Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 16
Þ að er til marks um góða frammistöðu Birkis Bjarna- sonar í Sviss að dagblaðið Blick valdi íslenska lands- liðsmanninn þann besta í svissnesku deildinni í apríl. „Það er gaman þegar fólk tekur eftir því að maður er að spila vel,“ segir hann hógvær. „Þetta er líka góður tími til að fá svona viðurkenningu, rétt fyrir EM,“ segir Birkir við Sunnudagsblað Morgunblaðsins, eftir æfingu nýkrýnds meistaraliðs Sviss á fimmtudagsmorgun. Það er öllu rólegra á svæðinu við St. Jakob-leikvanginn í Basel en kvöldið áður, þegar úrslitaleikur Sevilla og Liverpool í Evrópudeildinni fór þar fram. Leikvangurinn tekur tæplega 40.000 áhorfendur í sæti, sem mörgum þótti reyndar fulllítið fyrir úrslitaleik Evrópudeildar- innar, en breytir því ekki að St. Jakob er stærsti völlur í Sviss og fallegt mannvirki. Þetta er reyndar ekki bara íþróttaleikvangur; í byggingunni er verslunarmiðstöð og íbúða- og skrifstofuturn áfastur leikvanginum. Basel margfalt sterkara lið en það ítalska „Ég hef mest spilað á vinstri kantinum hér í vetur, eins og með landsliðinu, en reyndar líka stundum hægra megin. Og þjálf- arinn hefur líka látið mig spila fyrir aftan senterinn; ef einhverjir eru meiddir færir hann mig gjarnan,“ segir Birkir þegar hann fer í stuttu máli yfir stöðu sína hjá liðinu. Fullyrða má að Birkir hafi blómstrað í vetur. Getur hann ekki tekið undir það sjálfur að hann spili nú betur en áður á ferlinum? „Jú, sennilega er þetta það besta sem ég hef gert. Ég hef spil- að mjög vel, bæði í deildinni og í Evrópukeppninni, og skorað mikið af mörkum. Ég er orðinn betri leikmaður eftir að ég kom hingað. Síðasta árið mitt á Ítalíu var ég í Serie B [næstefstu deild]. Hér er ég að spila með betri leikmönnum og við það verð ég betri. Það skiptir mjög miklu máli.“ Ekki er víst að allir hafi litið á það sem skref upp á við að fara frá Ítalíu til Sviss en málið er ekki svo einfalt. „Þetta lið er margfalt sterkara en það sem ég var í áður. Basel er risaklúbbur sem ég er sannfærður um að gæti gert frábæra hluti í deild eins og Serie A [efstu deildinni á Ítalíu]. Basel hefur verið í Meistaradeildinni sjö ár í röð og fer beint í riðlakeppnina næst. Félagið hefur meðal annars slegið bæði Liverpool og Man- chester United út úr Evrópukeppninni á síðustu árum, sem segir mikið um styrkleikann. Svissneska deildin er vissulega ekki eins sterk og sú ítalska en það er kostur við að vera hér að liðið er í Evrópukeppninni.“ Birkir segir Basel ekki leika ósvipað og tíðkast á Ítalíu. Mikil áhersla sé lögð á leikskipulag, eins og hann er reyndar vanur með landsliðinu. „Leikurinn er mjög taktískur á Ítalíu eins og allir vita, og það er sama sagan hér. Hjá Basel er lögð áhersla á að spila flottan og góðan fótbolta.“ Basel er langbesta liðið í Sviss. „Já, við unnum deildina fyrir fjórum leikjum og enn eru tveir eftir í deildinni. Ekkert lið er með eins mikla breidd í deildinni og við. Eftir Evrópuleiki í vetur gerði þjálfarinn stundum 6, 7 eða jafnvel 8 breytingar á liðinu en samt unnum við oftast fyrsta deildarleik eftir Evrópuleik, hér er hópurinn allur svo góður. Það breytir öllu,“ segir Birkir. Þegar talið berst að upphafinu segir hann hlæjandi: „Ég man ekkert eftir fyrstu árunum, það er allt of langt síðan!“ Til upp- rifjunar skal geta þess að hann sleit fyrstu fótboltaskónum í Vestmannaeyjum sumarið 1993, þegar faðir hans lék með ÍBV. Bjarni Sveinbjörnsson var úrvals framherji og mikill marka- Óbilandi trú og samstaða Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, hefur staðið sig afar vel fyrsta veturinn með liði FC Basel í Sviss. Hann var keyptur frá Pescara á Ítalíu í sumar og hefur verið lykilmaður í sterku liði síðan. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Maður og bolti! Birkir á æfingu með félagsliði sínu í Basel í Sviss á fimmtudagsmorgni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.