Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 26
Geymdu kryddin þín á svölum og dimmum stað og alls ekki fyrir ofan eldavélina. Hiti, raki og ljós mun valda því að kryddin missa bragð. Hendið reglulega kryddum sem eru útrunninn. KryddráðMATUR 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016 Gott er að brytja bollurnar niður og hita á pönnu ásamt einni dós af maukuðum, niðursoðnum tómötum eða meiri pastasósu. Sjóddu nýtt pasta. Nú ertu kominn með fínan nautahakksrétt sem vantar bara slatta af parmesan yfir. Einnig væri hægt að setja bollurnar í baguette-brauð, setja í ofninn með rifnum osti og hita í ca 10 mínútur. Þá ertu komin með það sem Ameríkanar kalla „meatball sandwich“! Að nýta afganga! 1 blómkálshaus, skorinn í bita afgangar af kjötbollum afgangar af pastasósu afgangar af mozzarellakúlum Skerið blómkálið og setjið í eldfast mót sem búið er að smyrja smá með ólífuolíu. Skerið afganga og setjið með blóm- kálinu ásamt pastasósunni. Setj- ið nokkrar mozz- arellakúlur með. Bakið í ofni í 15 mínútur á 180°C eða þar til blóm- kálið er tilbúið og rétturinn heitur. Kjötbollu- og blómkálsragú Það tekurekki langantíma að skella í þessar bollur sem munu slá í gegn hjá fjöl- skyldunni. Kjöt- bollurnar eru góm- sætar en mozzarella- fyllingin í miðjunni setur alveg punkt- inn yfir i-ið. Þess- ar kjötbollur eru svo góðar að það er óvíst að það verði afgangar en ef svo ólíklega vildi til er tilvalið að skella þeim út á nýtt pasta eða útbúa blómkáls- ragú. Til að eiga örugglega afgang má alltaf gera tvöfalda uppskrift og spara sér elda- mennskuna kvöldið eftir. Það mun enginn kvarta yfir því. Kjötbollur sem þú munt seint gleyma Óskar Finnsson sýnir í nýjasta þætti af Kort- er í kvöldmat hvernig á að búa til ein- staklega ljúffengar ítalskar kjötbollur. Nýta má afganga í tvo einfalda rétti. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Óskar Finnsson sýnir snilldartakta í eldhúsinu. Morgunblaðið/Ásdís Fylltar ítalskar kjötbollur m/ mozzarella-osti 800 g nautahakk 400 g tagliatelle tómat pastasósa ein dós litlar mozzarellakúlur 3 msk brauðrasp 1 egg laukur chilli rósmarín óreganó timjan olífuolía hvítlaukur smá rjómi tabasco salt og pipar Í stórri skál, bland- ið saman nauta- hakki, eggi, raspi, smátt skornum lauki, rifnum hvít- lauki, chilli, timjan, rósmarín og óreg- anó. Saltið og piprið. Mótið með- alstórar kjötbollur með höndunum og gerið því næst holu í bolluna. Setjið eina mozzarellakúlu inn í hverja bollu og lokið. Steikið boll- urnar vel á pönnu þar til nokkuð vel brúnaðar og raðið svo í eldfast mót. Setjið í ofn í 10 mínútur á 180°C. Á meðan skulið þið sjóða taglia- telle í söltuðu vatni. Næst er að út- búa sósuna. Taka góða krukku af tilbúinni pastasósu og hella í pott. Bragðbæta með rósmarín, tabasco, rjóma og jafnvel fleiri kryddum eftir smekk. Setja tag- liatelle á disk með bollum og sósu og bera fram. ÞESSA RÉTTI ER HÆGT AÐ BÚA TIL ÚR AFGÖNGUNUM Þú færð allt hráefnið úr þáttunum hjá okkur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.