Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Blaðsíða 31
22.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Hydrófíl rakakrem án rotvarnar er alhliða rakakrem sem má nota á allan líkamann og í andlit. Kremið er hannað með viðkvæma húð í huga, hentar öllum húðgerðum og öllum aldri. Hydrófíl rakakrem er sannkallað fjölskyldu- krem þar sem líklegt er að allir í fjölskyldunni geti notað það með góðum árangri. Michael Clausen krem inniheldur 3% carbamidum. Kremið er fremur feitt og gefur húðinni raka. Kremið hentar vel á exem og þurra húð. Kremið má nota á allan líkamann og í andlit. Cetricide sárakrem hefur sótthreinsandi eiginleika. Cetricide sárakrem er borið á smásár, bleyjuútbrot, lítil brunasár, bólur og rispur. Kremið er áhrifaríkt á unglinga- bólur. Hælakrem er mjög feitt og er ætlað á þurra og grófa húð. Kremið mýkir upp harða og grófa húð t.d. á hælum, iljum og olnbogum. Best er að bera kremið á sig fyrir svefn og leyfa því að virka yfir nóttina. Karbamíðkrem er feitt rakabindandi krem sem hentar fyrir venjulega, þurra og mjög þurra húð. Kremið má nota í andlit og á hendur ef húðin er mjög þurr á þessum svæðum. Best er að bera kremið á sig fyrir svefn. ACP Krem leysir upp harða skán eða húð sem getur myndast í hársverði. ACP krem er stíft (þykkt) krem sem er notað í hársvörð. Það hefur hátt fitu innihald telst því mjög feitt krem. ACP krem var framleitt í apótekum, og dregur nafnið af fyrsta staf hvers innihaldsefnis. Akvósum er stíft rakakrem sem er ætlað á þurra húð og þurrkubletti. Kremið hentar börnum mjög vel. Kuldakrem er útivistarkrem fjölskyldunnar. Kremið er ætlað fyrir börn og fullorðna sem eru í útiveru hvort sem er í leik eða starfi. Kuldakrem ver húðina fyrir frostbiti og vind og er borið á andlit og hendur áður en farið er út. Af kreminu er mildur ilmur af lavender og rósmarín en þessar ilmkjarnaolíur eru hluti af húðverndandi hluta kremsins. Kuldakrem er einnig notað sem rakakrem fyrir þurra húð og hentar jafnt á andlit, líkama og hendur. Akvól er sérstaklega ætlað á mjög þurra húð á líkama en einnig má bera það í andlit og á hendur. Akvól inniheldur mikið magn af jarðhnetuolíu og telst því mjög feitt krem. ENGIN ILM- EÐA LITAREFNI FÆST Í APÓTEKUM HÁGÆÐA HÚÐVÖRUR EXEM ÞURRKUR Í HÚÐ PSORIASIS Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna greinileg tengsl á milli kanna- bisreykinga og skerts skamm- tímaminnis. Rannsóknarteymi við Lausanne háskólann í Sviss hefur rannsakað notkun kannabisefna meðal 3.400 amerískra ein- staklinga á 25 ára tímabili. Kann- að var minni, einbeiting og hæfni til að taka skjótar ákvarðanir. Nið- urstöður rannsóknarinnar voru þær að fólk sem hafði notað kannabisefni á hverjum degi í fimm ár eða lengur var með verra skammtímaminni en aðrir. KANNABISREYKINGAR Grasreykingar skerða minnið. Getty Images/iStockphoto Kannabis og minni Í Bretlandi hefur fólki sem borðar svokallað vegan- fæði snarfjölgað eða um heil 360% á aðeins 10 árum en talið er að um hálf milljón Breta borði fæði sem inniheldur engar afurðar úr dýraríkinu. Það þýðir þá ekki aðeins að fólk forðist kjöt og fisk heldur líka egg og mjólkurafurðir. Árið 2006 voru þetta 150.000 manns samkvæmt breska dagblaðinu The Telegraph. Heilsufarslegur ávinningur þess að vera á þessu mataræði er talinn eiga stóran þátt í vinsældunum en þeir sem halda sig við veganfæði koma afar vel út úr blóðþrýstings- og kólesterólmælingum. Einnig gerast margir veganætur af hugsjónaástæðum; horfa til framtíðarinnar og velferðar dýra og umhverfisins. Meðal stjarnanna sem halda sig við veganmatar- æðið eru þær Jennifer Lopez og Ellie Goulding og er talið að þegar stjörnur í skemmtanaiðnaðinum aug- lýsa mataræði sitt hafi það mikil áhrif. Nær helmingur allra þeirra sem eru vegan er ungt fólk, á aldrinum 15-34 ára, og aðeins 14% þeirra eru yfir 65 ára. Þá eru flestir sem eru vegan borgarbúar, í miðborgunum, og 22% allra þeirra Breta sem halda sig við jurtafæðið búa í London. BORÐA ÚR JURTARÍKINU Í BRETLANDI Veganmataræðið sækir á Veganmataræðið þýðir að sneitt er hjá öllum afurðum úr dýraríkinu. Morgunblaðið/Kristinn Með hækkandi sól og hita fara hlauparar á stjá og einhverjir ætla sér að vinna upp þol og enda sum- arið á maraþoni. Hlauparar geta lent í því að fá höfuðverk, svima eða vöðvakrampa en yfirleitt er það merki um ofþornun og því er afar mikilvægt að gleyma sér ekki á hlaupunum og passa að drekka nóg. Hægt er að kaupa létta brúsa sem auðvelt er að bera á sér en einnig er hægt að vera búinn að ákveða hvar hægt er að stoppa á leiðinni og drekka smá vatn. HLAUPURUM HÆTT VIÐ AÐ OFÞORNA Til eru góð belti fyrir brúsana. Gleymist að drekka

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.