Morgunblaðið - 01.04.2016, Page 27

Morgunblaðið - 01.04.2016, Page 27
árunum 1972-2002, lengst af vélstjóri á Þinganesi SF-25, en rak auk þess eigin útgerð á árunum 1994-2002. Reynir hefur einnig unnið við pípulagnir, raflagnir og húsasmíðar. Hann var kosinn í bæjarstjórn sveitarfélagsins Hornafjarðar árið 2002 og var bæjarfulltrúi 2002-2014. Á árunum 2006-2014 var hann for- seti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs og sat auk þess í hafn- arstjórn Hornafjarðarhafnar frá 1988 og var formaður hennar 2006- 2014. Árið 2004 keyptu Reynir og eigin- kona hans Gistiheimilið Ásgarð á Höfn, sem áður hafði verið verbúð. Þar starfræktu þau 36 herbergja gistihús til ársins 2014. Undanfarið hefur Reynir starfað við að aka ferðamönnum í skoðunar- ferðir um íshella, jökla og jökullón. Reynir hefur alla tíð haft áhuga á landinu og sögu þess í víðum skiln- ingi, og þá ekki síst óbyggðum: „Landslagið, náttúran, örnefni, gamlar tóftir, veiðilegar ár og vötn og sögur og sagnir sem tengjast til- teknum stöðum hafa alltaf heillað mig. Mér finnst fátt meira spennandi en að liggja yfir landakortum, reyna að átta mig á landslagi, leggja síðan af stað og kynnast þeim staðháttum sem ég hef verið að skoða á kortinu. Ef sögur, sagnir, gamlar mann- vistarleifar og svolítil veiði fylgja í kaupbæti er ferðin fullkomin. Þessari áráttu minni fylgir svo auðvitað áhugi á gömlum ferða- og útilegumannasögum, þjóðfræði og jafnvel ættfræði. Við hjónin höfum ferðast um landið um langt árabil, ekki síst óbyggðirnar, því Ísland býður upp á magnaða víðáttu og óteljandi staði sem mér finnst ég verða að upplifa.“ Fjölskylda Eiginkona Reynis er Svandís Guðný Bogadóttir, f. 3.8. 1954. For- eldrar hennar eru Bogi Ragnarsson, f. 22.12. 1933, pípulagningameistari frá Djúpavogi, og Erla Jóhanns- dóttir, f. 29.1. 1937, húsfreyja frá Goðdal í Bjarnarfirði. Þau eru búsett á Egilsstöðum. Börn Reynis og Svandísar eru Hafþór Bogi, f. 25.6. 1976, húsasmið- ur á Hornafirði, en synir hans og Ingibjargar Lilju Pálmadóttur safn- varðar eru Sigurður Pálmi, f. 2008, og Hlynur Darri, f. 2012; Gunnar Örn, f. 30.1. 1979, framkvæmdastjóri á Hornafirði, en kona hans er Ólöf Ósk Garðarsdóttir leikskólakennari og eru börn þeirra Reynir Snær, f. 2006, Íris Ösp, f. 2009, og Garðar Logi, f. 2013; Birgir Fannar, f. 9.5. 1985, rekstrarstjóri á Hornafirði, en kona hans er Elva Björk Olgeirs- dóttir tanntæknir og eru dætur þeirra Sunna Dís, f. 2010, og Sara Mekkín, f. 2014. Systkini Reynis eru Ingólfur, f. 6.10. 1944, fyrrv. umdæmisstjóri Flugmálastjórnar á Austurlandi, bú- settur á Egilsstöðum; Ásgerður, f. 9.9. 1946, húsfreyja á Hornafirði; Eyjólfur Örn, f. 17.2. 1949, kirkju- vörður á Hornafirði; Elín, f. 26.8. 1958, húsfreyja í Reykjavík. Foreldrar Reynis voru Örn Ing- ólfsson, f. 1.2. 1919, d. 18.4. 1982, verslunarmaður á Hornafirði, og Gróa Eyjólfsdóttir, f. 22.9. 1922, d. 31.5. 2006, verslunarmaður á Horna- firði. Reynir býður gestum og gangandi í léttar veitingar á heimili sínu í dag frá kl. 15-17. Úr frændgarði Reynis Arnarsonar Reynir Arnarson Sesselja Pétursdóttir húsfr. í Fagraneskoti Eyjólfur Guðmundsson b. í Fagraneskoti í Reykjadal Ingólfur Eyjólfsson b. á Skjaldþingsstöðum Elín Salína Sigfúsdóttir húsfr. á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði Örn Ingólfsson verslunarm. á Höfn Guðrún Hansdóttir húsfr. á Einarsstöðum Sigfús Jónsson b. á Einarsstöðum í Vopnafirði Páll Eyjólfsson Jóhannes Eyjólfsson b. í Fagradal á Fjöllum Guðrún Ingólfsdóttir Arnþór Ingólfsson fyrrv. yfirlögreglu- þjónn í Rvík Halldór Ásgrímson forsætisráðherra Ingólfur Ásgrímsson skipstj. á Höfn Katrín Ásgrímsdóttir fyrrv. forseti bæjar- stjórnar í Austur- héraði og vþm. Eyjólfur Pálsson í Epal Gunnar Jóhannesson pr. á Skarði Jóhannes Gunnarsson fyrrv. framkvæmdastj. Ríkisspítalanna Helga Björnsdóttir húsfr. á Melum Páll Ferdinand Sigfússon b. á Melum í Fljótsdal Ásgerður Pálsdóttir húsfr. á Melum Eyjólfur Þorsteinsson b. á Melum í Fljótsdal Gróa Eyjólfsdóttir verslunarm. á Höfn Gróa Eyjólfsdóttir húsfr. í Fjallsseli Þorsteinn Einarsson b. í Fjallsseli í Fellum Reynir og lúðan Þessa veiddi Reyn- ir um miðjan tíunda áratuginn. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016 Ásgeir fæddist á Grenjum íMýrasýslu 1.4. 1899. For-eldrar hans voru Bjarnþór Bjarnason, bóndi á Grenjum, og k.h., Sesselja Soffía Níelsdóttir húsfreyja. Bjarnþór var sonur Bjarna Bene- diktssonar frá Knarrarnesi og Þór- dísar Jónsdóttur, en Sesselja Soffía var dóttir Níelsar Eyjólfssonar og Sigríðar, dóttur Sveins Níessonar prófasts á Staðastað og Guðnýjar Jónsdóttur, skáldkonu frá Klömbr- um. Systir Sigríðar var Elísabet, móðir Sveins Björnssonar forseta. Bróðir Sesselju Soffíu var Haraldur Níelsson prófessor. Ásgeir kvæntist 1950 Ingeborg Lorensson frá Eistlandi. Þau voru barnlaus og slitu samvistir. Ásgeir flutti til Reykjavíkur um tvítugt og lærði þar m.a. hjá Ríkarði Jónssyni, fór til Kaupmannahafnar og borga í Mið-, Vestur- og Suður- Evrópu og stundaði þar nám í mál- ara- og höggmyndalist. Hann kom heim árið 1932, settist að í Reykjavík og varð afkastamikill og vinsæll portrettmálari. Auk þess málaði hann landslagsmyndir af íslenskri náttúru og kyrralífsmyndir. Ásgeir var fráhverfur abstrakt- myndum, var af ýmsum talinn gamal- dags og fékk oft óvægna dóma gagn- rýnenda, enda naut hann hvorki styrkja né listamannalauna. Í þokka- bót horfði hann ekki í veraldlegan auð og seldi myndir sínar yfirleitt á lægra verði en vinsældir hans gáfu tilefni til og gaf oft verk sín, vinum og velunnurum. Ásgeir var í hópi þeirra málara sem stofnuðu Myndlistarfélagið árið 1961. Í þeim hópi voru gjarnan lista- menn sem nutu mun meiri hylli með- al almennings en gagnrýnenda. Um Ásgeir segir Sturla Friðriks- son m.a. í aldarminningu: „Ásgeir var hispurslaus í fasi, sneyddur allri til- gerð og sýnimennsku, gat hann verið harður í dómum sínum, en annað veifið lék hann á þýða strengi og naut sín við að svelgja í sig fegurð og un- aðssemdir umhverfisins eða ausa úr nægtabrunni fróðleiks …“ Ásgeir lést 16.12. 1987. Merkir Íslendingar Ásgeir Bjarnþórsson 90 ára Áslaug Einarsdóttir Guðni B. Guðnason Margrét Ólafsdóttir 85 ára Inga Helgadóttir Snjólaug Þorsteinsdóttir 80 ára Aðalbjörg Guðmundsdóttir Eggert Karlsson Jóhanna Jakobsdóttir Margrét J. Heinreksdóttir María Ólöf Magnúsdóttir Pétur Hoffmann Karlsson 75 ára Einar Júlíusson 70 ára Anna Þórðardóttir Guðbjörg Þórðardóttir Guðmundur I. Benediktsson Halldóra Steindórsdóttir Hannes Bjarnason Jónasína Halldórsdóttir Ólafur Brynjar Sigurðsson Sigurhans Wium Hansson Sævar Erlendsson 60 ára Anna Björg Davíðsdóttir Ásta Kristín Skúladóttir Guðmundur Víðir Helgason Guðrún S. Jakobsdóttir Hafsteinn Eyjólfsson Hanna Lipinska Haraldur Jónasson Helena S. Jóhannesdóttir Hrefna Lilja Valsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Jóhannes Skarphéðinsson Lilja Magnúsdóttir Reynir Arnarson Sigurjón Eiríksson Valdemar S. Guðjónsson 50 ára Aðalheiður Alfreðsdóttir Alfreð Alfreðsson Arnar Hannes Halldórsson Björn Sigurðsson Einar Sigurbjörn Sveinsson Iris Rán Þorleifsdóttir Jeff Clemmensen Ragnheiður Þ. Kolbeins Sigtryggur J. Pétursson 40 ára Ása Lind Þorgeirsdóttir Áslaug Vignisdóttir Björn Reynir Gunnarsson Halldór Freyr Halldórsson Helga Hermannsdóttir Hólmfríður Karlsdóttir Ioulia Valerievna Stepanova Jóhannes Skarphéðinsson Kári Jóhannsson Kristján Ingi Jóhannsson Marcia E. Castillo González Ólafur Hallur Halldórsson Róbert Pálsson Vignir Steindórsson 30 ára Arnþór Sverrir Sigurðarson Audrius Kurmis Auður Hafþórsdóttir Aurimas Kalinskas Bjarki Páll Eysteinsson Gunnar Ágústsson Gunnar S. Baldursson Hreinn Viðar Gunnlaugsson Kaspars Ostrovskis Marta Urszula Olowiecka Máni Guðvarðarson Mihaela Sgubea Rebekka Ásgeirsdóttir Sólrún Ósk Jónínudóttir Stefán Örn Einarsson Sveinn Rúnar Einarsson Thelma Rós Ólafsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sveinn ólst upp í Noregi og Kópavogi, býr í Kópavogi og er vöru- merkjastjóri hjá Red Bull. Systkini: Hjörtur Einars- son, f. 1979, þýðandi í Gautaborg, og Védís Ein- arsdóttir, f. 1983, nemi í Noregi. Foreldrar: Guðbjörg Sveinsdóttir, f. 1954, hjúkrunarfræðingur, og Einar Ólafsson, f. 1949, rithöfundur. Þau eru bú- sett í Kópavogi. Sveinn Rúnar Einarsson 30 ára Sólrún ólst upp á Ísafirði, býr þar og er um- boðsmaður Morgunblaðs- ins á Ísafirði. Maki: Ástþór Eyjólfsson, f. 1986, sjómaður. Börn: Þórður Andri, f. 2005; Aþena Jökulrós, f. 2010, og Kristín Diljá, f. 2013. Foreldrar: Jónína Eyja Þórðardóttir, f. 1968, verslunarmaður, og Guð- bjartur Ólafsson, f. 1963, bílstjóri. Sólrún Ósk Jónínudóttir 30 ára Rebekka ólst upp á Húsavík, býr þar, er að ljúka BS-prófi í hjúkrunar- fræði við HA og starfar við Sjúkrahúsið á Húsa- vík. Maki: Hólmgeir Rúnar Hreinsson, f. 1979, húsa- smiður. Dóttir: Rakel, f. 2006. Foreldrar: Margrét Þór- hallsdóttir, f. 1964, sjúkra- liði, og Ásgeir Krist- jánsson, f. 1958, sjómaður. Rebekka Ásgeirsdóttir Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.