Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Side 30
Alþjóðakrabbameins-
rannsóknarsjóðurinn
(World Cancer Rese-
arch Fund International)
gaf út í mánuðinum
skýrslu um tengsl maga-
krabbameins og lífsstíls.
Magakrabbamein er
fimmta algengasta
krabbameinið og þriðja
algengasta dánarorsök
af völdum krabbameina.
Sjúkdómurinn er algeng-
ari meðal karla en
kvenna en nýgengi hans
hefur minnkað mikið á
Íslandi undanfarin ár, en
um 18 karlar greinast
að meðaltali árlega og
12 konur. Sýnt hefur
verið fram á að salt-
neysla hefur veruleg
áhrif á magakrabbamein en rannsóknir frá Asíu og þá sérstaklega
Kóreu og Japan hafa gefið upplýsingar um tengsl saltneyslu og maga-
krabbameins. Hér á landi hefur verið ráðlagt að neyta ekki meira en
6 g af salti daglega eða sem nemur einni teskeið og er þá átt við salt
sem finnst í matvælum eins og osti, súpum, áleggi, morgunkorni,
rauðu kjöti og unnum kjötvörum, svo dæmi sé tekið. Til að halda
saltneyslu í lágmarki er gott ráð að borða sem minnst af unnum mat-
vælum og elda frá grunni. Þá er einnig gott að sleppa því að salta
matinn en bragðbæta hann í staðinn með ýmsu kryddi, það kemur út
á eitt.
Saltneyslu ætti alltaf að halda í lágmarki.
Getty Images/iStockphoto
TENGSL SALTS OG MAGAKRABBAMEINS
Salt hefur áhrif á magann
HEILSA A-vítamín er mikilvægt fyrir sjónina og margir fá það til dæmis úr lýsi.Það er einnig mikið af vítamíninu í grænmeti og ávöxtum og því um
að gera að passa upp á dagsskammtinn af því hollustufæði.
Augnheilsa og A-vítamín
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016
Getty Images/iStockphoto
KOSTIR OG ÓKOSTIR ÞESS AÐ LESA
AF PAPPÍR EÐA TÖLVUSKJÁ
Tölvu eða
pappír?
Að lesa efni af skjá, á móti því að lesa
það af pappír, getur, samkvæmt nýrri
bandarískri rannsókn, haft áhrif á það hvernig
fólk man efnið. Fólk sem las efni af tölvuskjá átti
betra með að skilja hlutbundin smáatriði og geta
kallað þau fljótt fram en þeir sem lásu efnið af papp-
ír. Hins vegar hafði pappírsfólkið vinninginn þegar
kom að því að skilja afstrakt, eða óhlutstæð atriði í
efninu. Þannig var erfiðara fyrir tölvulesendur að sjá
stóra samhengið í textanum. Þátttakendur í rann-
sókninni voru 400 bandarísk ungmenni í Darth-
mont. Niðurstaða rannsóknarteymisins er að
fyrir nemendur sé sniðugt að nota tölvur til
að fletta uppi alfræðiorðabókaratriðum
en efni sem þarf að skilja og melta sé
betra að lesa af pappír.
Samkvæmt rannsóknum
hefur fólk minna úthald í langa
texta í tölvum og gefst auð-
veldlegar upp á lestrinum en
klárar frekar séu textarnir í
blaði eða á bók og ósjálfrátt
leggjum við okkur meira fram
við að muna það sem við
lesum af pappír en
tölvuskjá.
Eitt af því sem nefnt
hefur verið með lestur á
kvöldin af tölvuskjá er að bláa
ljósið af skjánum dregur úr mela-
tónínframleiðslu og það getur
truflað svefninn. Þeim sem vilja
lesa af tölvuskjá fyrir svefninn er
bent á að skipta á „næturstill-
inguna“ á skjánum eða hlaða
niður appi sem gerir
skjábirtuna svefn-
vænni.
Röng líkamsstaða þegar
fólk notar snjallsíma og -tölvur er
algeng og í stoðkerfisfræðum er talað
um svokallaðan „iPad-háls. Þá getur skjá-
birtan orsakað höfuðverk, þreytu og þurr
augu. Það er hins vegar hægt að koma í veg
fyrir þetta með því að loka augunum öðru
hverju og líta af skjánum reglulega og þá er
mikilvægt að læra rétta líkamsstöðu við
tölvur. Það er líka hægt að lesa bók og
fara illa með hálsinn svo að það er
ekki hægt að segja að annað sé
gott og hitt slæmt.
Efni til lesturs, bæði
námsefni, tímarit,
bækur og fréttir,
er í dag oftast jafn-
aðgengilegt í tölvu
og á pappír. En hvað
hefur pappír umfram
tölvuskjá og öfugt?
Viltu efla líkama og sál í heillandi
umhverfi, endurnýja orkuna og
gæla við bragðlaukana í leiðinni?
Þá er nærandi sumardagskrá
Heilsu & Spa, Ármúla 9, fyrir þig.
Fallegt SPA, fjölbreytt þjónusta og
fræðsla frá læknum, sjúkraþjálfara,
næringar- og íþróttafræðingi.
Nærandi sumar
í Heilsu & Spa
Opnunar-
tilboð
maí-15. september
39.900 kr.
eða 9.975 kr. á mánuði
10 tíma kort á
29.900 kr.
Nánari upplýsingar
Sími 595 7007 | Facebooksíða Heilsa og Spa | gigja@heilsaogspa.is