Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016
VETTVANGUR
Áður fyrr lögðu fjölmiðlarmetnað í að fylgjast meðgangi máli á alþingi. Nán-
ast allir höfðu þingfréttaritara við
Austurvöll og fréttir af þing-
störfum áttu sinn fasta sess í að
minnsta kosti prentmiðlum. Veru-
lega hefur dregið úr þessu þótt
fulltrúar tveggja stærstu útvarps-
stöðvanna hafi enn nokkra viðveru
í þinghúsinu. Það er helst að frétt-
ir séu sagðar ef stælarnir eru
nógu miklir í þingsal. Minna fer
fyrir efnislegum fréttum af þing-
málum sem liggja utan þingsalar.
Er þó oft eftir verulegu að slægj-
ast þar fyrir þá sem telja sig hafa
upplýsingaskyldu að gegna við al-
menning. Vissulega kann að vera
erfiðara að koma auga á „fréttir“
sem liggja utan ræðustóls alþingis.
Sæmilegt fréttanef og raunveru-
legur áhugi á þjóðmálum og póli-
tík innan og utan hinna eiginlegu
stjórnmála ætti samt að koma
mönnum fljótt á sporið. Það er
hins vegar sársaukalaust af minni
hálfu að helga þennan vettvang
minn hér af og til því sem ég tel
til tíðinda af störfum okkar þing-
manna, eins og t.d. eftirfarandi.
Hjón bera ábyrgð á skatt-
skuldum hvort annars. Það er
undantekning frá meginreglunni
að hvort hjóna beri ábyrgð á sín-
um skuldum. Í þessu ljósi er sam-
sköttun hjóna komin til. Maður
nýtir ónýttan persónuafslátt maka
og litið er á fjárhag hjóna saman
sem heimilistekjur, t.d. við út-
hlutun bóta. Þegar þriggja þrepa
tekjuskattur var tekinn upp 2010
var hins vegar innleidd sérstök
regla fyrir hjón sem féllu ekki í
sama tekjuskattsþrep. Það hjóna
sem er í efsta þrepi getur bara
nýtt helming af ónýttri nýtingu
hins í miðþrepinu. En þó það.
Fyrr í vor mælti fjármálaráð-
herra fyrir afnámi þessarar heim-
ildar. Um næstu áramót verða
skattþrepin tvö og fyrir efnahags-
og viðskiptanefnd hafa komið fram
ábendingar um að við afnám heim-
ildarinnar skapist verulegt ójafn-
ræði í skattlagningu milli heimila,
allt eftir því hvort hjónin hafi
svipuð laun eða ekki. Munur á
tekjuskattsbyrði tveggja heimila
með sömu heimilistekjur getur
þannig numið 781 þús. krónum.
Það á hreinlega að refsa heimilinu
með eina fyrirvinnu um þessa fjár-
hæð. Hvers vegna?
Lítil málefnaleg rök hafa verið
sett fram til stuðnings þessu
ójafnræði. Rökstuðningur ráðu-
neytisins, um mögulegt kynjamis-
rétti, um meint hlutverk hins op-
inbera við tekjudreifingu og
staðhæfingar þess um að sam-
sköttunarheimildin gagnist bara
hátekjufólki verðskuldar frétta-
umfjöllun. Og víst er að launþeg-
ar, margir umbjóðendur ASÍ,
hefðu af því gagn en ekki gaman
að fá af því fréttir að ASÍ fagnar
mjög afnámi samsköttunarheimild-
arinnar. Hverra erinda gengur
ASÍ?
Hér eru sem sagt ýmsir frétta-
punktar. Það er þó ekki frétt að
ég styð ekki afnám heimildarinn-
ar.
Tíst frá alþingi
’Samsköttun hjóna er meginregla sem helgast afréttindum og skyldum sem hjón bera. Tvö heimilimeð sömu tekjur eiga að bera sömu skatta. Kynjuð fjárlagagerð getur ekki vikið til hliðar grundvallar-
sjónarmiðum við skattlagningu.
Úr ólíkum
áttum
Sigríður Á. Andersen
saa@althingi.is
Morgunblaðið/Ómar
Þórunn Ólafs-
dóttir hefur vakið
mikla athygli fyrir
störf sín í þágu
flóttamanna er-
lendis, meðal ann-
ars á grísku eyjunni Lesbos, en í
vikunni hlaut hún mannréttinda-
verðlaun Reykjavíkurborgar fyrir
störf sín. Þrátt fyrir erfið störf
skortir Þórunni ekki húmorinn og
tístir um allt mögulegt þegar stund
er milli stríða. Í vikunni skrifaði
hún: „Langar í svona fegurð-
ardrottninga-hvað-er í-töskunni-
viðtal. Mynduð aldrei trúa hvað
leynist í þessari tösku! Veit það
reyndar ekki sjálf.“
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir, ritari Sjálf-
stæðisflokksins og
laganemi, velti fyr-
ir sér brosköllum
á Twitter og skrifaði: „Vinkonurnar
leggja mjög mismunandi skilning í
blikkkallinn. Annars vegar hress og
hins vegar passive aggressive. Veld-
ur óþarfa misskilningi.“ Hún bætti
svo við að líklega hefði þetta eitt-
hvað að gera með minningar um
mislukkulegar viðreynslur á MSN í
gamla daga.
Að vonum voru margir Liver-
pool-aðdáendur svekktir eftir að
liðið tapaði fyrir Sevilla í úrslitaleik
Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.
Twitter, sem var upphaflega fyrst
og fremst vettvangur fótbolta-
bullna, sprakk út í tístum um leik-
inn og útvarpsmaðurinn Þor-
steinn Hregg-
viðsson, betur
þekktur sem
Þossi, lét ekki
sitt eftir liggja og
skrifaði: „Að ég
hafi ekki skotið
einu einasta skoti á Liverpool-
fólkið síðasta sólarhring er merki
um að ég sé að þroskast, hef smá
áhyggjur af þessu.“ Honum var sagt
að hysja upp um sig.
Katrín Jakobsdóttir, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, skrifaði á Facebook:
„Ætlaði að hringja á leigubíl en
hringdi óvart í Dómínós. Eitthvað
freudískt í gangi.“
Ómar Ragn-
arsson svaraði
Katrínu og sagði
frá því þegar hann
var einu sinni á
flugi hátt yfir land-
inu og ætlaði að kalla í flugumferð-
arstjórnina í Reykjavík. „Náði ekki
sambandi. Ætlaði þá að fá mér
sopa úr kókflöskunni sem ég hélt á
í hinni hendinni en gat ekki drukk-
ið, af því að það var míkrófónninn
og ég hafði verið að reyna að kalla í
flugstjórn í gegnum kókflöskuna.
Svipað?“
Og tónlist-
armaðurinn Her-
bert Guð-
mundsson var á
andlegum nótum á
Facebook eins og
svo oft áður: „Ef þú ert atorkusam-
ur við öflun gullsins, þá vertu veg-
lyndur og örlátur í ráðstöfun þess.
Aldrei er maðurinn jafn hamingju-
samur eins og þá er hann gefur
hamingjuna öðrum.“
AF NETINU