Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Síða 35
22.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Margar gerðir
af innihurðum
Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta
gæðaflokki frá þekktum ítölskum
framleiðendum. Sjón er sögu ríkari.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Full búð af
flottum flísum
kring. Í góðu veðri er dásamlegt að
sitja úti og njóta. Eftir það væri svo
hægt að rölta lengra niður í bæ þar
sem alvöru skemmtistaði er að finna.
VERSLAÐ Í BRISTOL Þeir sem
vilja ná að versla á ferðalagi sínu um
Bristol munu ekki eiga í neinum
vandræðum með að finna góðar búð-
ir. Cobot Circus er til að mynda
skemmtileg verslunarmiðstöð sem
hefur að geyma fjölbreytt úrval vin-
sælla verslana. Víða um borgina er
svo að finna sjarmerandi smáversl-
anir. Það er því auðveldlega hægt að
gera góð kaup í Bristol.
BATH
SPENNANDI SAGA Eins og áður
sagði er auðvelt að fara í dagsferð frá
Bristol til Bath. En þeir
sem hafa áhuga á sagn-
fræði ættu að gefa sér
góðan tíma í Bath og
dvelja þar í meira en
einn dag því borgin er
stútfull af ótrúlegri sögu. Það sem
ber helst að nefna er musterið og al-
menningsbaðhúsið sem Rómverjar
reistu smátt og smátt á árunum 60-
70 e.Kr. Síðan þá hefur Bath verið
vinsæll orlofsstaður vegna heilsu-
lindanna sem byggðar eru í kringum
náttúrulega hveri.
SLÖKUN Þá mæli ég með að fara í
Thermae Bath Spa-heilsulindina
sem er á nokkrum hæðum. Þar geta
gestir meðal annars látið alla þreytu
líða úr líkamanum í dásamlegri þak-
sundlaug og „detox“-að í nokkrum
mismunandi gufum.
SÖFN OG FRÓÐLEIKUR Þeir sem
vilja fara á söfn í fríinu sínu ættu að
vera í essinu sínu í Bath því af nógu
er að taka. Þar er gott úrval fjöl-
breyttra safna sem spanna meðal
annars arkitektúr, listir, tísku og
sögu. Tískusafnið Fashion Museum
þykir sérstaklega tilkomumikið því
þar er hægt að skoða aldagömul föt í
bland við nýrri fatnað frá tísku-
húsum Christian Dior
og Alexander McQueen
svo dæmi séu tekin. Þá
fá gestir einnig tækifæri
til að máta töfrandi bún-
inga sjálfir, skemmtilegt
og fróðlegt í senn.
ÖÐRUVÍSI AFÞREYING Þeir sem
vilja gera eitthvað öðruvísi og spenn-
andi í Bath geta skellt sér í ferðalag
með loftbelg. Loftbelgirnir fara frá
Royal Vicoria Park og svífa þaðan
Þaksundlaugina í Thermae Bath Spa-heilsulindinni er vert að heimsækja.
Ljósmynd/visitbath.co.ukSkipið SS Great Britain var smíðað árið
1843 á sama stað og það situr á í dag.
Ljósmynd/Adam Gasson
um loftin blá í allt að þrjár til fjórar
klukkustundir áður en þeir lenda aft-
ur á sama stað. Þetta er upplifun sem
gleymist seint.
ALMENNINGSGARÐAR OG
RÖLT Auðvelt er að ferðast um á
tveimur jafnskjótum í Bath og í raun
miklu skemmtilegra en að fara um í
bíl því borgin er dásamlega hrein,
snyrtileg og fögur. Almenningsgarð-
arnir eru draumur í dós en borgar-
búar hjálpast allir við að halda um-
hverfinu hreinu og það skilar sér.
Afslappað andrúmsloftið gerir rölt
um stræti og torg fullkomið fyrir pör
sem vilja eiga rómantíska stund.
FJÖLBREYTTAR VERSLANIR
Þeir sem vilja versla í Bath munu svo
sannarlega ekki eiga í vandræðum
með það því gott úrval verslana er í
borginni. Þar er að finna bæði stórar
og þekktar verslunarkeðjur í bland
við litlar sjálfstæðar verslanir. Og
rólega andrúmsloftið sem ríkir í
borginni tryggir ánægjulegan versl-
unarleiðangur.
Þetta er aðeins brot af því besta
sem Bristol og Bath hafa upp á að
bjóða. Borgirnar tvær eru svo
skemmtilega ólíkar, sem gerir þær
að dásamlegri tvennu.
’Menningar-borgin Bristolhefur upp ámargt að bjóða.
Á Jane Austen-safninu fá gestir að kynnast þessum ástsæla höfund betur.
Aðdáendur rithöfundarins Jane
Austen ættu svo sannarlega að
kíkja á safnið The Jane Austen
Center í Bath því á safninu fá
gestir innsýn í líf hennar og ævi-
starf. Austen heimsótti Bath
reglulega og á árunum 1801 til
1806 bjó hún þar. Dálæti hennar á
borginni skín augljóslega í gegn í
bókunum hennar Northanger Ab-
bey og Persuasion sem eiga að
gerast að mestu í Bath.
Á Jane Austen-safninu eru vax-
myndir, búningar og ýmsir hlutir
sem gæða ævisögu hennar lífi.
Gestir fá meðal annars tækifæri
til að klæða sig í búninga í anda
Austen og horfa á fræðandi stutt-
myndir. Eins er hægt að setjast
niður og sötra á hágæða tei og fá
sér meðlæti eins og sannur Eng-
lendingur myndi gera. Að lokum
er hægt að kaupa varning sem
tengist Austen í gjafavöruverslun
safnsins. Skemmtilegt og upplýs-
andi safn.
Innsýn í líf
Jane Austen
Tyntesfield-herragarðurinn, sem
nú er í eigu húsafriðunarnefndar
(National Trust), er rétt fyrir ut-
an Bristol. Í dag er safn á herra-
garðinum, sem hefur að geyma
yfir 60.000 muni sem áður voru
í eigu Gibbs-fjölskyldunnar sem
bjó þar, um 100 munir eru nú til
sýnis fyrir gesti á sýningunni
Passions and Possessions.
Herragarðurinn var keyptur af
National Trust árið 2001,
skömmu eftir að Richard Gibbs
lést. Hann var seinasti eftirlif-
andi meðlimur Gibbs-fjölskyld-
unnar sem bjó á Tyntesfield,
barnlaus og ókvæntur. Seinustu
ár ævi sinnar bjó hann aðeins í
litlum hluta byggingarinnar
þannig að aðalsetrið var í ansi
vondu ásigkomulagi þegar Nat-
ional Trust keypti það. Viðhaldið
hafði ekki verið neitt og mygla
og raki var í veggjum og hús-
gögnum.
En herragarðurinn hefur verið
gerður upp og útkoman er vel
heppnuð, í einu herberginu var
þó lítið sem ekkert gert til að
gefa gestum safnsins skýra mynd
af því hvernig ástandið var þeg-
ar National Trust festi kaup á
setrinu.
Gibbs-fjölskyldan var vellauð-
ug eins og sjá má á þeim mun-
um sem eru til sýnis á Passions
and Possessions. Til dæmis fá
gestir tækifæri til að sjá hásæti
og aðra ótrúlega muni sem-
Gibbs-fjölskyldan lét smíða fyrir
sig í gegnum tíðina. Þessir hlutir
gefa gestum góða mynd af þeim
auðæfum sem fjölskyldan átti.
Eins fá gestir tækifæri til að
rölta um hluta byggingarinnar
og skoða hvernig fjölskyldan bjó.
Í höllinni er einnig hægt að fá
innsýn í fyrirkomulagið hjá þjón-
ustufólki fjölskyldunnar en tugir
þjóna og aðstoðarfólks störfuðu
í byggingunni á sínum tíma.
Sumt aðstoðarfólkið var svo
með sína eigin þjóna sem þurftu
ávallt að halda sig fjarri heim-
ilisfólki og aldrei láta sjá sig.
Það er vel þess virði að heim-
sækja Tyntesfield enda er þessi
herragarður ansi tilkomumikil
og lóðin í kring líka þar sem allt
viðhald er til fyrirmyndar.
VEL ÞESS VIRÐI AÐ SKOÐA
Ljósmynd/Paul Blakemore
Tyntesfield-herragarðurinn
Á safninu eru til sýnis ótal dýrmætir
munir sem voru í eigu fjölskyldunnar.