Morgunblaðið - 01.04.2016, Qupperneq 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Gombri nefnist 208 bls. myndasaga
eftir Elínu Eddu, tvítugan nemanda
í grafískri hönnun við Listaháskóla
Íslands, sem gef-
in verður út í dag
um leið og sýn-
ing á völdum
römmum úr sög-
unni verður opn-
uð í sýning-
arrýminu
Ekkisens að
Bergstaðastræti
25b. Elín Edda
hefur áður gefið
út grafíska skáldsögu, Plöntuna á
ganginum, sem kom út fyrir tveim-
ur árum og vann hún hana í sam-
starfi við systur sína, Elísabetu
Rún, þegar hún var menntaskóla.
Það er ekki hlaupið að því að
teikna 208 blaðsíðna myndasögu og
segir Elín Edda að mikill tími hafi
farið í verkið. „Þetta var eins og að
vinna með skóla,“ segir hún. Elín
Edda vinnur með vatnslit og blek
og segist nota sömu aðferð og í
Plöntunni á ganginum.
Verur og skrímsli
En hver er þessi Gombri? „Hann
er myndasögupersóna. Ég byrjaði
að teikna hann 2013, þá var ég á
tímabili að teikna mikið verur og
skrímsli og hann varð til á þeim
tíma. Svo hélt ég bara áfram að
teikna þessa persónu sem fékk ekki
nafnið Gombri fyrr en seinna, þeg-
ar ég gerði söguna um hann. Mig
langaði að gera myndasögu með
persónum sem ég var að hanna á
þessum tíma,“ svarar Elín Edda.
–Það er kannski erfitt að segja
frá því um hvað bókin er. Þetta er
e.k. táknsaga, eða hvað?
„Það er örugglega hægt að lesa
hana sem táknsögu en ég hugsaði
hana ekki þannig. Mig langaði að
gera eitthvað tengt náttúrunni og
náttúruvernd og einhvern veginn
fannst mér þetta líka vera um lygar
og sannleik og hvernig maður
ákveður að eitthvað sé satt eða
ekki. Það er eitthvað sem ég var að
hugsa um á þeim tíma þegar ég
skrifaði handritið. Mér finnst þetta
líka vera frekar afslöppuð saga,
það er ekki mikið drama í henni.“
Ofsóttur aðgerðasinni
Í bókinni er Gombri orðinn leiður
á einveru og drunga sem umlykur
heimili hans og rær hann að eyju
þar sem hann hittir aðra furðuveru
sem segist heita Nanna. Þau halda
til ónefndrar borgar og þar kemur í
ljós að Nanna er eftirlýst. „Hún átti
að vera fyrrverandi aktívisti, á sér
greinilega einhverja fortíð og er
þess vegna eftirlýst,“ segir Elín
Edda kímin. Best að segja ekki
meir svo lesendur verði ekki sviptir
ánægjunni af hinu óvænta.
Sýningin í Ekkisens verður opn-
uð kl. 20 í kvöld og segist Elín Edda
ætla að sýna um 40 myndir úr sög-
unni. Þá ætli hún einnig að sýna ný
verk í tengslum við söguna. „Blað-
síðurnar úr bókinni eru hver eins
og eitt verk og verða til sölu á
10.000 krónur hver og bókin verður
til sölu á 6.000 krónur,“ segir hún.
Tónlistarkonan Kaðlín mun
skemmta gestum við sýning-
aropnun, flytja ný verk eftir sig og
verður sýningin opin um helgina
frá kl. 14 til 20.
Einmana Gombri í einum ramma myndasögu Elínar Eddu.
Náttúruvernd,
sannleikur og lygi
Útgáfu myndasögu Elínar Eddu,
Gombri, fagnað í Ekkisens í dag
Elín Edda
London Has Fallen 16
Mike Banning þarf að bjarga
málunum, með hjálp frá fé-
laga í MI6 leyniþjónustunni
þegar Bandaríkjaforseti
verður fyrir árás við útför
forsætisráðherra Bretlands.
Metacritic 33/100
IMDb 6,5/10
Sambíóin Álfabakka 22.40
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.20
10 Cloverfield Lane
Ung kona rankar við sér eftir
bílslys í kjallara hjá manni
sem segist hafa bjargað lífi
hennar úr eiturefnaárás sem
hefur gert jörðina óbyggi-
lega.
Metacritic 76/100
IMDb 7,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00, 22.20, 22.40
Sambíóin Egilshöll 18.00,
20.00, 22.00
Sambíóin Kringlunni 17.40,
20.00, 22.30
Sb. Akureyri 20.00, 23.10
Sb. Keflavík 20.00, 23.10
Maður sem heitir
Ove Ove er geðstirði maðurinn í
hverfinu. Honum var steypt
af stóli sem formaður götu-
félagsins en stjórnar áfram
með harðri hendi.
IMDb 7,6/10
Smárabíó 13.00, 15.20,
17.45, 20.00, 22.10
Háskólabíó 15.00, 17.30,
20.00, 22.15
Reykjavík Samband og plön Hrings og
Elsu fara úr skorðum þegar
Elsa vill endurskoða allt.
Morgunblaðið bbbbn
Háskólabíó 17.30, 20.15
Bíó Paradís 18.00
My Big Fat Greek
Wedding 2 Hjónabandið hjá Toulu og Ian
hefur aðeins dalað í gegnum
árin og hafa málin lítið batn-
að við vandræðin sem dóttir
þeirra hefur komið sér í.
IMDb 5,3/10
Laugarásbíó 16.50, 22.10
Smárabíó 12.00, 12.00
Háskólabíó 20.00, 22.20
Borgarbíó Akureyri 20.00
Deadpool 16
Metacritic 64/100
IMDb 8,9/10
Smárabíó 23.10
Zootropolis Bragðarefurinn Nick og
löggukanínan Judy þurfa að
snúa bökum saman þegar
þau flækjast inn í samsæri.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 76/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 15.00,
15.20, 15.40, 16.20, 18.00,
20.20
Sambíóin Egilshöll 17.40
Sambíóin Kringlunni 17.40
Sambíóin Akureyri 17.40
Sambíóin Keflavík 17.40
Gods of Egypt 12
Set, hinn miskunnarlausi
konungur myrkursins, hefur
hrifsað til sín krúnuna í
Egyptalandi.
Metacritic 23/100
IMDb 5,7/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
The Revenant 16
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 76/100
IMDb 7,1/10
Háskólabíó 20.30
Room 12
Jack er fastur ásamt móður
sinni í gluggalausu rými sem
er einungis 3x3 metrar.
Metacritic 86/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Kringlunni 20.00
The Brothers
Grimsby 16
Nobby hefur allt sem maður
frá Grimsby gæti óskað sér.
Metacritic 46/100
IMDb 6,8/10
Smárabíó 20.10, 22.10
Borgarbíó Akureyri 22.00
Spotlight Metacritic 93/100
IMDb 8,3/10
Háskólabíó 17.30
Agnus Dei
Bíó Paradís 18.00
Black Mud
Bíó Paradís 20.15
Star
Bíó Paradís 22.15
Anomalisa 12
Brúðumynd um rithöfund í
tilvistarkreppu sem reynir
allt til að bæta líf sitt.
Bíó Paradís 22.00
The Witch
Svartigaldur og trúarofstæki
í eitraðri blöndu.
Bíó Paradís 18.00
The Look of Silence
Sjóntækjafræðingurinn Adi
ákveður að gera upp for-
tíðina við málaliðana sem
myrtu bróður hans í hreins-
ununum.
Metacritic 92/100
IMDb 8,3/10
Bíó Paradís 22.00
Hrútar 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 83/100
IMDB 8,2/10
Bíó Paradís 20.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali er að finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna.
Þegar löngu týndur faðir Po
birtist skyndilega fara þeir
feðgar saman til leynilegrar
pönduparadísar til að hitta
skemmtilegar pöndur.
Metacritic 66/100
IMDb 7,5/11
Laugarásbíó 15.50
Sambíóin Egilshöll 17.40
Sambíóin Keflavík 17.50
Smárabíó 15.30, 15.30,
17.45
Háskólabíó 17.30
Borgarbíó Akureyri 18.00
Kung Fu Panda 3 Kvikmyndir
bíóhúsanna
Batman og Superman berjast á meðan
heimsbyggðin tekst á um það hvers kon-
ar hetju hún þarf raunverulega á að
halda.
Morgunblaðið bbnnn
IMDb 9,4/10
Laugarásbíó 18.00, 21.00
Sambíóin Álfabakka 15.50, 15.50, 17.20, 19.00, 19.00,
20.30, 22.10, 22.10
Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 17.50, 21.00, 22.20
Sambíóin Akureyri 16.50, 20.00, 22.20
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20
Smárabíó 15.45, 16.15, 19.00, 20.00, 22.10, 22.15
Batman v Superman:
Dawn of Justice 12
Húbert er hlédrægur
auglýsingateiknari og
ekki sérlega laginn við
hitt kynið.
Morgunblaðið
bbbnn
Smárabíó 17.45, 20.00
Háskólabíó 22.25
Fyrir framan annað fólk 12
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams í öllum stærðum
og útfærslum