Morgunblaðið - 01.04.2016, Side 26

Morgunblaðið - 01.04.2016, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016 Helga Hermannsdóttir Siglfirðingur er fertug í dag. Hún er for-stöðumaður Dagvistar aldraðra í bænum og er einnig for-stöðumaður Skálahlíðar, leiguíbúða fyrir aldraða. „Ég byrjaði í þessu starfi fyrir 17 árum upp á dag. 28 íbúðir eru í Skálahlíð og stór hópur tekur þátt í félagsstarfi okkar í dagvistuninni alla daga vikunnar. Við bjóðum upp á morgunmat, hádegismat og kaffi og fólk getur farið í boccia, spilað bridge, félagsvist, bingó, vatnsleikfimi og fleira.“ Helga er fædd og uppalin á Siglufirði og hefur búið þar alla tíð, en foreldrar hennar eru Hermann Jónasson og Ingibjörg Halldórsdóttir og bróðir hennar er Halldór Hermannsson. Áhugamál Helgu eru fjölskyldan, blak, hreyfing og ferðalög. „Blakfélagið okkar heitir Súlur og við urðum Íslandsmeistarar í 3. deild núna í mars og keppum í 2. deild á næsta vetri. Ég er búin að vera í blakinu í 11 ár og næsta stóra mót er Öldungur sem verður 5. maí.“ Helga er stödd á Tenerife í tilefni dagsins ásamt eiginmanni og vinahjónum. „Þetta er fimmta ferðin mín til Tenerife og hér er frábært að vera.“ Eiginmaður Helgu er Jón Salmannsson, umboðsmaður Sjóvár og Símans, en hann rekur einnig fyrirtækið Símverk. Börn þeirra eru Hermann Ingi, f. 1995 og Rut, f. 2001. Fjölskyldan Helga og Jón ásamt börnum sínum og tengdadótturinni, Ólöf Þóru Tómasdóttur, við fermingu Rutar síðasta vor. Afmæli í sólinni Helga Hermannsdóttir er fertug í dag R eynir fæddist á Vopna- firði 1.4. 1956, sem þá bar upp á páskadag en það gerist næst 2018: „Fyrstu þrjú æviárin mín áttum við heima á Vopnafirði en fluttum þá til Hafnar í Hornafirði þar sem farið hefur vel um mig enda hef ég búið þar síðan.“ Reynir var í barnaskóla á Höfn, lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskól- anum í Reykholti í Borgarfirði 1973, útskrifaðist með próf frá Vélskóla Ís- lands 1976 og fiskimannapróf 1987. Hann hefur auk þess lokið fjölmörg- um námskeiðum tengdum rekstri skipa og hótela. Reynir var nokkur sumur í sveit fram á unglingsár en um vorið 1972, er hann var 16 ára, réð hann sig á fiskiskipið Berg frá Höfn. Hann var sjómaður á fiskiskipum frá Höfn á Reynir Arnarson, vélstjóri á Höfn – 60 ára Reynir heima í hlaði Hún er ekki amaleg, fjallasýnin frá útidyrum Reynis. Auðvitað kalla fjöllin á hann alla tíð. Í leit að örnefnum, sögu, víðáttu og veiði Gengið í Goðdal Erla Jóhannsdóttir, tengdamóðir Reynis, Svandís, Hafdís Erla mágkona, Bogi Ragnarsson tengdafaðir, Reynir og Bríet svilkona. Reykjavík Bára Rós Helga- dóttir fæddist 4. mars 2015 kl. 21.21. Hún vó 3.185 g og var 51 cm löng. For- eldrar hennar eru Margrét Fídes Hauksdóttir og Helgi Michael Guðmundsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.Árin segja sitt1979-2016 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is )553 1620 Verið velkominn Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.