Morgunblaðið - 01.04.2016, Page 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016
Þeir sem grétu og gnístutönnum þegar tilkynnt varað Ben Affleck kæmi tilmeð að sveipa sig skikkju
og kufli Leðurblökumannsins í nýj-
ustu kvikmyndaútgáfu Warner-
bræðra af ofurhetjunni sívinsælu
geta hætt að örvænta: Affleck er
fjarri því það versta við Leðurblöku-
manninn gegn Ofurmanninum: Dög-
un réttlætisins sem var frumsýnd í
síðustu viku. Að því sögðu geta þeir
aftur byrjað að örvænta því nánast
allt annað við myndina eru svo geig-
vænleg vonbrigði að erfitt er að
skilja hvernig aðstandendum hennar
tókst að spila svo illa úr því sem var
á pappírunum spennandi efniviður.
Áhugi ofurhetjunjarða um allan
heim á myndinni var mikill fyrir
fram, ekki síst eftir að svo virtist
sem hún yrði að einhverju leyti
byggð á frægri myndasögu Franks
Miller, Dökki riddarinn snýr aftur,
frá 1986. Það skal hins vegar strax
tekið fram að Dögun réttlætisins á
svo gott sem ekkert sameiginlegt
með verki Miller þar sem skýr hug-
myndafræðilegur ágreiningur gerði
átök á milli Leðurblökumannsins og
Ofurmannsins bæði óhjákvæmileg
og heimspekilega forvitnileg. Í kvik-
myndinni hefur glíma ofurhetjanna
svipaða vigt og áflog skólapilta í frí-
mínútum og tilgang í samræmi við
það.
Myndin á sér stað 18 mánuðum
eftir atburði Stálmannsins (2013)
sem fjallaði um fyrstu ævintýri Of-
urmannsins (Henry Cavill). Í Dögun
réttlætisins er Leðurblökumaðurinn
blindaður af reiði í garð Ofurmanns-
ins fyrir að hafa flutt stríð geimvera
til jarðar, sem kostaði saklausa jarð-
linga lífið í lokabardaga Stálmanns-
ins. Egndur áfram af illkvittna snill-
ingnum Lex Luthor (Jesse
Eisenberg) undirbýr Leðurblöku-
maðurinn sig undir bardaga upp á líf
á dauða gegn dáðasta syni Krypton
sem sjálfur glímir við aðsteðjandi
ímyndarvanda í augum mannkyns-
ins.
Handritið og leikstjórnin eru fyrst
og fremst það sem gerir Dögun rétt-
lætisins að nær algerlega innan-
tómri froðu sem virðist úr öllum
tengslum við persónurnar sem
myndin fjallar um. Sagan er sund-
urlaus og gjörðir leikenda eru oft
óskiljanlegar, jafnvel á mælikvarða
ofurhetjumynda. Ekki vantar að
reynt sé að gefa sögunni yfirbragð
merkingarþrunginna og heimspeki-
legra vangaveltna um völd og harð-
stjórn sem yfirleitt birtast í hálf-
vitrænum yrðingum Eisenberg sem
Lex Luthor. Nær ekkert er þó á bak
við línurnar sem eiga að gefa sög-
unni dýpt og frammistaða Eisen-
berg í hlutverkinu er átakanlega
ergileg.
Ein helsta stoðin í goðsagnaheim-
inum sem Leðurblökumaðurinn
drottnar yfir er að hann drepur ekki.
Í Dögun réttlætisins skeytir hann
hins vegar engu um líf eða limi
glæpamanna sem hann berst við og í
hádramatískri hildi sinni við Ofur-
manninn er hann fyllilega tilbúinn
að reka hetjuna á hol með spjóti.
Engar skýringar eru gefnar á þess-
um skyndilegu sinnaskiptum dökku
hetjunnar og aldrei kemur fram með
skiljanlegum hætti hvað það er sem
rekur Lex Luthor áfram í að etja of-
urhetjunum saman og tefla lífi jarð-
arbúa í hættu í leiðinni.
Þeir sem hafa engin tilfinninga-
tengsl við sögupersónurnar og geta
litið fram hjá gapandi holum í sögu-
þræðinum gætu engu að síður haft
gaman af hasarnum. Af honum er
nóg og af epískum skala. Rífandi
móttökur sem myndin hefur fengið í
miðasölu benda til þess.
Engu að síður er erfitt að komast
að annarri niðurstöðu en að fram-
leiðendur myndarinnar hafi misst af
gullnu tækifæri. Í dýpri brunni Mill-
er höfðu þeir árekstur tveggja mis-
munandi hugmyndaheima sem Of-
urmaðurinn og Leðurblöku-
maðurinn standa hvor um sig fyrir
sem hefði getað veitt mun áhuga-
verðari mynd innblástur. Svo virðist
sem framleiðendurnir hafi ekki þor-
að að gera þá mynd, þó að þeir leyfi
sér aðeins að gefa nasaþefinn af því
hvernig hún gæti hafa litið út í
furðulegum og endurteknum
draumasenum.
Þess í stað kusu þeir að leyfa þess-
um epísku átökum umdeilanlega ást-
sælustu myndasagnahetja samtím-
ans að falla í skuggann af eltingaleik
sínum við Hefnendur Marvel-
myndasögurisans. Dögun réttlæt-
isins er augljóslega aðeins forleik-
urinn að röð mynda um meðlimi
Réttlætisbandalagsins (e. Justice
League), hliðstæðu DC Comics-
heimsins af Hefnendunum, saman
og hvern í sínu lagi. Bardaginn sem
myndin er kennd við endar sem hálf-
gert aukaatriði í þessum forleik.
Slátrunin sem myndin hefur feng-
ið hjá gagnrýnendnum um allan
heim mun eflaust ekki stöðva þau
áform í bili en með græna glýju í
augunum, sem stafaði ekki af helj-
armenninu Hulk heldur af þeim
sandi dollaraseðla sem keppinaut-
arnir Marvel hafa sópað inn af Hefn-
endunum, hafa Warner og DC skilað
frá sér mynd sem líkist helst sólsetri
Réttlætisbandalagsins áður en sólin
er einu sinni risin upp.
Afleit „Warner og DC hafa skilað frá sér mynd sem líkist helst sólsetri Réttlætisbandalagsins áður en sólin er einu
sinni risin upp,“ segir m.a. um Batman v Superman: Dawn of Justice. Gagnrýnandi finnur henni flest til foráttu.
Sólsetur fyrir dögun
Sambíóin, Smárabíó
og Laugarásbíó
Batman v Superman: Dawn of Justice
bbnnn
Leikstjóri: Zack Snyder. Aðalleikarar:
Amy Adams, Ben Affleck, Henry Cavill
og Jesse Eisenberg. Bandaríkin, 2016.
155 mín.
KJARTAN
KJARTANSSON
KVIKMYNDIR
Leikarinn Ben
Affleck, sá nýj-
asti í hlutverki
Leðurblöku-
mannsins, hefur
lokið við handrit
að kvikmynd um
hetjuna, skv.
vefnum Holly-
wood Reporter.
Affleck á að leika
hetjuna í tveimur
kvikmyndum til viðbótar þeirri sem
gagnrýnd er hér til hliðar og þrem-
ur ef handrit hans verður kvik-
myndað.
Affleck skrifaði
Batman-handrit
Ben Affleck
10 Cloverfield Lane
Sjálfstætt framhald kvikmyndar-
innar Cloverfield. „Þegar Michelle
rankar við sér eftir að hafa misst
meðvitund í bílslysi er hún stödd í
neðanjarðarbyrgi þar sem tveir
menn, Howard og Emmet, segja
henni að það sé ekki lengur óhætt
að fara út vegna banvænnar loft-
mengunar. En eru þeir að segja
satt?“ segir um söguþráð kvik-
myndarinnar í tilkynningu. Leik-
stjóri er Dan Trachtenberg og
með aðalhlutverk fara John Good-
man, Mary Elizabeth Winstead,
John Gallagher Jr. og Bradley
Cooper.
Metacritic: 76/100
Maður sem heitir Ove
Sænsk kvikmynd byggð á sam-
nefndri skáldsögu rithöfundarins
Fredrik Backman. Í henni segir af
59 ára karli, Ove, sem virðist hinn
mesti fýlupoki og reglufastur með
endemum. Hann býr í raðhúsi í út-
hverfi og er lítt gefið um nágranna
sína sem telja hann með endemum
smámunasaman. Þegar ólétt kona
flytur með fjölskyldu sína í húsið á
móti Ove verða breytingar á lífi
hans. Leikstjóri er Hannes Holm
og með aðalhlutverk fara Rolf
Lassgård, Zozan Akgün og Tobias
Almborg. Kritiker.se: 3,4/5
Hátíð og Hitchcock
Í Bíó Paradís fer fram um helgina
kvikmyndahátíðin World Inter-
national Film Festival (sjá bls. 30)
og kvikmyndaklúbburinn Svartir
sunnudagar sýnir á sunndaginn
kvikmynd Alfreds Hitchcock, The
Man Who Knew Too Much, frá
árinu 1956.
Bíófrumsýningar
Banvæn loftmengun
og geðstirður Svíi
Karlfauskur Úr sænsku kvikmynd-
inni Maður sem heitir Ove.
MAÐUR SEM HEITIR OVE 6, 8, 10:10
BATMAN V SUPERMAN 3D 6, 9(POWER)
MY BIG FAT GREEK WEDDING 2 4:50, 10:10
KUNG FU PANDA 3 3:50 ÍSL.TAL
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3:50 ÍSL.TAL
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNING
KL. 21:00