Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Síða 21
„Það sem hentar einum hentar
ekki endilega öðrum. Þetta ræðst af
heilsu fólks og vaxtarlagi og hvað
lágkolvetnamataræðið snertir tel ég
að það sé fyrst og fremst gagnlegt
fólki sem er með mikla kviðfitu eða
fyrirbæri sem kallað hefur verið
efnaskiptavilla. Það er ekki endilega
slæmt að hafa mikla fitu í lík-
amanum, það skiptir máli hvar hún
er og hvort fituvefurinn er heil-
brigður. Konur eru yfirleitt með
jafnari fitudreifingu en karlar og fit-
an situr þá meira undir húðinni, slík
fita er oftast heilbrigð og tengist
ekki aukinni hættu á hjarta- og
æðasjúkdómum.“
Iðrafitan, fitan í kringum líffærin
í kviðarholinu er verst. Hún starfar
óeðlilega; framleiðir meðal annars
efni sem hvetur til bólgumyndunar,
til dæmis í æðakerfinu og hún eykur
líkurnar á að við fáum sykursýki svo
og hjarta- og æðasjúdóma. Lágkol-
vetnamataræðið hentar þessum ein-
staklingum oft mjög vel því þeir eru
með það sem kallast insúlínviðnám
sem þýðir að líkaminn þarf meira
insúlín en ella til að koma sykri inn í
frumurnar. Þessir einstaklingar eru
því með hátt insúlínmagn í blóðinu.
Insúlín er fituhvetjandi hormón eða
eins konar fitugeymsluhormón sem
hvetur líkamann til að geyma orku í
formi fitu. Um leið, með allt þetta
insúlín í blóðinu, er líkaminn oft í
vandræðum með að höndla mikið
magn kolvetna.
„Ef við „kolvetnissveltum“ þessa
einstaklinga, lagast mikið af þess-
um efnaskiptaþáttum; insúl-
ínviðnámið minnkar, blóðsykurinn
lækkar, kviðfitan minnkar oft og
blóðfitumynstrið lagast líka. Fyrir
þessa einstaklinga getur þetta mat-
aræði jafnvel verið hluti af framtíð-
arlífsstíl. En ég sé hins vegar enga
ástæðu fyrir einstakling sem er í
eðlilegum holdum, ekki með efna-
skiptavandamál, að fara á lágkol-
vetnamataræði. Að minnsta kosti
ekki út frá læknisfræðilegu sjón-
armiði en auðvitað er það val hvers
og eins.
Það að gagnlegt sé fyrir suma
einstaklinga að sneiða hjá kolvetn-
um þýðir ekki að kolvetni séu óholl.
Það er mikilvægt að átta sig á
þessu. Kolvetnaríkt mataræði get-
ur verið mjög hollt. Hafa þarf í
huga að fituneysla er oft mikil á
lágkolvetnamataræði. Hjá ein-
staklingum með blóðfituraskanir
kann þetta að leiða til að kólester-
ólmagn í blóði hækkar óæskilega
mikið. Mikilvægt er að hafa þetta
hugfast.“
Þótt lágkolvetnamataræði henti
oft þeim sem vilja eða þurfa að
grennast eða bæta efnaskiptin er
líka hægt að fara aðrar leiðir og
kann slíkt að henta sumum betur.
Hefðbundna leiðin er að hreyfa sig
meira og borða færri hitaeiningar
Það reynist hins vegar mörgum
erfitt og að sögn Axels benda rann-
sóknir til að langtímaárangur sé
ekki góður. Þetta á reyndar við um
flestar aðferðir sem hægt er að nota
til megrunar.
Aftur að fitunni. Telur Axel að
óttinn við fituna kunni að hafi leitt
okkur á villigötur?
„Ég held að við höfum farið svo-
lítið offari þegar kemur að ráðlegg-
ingum okkar um fituneyslu. Það
versta er að leiðbeiningarnar voru
ekki byggðar á nógu sterkum vís-
indalegum grunni. Áherslurnar eru
hins vegar að breytast í þessum efn-
um og nú leggja sérfræðingar meiri
áherslu á að við veljum holla fitu. Þá
komum við aftur að ferskleikanum
og hreinleikanum í matnum.“
Eitt nýjasta æðið síðustu árin er
að nota kókosolíu, er hún svona of-
urholl eins og maður heyrir víða?
„Hjartalæknar og næringarfræð-
ingar hafa oft haft horn í síðu henn-
ar því hún er svo rík af mettaðri fitu.
Í dag hafa flestir þó minni áhyggjur
af þessu. Kókosolía inniheldur nátt-
úrulega fitu úr jurtaríkinu og finnst
mér því afar ólíklegt að hún sé
slæm. Ég tel hins vegar að kókos-
olían hafi verið dásömuð fram úr
hófi. Það er allt í lagi að nota hana
með en hollusta ólífuolíunnar bygg-
ist á mun sterkari vísindalegri
grunni og rannsóknum.“
Ekki hægt að einblína
á líkamsþyngdarstuðul
Sykur er áberandi í allri heilsufars-
umræðu nútímans. Axel segir að
fyrst og fremst snúist það um þann
sykur sem er viðbættur.
„Fólk telur stundum að það þurfi
þá líka að hætta að borða ávexti en
munurinn á ávextinum og sykur-
molanum er að ef þú borðar ávöxt-
inn eins og hann kemur frá náttúr-
unnar hendi ertu að fá mikið af
trefjum og öðru sem hefur áhrif á
frásogið frá meltingarveginum á
þann hátt að blóðsykurinn hækkar
mun minna en við sykurmolann.
Sykur er fyrst og fremst skaðlegur
þegar við neytum hans í miklu
magni og það gerist ekki nema þeg-
ar honum er sérstaklega bætt í mat-
vörurnar. Ég tel ávexti vera mikla
hollustuvöru sem og auðvitað græn-
meti. Það er sama hvaða rannsóknir
þú skoðar, grænmetið hefur alltaf
jákvæð áhrif á heilsuna.“
Hvað er mikilvægast að við kenn-
um næstu kynslóð um mat og mat-
arvenjur?
„Kenna þeim að þekkja hreinan
mat frá unnum mat myndi ég telja
að skipti miklu máli. Unnin matvæli
eru alltaf líklegri til að innihalda
mikið af salti og transfitu. Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin hefur bent á að
við borðum allt of mikið af salti.
Mest af saltinu sem við neytum
kemur úr unnum matvörum en ekki
saltinu sem við við notum við elda-
mennskuna heima. Transfituna
finnum við nánast bara í unnu mat-
vælunum. En matvælaiðnaðurinn
þarf líka að taka þátt í þessu og
hvað sykurneyslu varðar held ég að
sælgætisframleiðendur séu að gera
sér grein fyrir því að viðbætti syk-
urinn er kominn í ónáð og að þeir
verði að bregðast við því.
Stjórnmálamenn þurfa einnig að
vinna með í þessu og í því samhengi
hefur hinn umdeildi sykurskattur
oft verið nefndur. Þótt margir telji
það forsjárhyggju, sem er oft illa
séð, þá notuðum við samt þá aðferð í
baráttunni við tóbaksreykingarnar
og það virkaði vel.
Að mínu mati er þetta þó ekki
bara spurning um að skattleggja
það sem er óhollt heldur líka að
gera fólki kleift að kaupa hollan mat
á betra verði; til dæmis ávexti og
grænmeti sem er allt of dýrt hér á
landi. Það er sorglegt því það er
mikið af fólki sem ræður ekki við að
kaupa hollan mat.“
Að lokum nefnir Axel að í um-
ræðunni um offitu megi ekki ein-
blína á aukakílóin.
„Þótt það sé líklegra að þú sért
með óeðlileg efnaskipti ef þú ert of
þungur er samt fullt af fólki með há-
an líkamsþyngdarstuðul sem er með
mjög heilbrigð efnaskipti. Það
hreyfir sig mikið og borðar til-
tölulega hollan mat en er samt með
heilbrigða fitudreifingu og er
heilsuhraustara en einstaklingur
sem virkar miklu grennri.“
„Það er mikið af fólki sem ræður
ekki við að kaupa hollan mat,“ segir
Axel F. Sigurðsson hjartalæknir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
22.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
BMW520D XDRIVE F10
Nýskr. 01/2015, ekinn 25 þ.km, fjórhjóladrifinn,
diesel, sjálfskiptur, sóllúga, leðurlúxussæti ofl.
Glæsilega búinn bíll. Verð 8.690.000 kr.
Raðnr. 254961
LANDROVERDEFENDER 110
Nýskr. 06/2015, ekinn 20 Þ.km, diesel, 6 gíra,
snorkel ofl.Verð 11.490.000. Raðnr.255138
AUDI A6 2.0 TDI S-LINE
Nýskr. 08/2014, ekinn 16 Þ.km, dísel,
sjálfskiptur. Mjög vel búinn glæsivagn.
TILBOÐSVERÐ 7.490.000 kr. Raðnr. 254356
M.BENZ E 300 BLUETEC HYBRID
Nýskr. 07/2013, ekinn 83 þ.km, dísel/rafmagn,
sjálfskiptur, leður, glertoppur ofl.
Verð 6.590.000 kr. Raðnr. 254489
M.BENZ E 200CDI T BLUETEC
AVANTGARDENýskr. 10/2014,
ekinn 25 þ.km, diesel, sjálfskiptur, lúga ofl.
TILBOÐSVERÐ 6.490.000 kr. Raðnr.254758
AUDI A7 QUATTRO
Nýskr. 05/2011, ekinn 111 þ.km, diesel,
sjálfskiptur, leður, 19“ álfelgur.
TILBOÐSVERÐ 7.990.000 kr. Raðnr. 230144
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum