Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016 HANDBOLTI RAFMAGNAÐ ANDRÚMSLOFT Í SCHENKER-HÖLLINNI Djammað fram í dagrenningu Haukar urðu Íslandsmeistarar í handbolta karla á fimmtudags- kvöldið eftir hnífjafna og æsispennandi úrslitaviðureign gegn Aftureldingu. Stuðningsmenn beggja liða fjölmenntu í Schenker-höllina á Ásvöllum enda fara viðureignir sem þessar ekki síður fram á pöllunum en inni á vellinum sjálfum. Raf- mögnuð stemning var allt frá upphafi til enda en eins og gefur að skilja var bjartara yfir áhangendum Haukanna í leikslok. Ljósmyndir: Styrmir Kári Erwinsson styrmirkari@mbl.is Ekki fer milli mála hvaða lið þessir ágætu áhorfendur styðja. Handbolti er mikil stemningsíþrótt og gott stuðningslið er gulls ígildi. Stuðningslið Haukanna kallast að sjálfsögðu „Haukar í horni“. Ýmsum var heitt í hamsi og undir þeim kringumstæðum er bara eitt í stöðunni, að rífa sig á kassann. Af sólgleraugunum að dæma eru menn bjartsýnir á framhaldið. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að sækja handboltaleiki. Af svipnum að dæma styður þessi ungi áhorfandi Aftureldingu. Það gengur bara betur næst! „Haukar í horni“ lifðu sig inn í leikinn og höfðu lengst af frumkvæðið enda tók þeirra lið snemma forystuna í leiknum og hélt henni uns yfir lauk. Þjóðfáni Brasilíu var áberandi á áhorfendapöllunum. Hvers vegna er ekki gott að segja en því er ekki að neita að bæði lið sýndu á köflum sannkallaða sambatakta.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.