Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 20
S
krif Axels F. Sigurðs-
sonar hjartalæknis um
mataræði og heilsu hafa
vakið mikla athygli síð-
ustu árin en hann heldur
úti fræðandi og skemmtilegum vef-
síðum; mataraedi.is og docs-
opinion.com. Í upphafi voru skrifin
ætluð sjúklingum hans því honum
þótti vanta íslenskt efni þar sem
leiðbeiningabæklingar um mat-
aræði og lífsstíl voru ýmist af skorn-
um skammti eða úreltir. Nú skipu-
leggur hann ráðstefnu um áhrif
mataræðis á langvinna lífsstíls-
sjúkdóma ásamt læknunum Guð-
mundi Jóhannssyni og Kjartani
Hrafni Loftssyni og ber hún yf-
irskriftina Foodloose: Processing
The Science of Sugar, Fat and the
Modern Diet og verður hún í Hörpu
26. maí.
„Lengi vel hafði ég mestan áhuga
á að greina og meðhöndla sjúkdóma
og sem nýútskrifaður læknir í sér-
námi taldi ég ráðleggingar um mat-
aræði og lífsstíl vera eitthvað sem
skipti minna máli og ætti að vera í
höndum annarra fagaðila. Smám
saman fór ég þó að gera mér grein
fyrir hvað forvarnir skipta miklu
máli og fór að hafa meiri og meiri
áhuga á því hvernig lífsstíll okkar
tengist þeim sjúkdómum sem eru
stærstu vandamál okkar í dag,“ seg-
ir Axel.
Sjúkdómamynstrið í samfélaginu
hefur breyst mikið á 50-60 árum.
Áður voru smitsjúkdómar eins og
lungnabólga, berklar og iðrasýk-
ingar algengustu dánarmeinin en
aukið hreinlæti, sóttvarnir, bólu-
setningar og sýklalyf breyttu því.
Upp úr síðari heimsstyrjöld fóru
aðrir sjúkdómar að verða æ meira
áberandi. Þannig urðu hjarta- og
æðasjúkdómar að hálfgerðum far-
aldri sem náði hámarki upp úr 1970
og hefur dánartíðnin síðan þá farið
lækkandi þótt þessir sjúkdómar
haldi sannarlega áfram að vera
stórt heilbrigðisvandamál.
„Þeir sjúkdómar sem draga okk-
ur til dauða í dag, valda innlögnum á
spítala og örorku fyrir aldur fram
tengjast að miklu leyti okkar lífsstíl.
Hjarta- og æðasjúkdómar, sum
krabbamein, lungnasjúkdómar og
heilabilun hafa sterk tengsl við lífs-
stíl og síðast en ekki síst á þetta við
um hina miklu aukningu sem við er-
um að sjá í tíðni offitu og sykursýki.
Síðustu áratugi hafa lífslíkur fólks
aukist ár frá ári en nýlegar tölur frá
Bandaríkjunum benda því miður til
að lífslíkur séu að minnka aftur.
Sérfrræðingar tengja það vaxandi
offitu og sykursýki en þekkt er að
sykursýki eykur hættuna á hjarta-
og æðasjúkdómum, sumum krabba-
meinum og heilabilun.“
Foodloose snýst um, fyrst og
fremst, að upplýsa fólk um að það
geti sjálft haft veruleg áhrif á hvort
og hvenær á æviskeiðinu það fær
þessa sjúkdóma. Þar eru stóru
vandamálin slæmt mataræði, reyk-
ingar, hreyfingarleysi og ofnotkun
áfengis. Landlæknisembættið gefur
reglulega út vandaðar leiðbeiningar
um mataræði og fyrir um fjórum ár-
um komu út mjög ítarlegar og vel
unnar norrænar leiðbeiningar sem
íslenskir sérfræðingar tóku þátt í að
vinna. Axel segir vandamálið þó
gjarnan vera að boðskapurinn skili
sér ekki til almennings. Hins vegar
flæða alls konar misvísandi og oft
rangar upplýsingar gagnrýnislaust
til fólks.
Hreinn matur lykilatriði
Offitufaraldurinn fór mjög snögg-
lega og hratt af stað og Axel segir
menn enn vera að reyna að átta sig
á af hverju það gerðist.
„Í kringum 1980 borðuðu Íslend-
ingar mjög mikið af fitu miðað við
nágrannaþjóðirnar og þá einkum
mikið magn mettaðrar fitu úr kjöti
og feitum mjólkurvörum. Á þeim
tíma bentu rannsóknir til að mikil
neysla á slíkri fitu væri slæm og
töldu sérfræðingar að minnkun á
fituneyslu væri leið til að draga úr
hjarta- og æðasjúkdómum. Mann-
eldisráð taldi að æskilegt væri að
draga úr fitu-
neyslu hér á
landi, sér-
staklega neyslu á
mettaðri fitu.
Matvælafram-
leiðendur tóku
skilaboðin til sín
og annars konar
vörur komu á
markað svo sem
fituskertar
mjólkurvörur.
Það merkilega er að á sama tíma
og þjóðin fór að skera niður fitu-
neysluna hrökk offitufaraldurinn af
stað fyrir alvöru og á rúmum áratug
tvöfaldaðist tíðni offitu á Íslandi.
Árið 2003 birtust niðurstöður könn-
unar sem sýndi að Íslendingar
höfðu dregið úr neyslu á mettaðri
fitu og heildarneysla á fitu hafði
minnkað frá 1990 og það var túlkað
sem skref í rétta átt.“
Sama könnun sýndi hins vegar að
neysla á viðbættum sykri og ýmsum
skyndibita hafði aukist. Axel segir
að komið hafi á daginn að þessi
skipti hafi sennilega ekki verið til
góðs enda hafi rannsóknir síðustu
ára ekki stutt að gagnlegt sé að
draga úr fituneyslu, að undanskil-
inni neyslu á transfitu. Þá eru fitu-
kertar mjólkurvörur og önnur fitu-
skert matvara oft bragðbætt með
viðbættum sykri.
„Í dag veit enginn nákvæmlega af
hverju offitufaraldurinn varð en það
eru margar kenningar á lofti. Ein
kenningin er sú að það hafi verið
mistök að hvetja fólk til að draga úr
fituneyslu án þess að vita hvað
kæmi í staðinn. Hins vegar er ljóst
að skýringar á offitufaraldrinum
eru margþættar og sumar enn á
huldu. Til dæmis hefur verið bent á
að breyting á sýklaflóru í görnum
vegna breytts mataræðis gæti verið
hluti af skýringunni en þetta er
ósannað.
Aðrir benda á að varasamt sé að
einblína of mikið á hlutföll orku-
gjafa í fæðunni. Oft hefur ágreining-
urinn um hvað sé rétt mataræði
snúist um hver hlutföll fitu og kol-
vetna eiga að vera. Öllu mikilvæg-
ara er að horfa á matinn sjálfan,
hreinleika hans og ferskleika. Hlut-
fall fitu og kolvetna kann að vera
aukaatriði enda hægt að borða holl
kolvetni og holla fitu. Fólk er nokk-
uð öruggt ef það leggur áherslu á að
borða hreinan og lítið unninn mat,
ávexti, grænmeti, kjöt og fisk.
Að sama skapi ættum við að forð-
ast kex og kökur, sætt bakkelsi,
sælgæti og snakk. Þetta er í sjálfu
sér ekkert flókið en vandinn er að
láta þessa vitneskju stýra okkar
daglega hegðunar-
mynstri.“
En þótt orsök offitu-
faraldursins sé ekki al-
veg ljós hlýtur það á
einn eða annan hátt að
tengjast mataræðinu.
Hver er þín tilfinning
fyrir þessu?
„Ég held þetta snú-
ist líka um matar-
menninguna. Við borð-
um á hlaupum, vinnum
mikið, erum undir álagi og við þess-
ar aðstæður þarf oft einfaldar
lausnir þegar kemur að mat og mat-
argerð. Fólk grípur eitthvað sem er
þægilegt og þarfnast ekki fyr-
irhafnar. Hraðinn skerðir mögu-
leika okkar á að ástunda hollt mat-
aræði. Manneskjan er líka auðvitað
mjög ófullkomin. Þótt við höfum
eitthvað sem kallast skynsemi víkur
hún gjarna fyrir frumstæðari eig-
inleikum. Þegar við erum svöng,
þreytt eða stressuð, þá er skynsem-
in oft víðsfjarri og aðrar eldri og
frumstæðari heilastöðvar ráða för.“
Þegar Axel ráðleggur fólki um
mataræðið eru nokkur grunnatriði
sem fara þar fremst. Efst á listan-
Offita jókst þegar
fituneyslan
minnkaði
Axel F. Sigurðsson hjartalæknir segir að þótt nokkuð víst sé að
offitufaraldur síðustu ára tengist mataræðinu sé enn deilt um
hvað það sé nákvæmlega sem kom honum af stað. Ljóst sé þó
að um leið og fituneysla þjóðarinnar minnkaði jókst offita.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.iss
’Það merkilega erað á sama tímaog þjóðin fór að skeraniður fituneysluna
hrökk offitufarald-
urinn af stað fyrir
alvöru og á rúmum
áratug tvöfaldaðist
tíðni offitu á Íslandi
um er að forðast viðbættan sykur.
„Það er sterk fylgni milli neyslu
sykraðra drykkja og sykursýki. Þá
erum við ekki bara að tala um gos
heldur gleymum því að djúsglasið
sem við höfum fyrir hefð að drekka
með morgunmatnum er kannski
fullt af viðbættum sykri.
Það er eitt mataræði sem kemur
mjög vel út út þegar kemur að
hjarta- og æðasjúkdómum og það er
svokallað Miðjarðarhafsmataræði.
Á sjötta áratug síðustu aldar varð
sérfæðingum ljóst að tíðni hjarta-
og æðasjúkdóma var afar lág á
grísku eyjunni Krít og fleiri stöðum
við Miðjarðarhafið. Þetta var talið
tengjast mataræðinu og nýlegar
rannsóknir hafa stutt að svo sé.
Þótt Miðjarðarhafsmataræðið sé
tiltölulega fituríkt er ekki mikið um
dýrafitu heldur er mikið er notað af
ólífuolíu og mikið borðað af græn-
meti og ávöxtum, sjávarfangi og
hvítu kjöti. Heilkorn tilheyra, til
dæmis gróft brauð, og svo er tals-
vert af mjólkurvörum eins og jóg-
úrti og ostum. Þeir borða lítið af
sætindum þótt gjarnan sé boðið upp
á sætan eftirrétt í lok máltíðar. Oft-
ast er drukkið hóflegt magn af léttu
víni á hverjum degi, en gert er ráð
fyrir að það sé ekki meira en 1-2
glös.
Ég held við eigum að nýta okkur
ákveðnar áherslur úr þessu matar-
æði. Þó mæli ég ekki með daglegri
léttvínsneyslu enda held ég að það
henti ekki okkar menningu. Þá kann
félagslegi þátturinn að vera mik-
ilvægur, að fjölskyldan borði saman
og gefi sér tíma til þess.“
Miðjarðarhafsmataræðið
áhrifaríkt
Hvað með annað mataræði svo sem
hið geysivinsæla lágkolvetnamatar-
æði? Er það af hinu góða?
VIÐTAL
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016
Það er sannarlega áhyggjuefni hversu miklu algengari ofþyngd og
offita eru hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Offitu
fylgir aukin tíðni á sykursýki og hjarta- og æðsjúkdómum. Jafnframt
eykur offita líkurnar á mörgum öðrum langvinnum heilsufars-
vandamálum. Þetta mun gera auknar kröfur til íslensks heilbrigðis-
kerfis á komandi árum og er þar af litlu að taka þegar kemur að
krónum og aurum. Það er því verðugt verkefni fyrir íslensk
lýðheilsuyfirvöld að taka í taumana og snúa þróuninni við. Þetta er
eitt af mikilvægustu lýðheilsuverkefnum þjóðarinnar í dag.
Af mataraedi.is