Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 19
22.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Janus Daði Smárason hampar Hákoni Daða Styrmissyni sem aftur hampar Íslandsbikarnum. Janus átti stórbrotið tímabil í liði Hauka og Hákon var markahæstur í leiknum með 10 mörk. Unga kynslóðin lét sig ekki vanta á völlinn. Stuðningsmenn Hauka eru góðu vanir en þetta var annar meist- aratitill liðsins á jafnmörgum árum. Væntanlega eiga þessir ungu áhorfendur eftir að upplifa þá fleiri. Heldur dró af Rothögginu í seinni hálfleik enda á brattann að sækja hjá þeirra mönnum. Endasprett- urinn var þó mjög góður hjá Aftureldingu og áhangendurnir tóku við sér á nýjan leik. Rothöggið, stuðningslið Aftureldingar, mætti vígreift til leiks. Rothöggið lætur vel í sér heyra heima og að heiman og leikmenn liðsins hafa talað um að litlu skipti hvort þeir leiki á heima- eða útivelli. Stórskyttan Adam Haukur Baumruk lyftir sér yfir vörn Aftureldingar og lætur vaða á markið. Stuðningsmenn Aftureldingar fylgjast spenntir með; óttast það versta en vona það besta. Adam gerði alls sjö mörk í leiknum, flest með bylmingsskotum. Mikið mæddi á forsöngvara Haukamanna enda lætur Rothöggið, stuðnings- mannalið Aftureldingar, yfirleitt ekki vaða yfir sig á skítugum skónum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.