum sviðum og þá gjarnan í
því sem kom öðrum vel, t.d. í
málefnum fatlaðra, svæðameð-
ferða og ljósgjafa. Í þessum
hugðarefnum og mörgum öðr-
um var amma ekki bara frum-
kvöðull, hún var líka mjög fórn-
fús, bæði á tíma og fé.
En í grunninn var amma allt-
af bóhem. Hún var listamaður,
náttúrubarn og stundaði skrítn-
ar leikfimisæfingar fram á síð-
asta dag. Hún skapaði ævin-
týraheima í listaverkum sínum,
ævintýri sem stundum runnu
saman við raunveruleikann.
Trúin og andleg málefni voru
ömmu hugleikin allt frá
bernsku þegar hún fór í messu
hjá sr. Stefáni afa sínum á Völl-
um í Svarfaðardal. Það átti
stóran þátt í að móta lífsgildi
hennar. Amma sagði gjarnan:
„Í lífinu veit ég þrennt fyrir
víst. Við fæðumst, við deyjum
og Guð er til.“ Þannig var dauð-
inn ömmu eins eðlilegur og fæð-
ingin eða tilvist Guðs.
Það eru forréttindi að hafa
verið samferða þessari merki-
legu konu og minningarnar dýr-
mætar.
Árni Birgisson.
Það var sennilega um jólin
1975. Íslenska sjónvarpið var
ekki nema rúmlega 10 ára og
hafði alla tíð sýnt okkur heim-
inn í svarthvítu, en nú var farið
að senda ákveðna dagskrárliði
út í lit. Enn voru þó fæst heim-
ili með litasjónvörp og grá-
móska hversdagsins yfir dag-
skránni. Það var því nokkur
spenna sem fylgdi heimsókn til
Dollýjar föðursystur minnar og
Árna manns hennar um hátíð-
irnar. Þau hjónin höfðu nefni-
lega fest kaup á glænýju lita-
sjónvarpi og fram undan lit-
skrúðug jóladagskrá
ríkissjónvarpsins. Hvað var á
dagskránni þetta kvöld er horf-
ið í gleymsku en litirnir á skján-
um lifa enn í minninu. Þegar ég
leitast nú við að kalla fram
minningar um Dollý að henni
genginni þykir mér þessi minn-
ing um litasjónvarpið lýsa henni
nokkuð vel, hún hafði alla tíð
einstakt lag á að ljá tilverunni
lit.
Í æsku voru þau fullorðnu í
lífi manns þeir stóru og sterku
máttarstólpar sem tilveran
hvíldi á, undir þeirra hlífiskildi
lifðum við hin yngri okkar oftar
en ekki áhyggjulausu lífi. Nú
þegar æ fleiri af þessari kyn-
slóð hverfa er skilið eftir tóma-
rúm sem við getum aðeins fyllt
minningum, stórum sem
smáum.
Það var aldrei nein lognmolla
í kringum Dollý og glaðværð og
hjartahlýja koma í hugann nú,
er litið er um öxl á kveðjustund.
Á æskuárunum var heimsókn til
þeirra Árna í Karfavoginn
blandin ævintýraljóma þar sem
óvænt uppátæki og litríkir gest-
ir gátu skotið upp kollinum.
Dollý lét aðra ekki segja sér
hvernig átti að gera hlutina,
oftar en ekki fékk hjartað að
ráða för óháð skoðunum ann-
arra. Það má ef til vill segja að
hún hafi verið borgaralegur bó-
hem, flökkukind með ævin-
týraþrá og listrænan streng.
Hún fór sínar eigin leiðir í
myndlist sinni sem öðru, var
frumkvöðull í að nýta sér reka-
við til listsköpunar og hélt
áfram að mála svo lengi sem
hún gat haldið á pensli. En
Dollý fékk sannarlega einnig í
fangið sinn skammt af mótlæti í
lífinu. Ýmis áföll og veikindi
mörkuðu sín spor og hafa ef-
laust rist dýpra en margan
grunaði. Líkamlega var hún
ekki mikill bógur síðustu árin,
en það vakti ítrekað furðu af
hve miklum krafti hún reis upp
eftir hvert áfallið á fætur öðru.
Þessi litli skrokkur virtist á
tímum hreint ódrepandi.
En dropinn holar steininn og
þar kom þó að þrekið þvarr,
lífsneistinn dofnaði og loks fékk
gamla konan þá hvíld sem hún
þráði. Þegar ég lít yfir þann
fjölda minninga sem ég á um
Dollý frænku gegnum árin fyll-
ist hjarta mitt fyrst og fremst
þakklæti fyrir alla þá elsku og
umhyggju sem hún alla tíð
sýndi mér og minni fjölskyldu
og einnig gleði yfir að hafa
fengið að njóta hinna ýmsu lit-
brigða lífsins með henni.
Hvíl í friði, kæra frænka.
Pétur Eggerz.
Sólveig Eggerz
Pétursdóttir