Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Qupperneq 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Qupperneq 40
LESBÓK Leiksýningin Könnunarleiðangurinn til Koi verður sýnd í Tjarnarbíói til styrktar samtökunum Akkeri annað kvöld, sunnudag, kl. 20.30. Verkið fjallar um flóttamannavandann og vilja höfundar og flytjendur, Hilmar Jensson og Tryggvi Gunnarsson, með styrktarsýningunni leggja sitt af mörkum, en Akkeri eru samtök sem starfa í þágu fólks á flótta. Sýnt til styrktar flóttamönnum 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016 Sýning Hreins Friðfinnssonar og banda-ríska listmálarans Johns Zurier, semverður opnuð í Listasafni ASÍ í dag, laugardag, kl. 17, ber heitið Við vorum einu sinni nágrannar. Er þar vísað til þess að lista- mennirnir kynntust þegar verk þeirra voru sýnd í aðliggjandi rýmum á myndlistartvíær- ingnum í Sao Paulo fyrir þremur árum. Hreinn kom í vikunni frá Amsterdam, þar sem hann hefur verið búsettur um langt ára- bil, að fylgjast með uppsetningu sýningar- innar. Zurier kom hins vegar frá Kaliforníu, þar sem hann býr, en hann hefur unnið mikið að list sinni hér á landi undanfarin ár. „Ég sýni þrjú verk í Gryfjunni, Zurier er með málverk upp í Ásmundarsal og svo mæt- umst við hér í Arinstofunni,“ segir Hreinn þar sem aðstoðarmenn hans eru að setja upp verk með loftsteini og seglum. Þegar hann komst að því suður í Brasilíu að Zurier var að sýna verk með íslenskum heitum sagði Hreinn að hann yrði að sýna á Íslandi. „Ég svaraði að við gætum kannski sýnt saman, hann tók það ekki alvarlega þá en átti seinna hugmyndina að þessari sýningu,“ segir Zurier. „Elsta verkið sem ég sýni hér málaði ég með Hrein í huga, áður en ég hitti hann en ég hafði hrifist svo af þeim á sýningum hér. Ég lít á mitt framlag hér sem sýningu um Hrein og aðdáun mína á honum og verkum hans.“ Myndlistarmennirnir Hreinn Friðfinnsson og John Zurier mætast í Arinstofu Listasafns ASÍ. Hreinn sýnir í líka Gryfjunni opg Zurier í Ásmundarsal. Morgunblaðið/Einar Falur Málaði með Hrein í huga Nokkrar af helstu myndlistarsýningum Listahátíðar í Reykjavík verða opnaðar í dag. Það á meðal sýning Hreins Friðfinnssonar og Johns Zurier í Listasafni ASÍ. „Ég sekk alltaf dýpra inn í málverkið. Ég var venjulega með tilvísanir í ljósmyndir en það er ekkert slíkt hér,“ segir Hulda Stefánsdóttir um sýninguna Færslu með 19 nýjum mál- verkum hennar, sem verður opnuð í Berg Con- temporary, Klapparstíg 16, kl. 18. Hulda er kunn fyrir klasa málverka, sem hún hefur iðulega fægt niður og dregið úr því sem hún hefur áður hlaðið upp á flötinn en þótt jafnvægið í upphengingu á þessari sýningu hennar sé hárfínt þá standa málverkin stakari en oft áður á sýningum hennar, og stærri og litríkari sum hver. Þau er byggð upp með lagi eftir lagi af litum og jafnvel gulli og silfri. Hulda segir að í verkunum sé hvítur litur dreginn af samsetningu litrófsins og birtan spretti frá myrkrinu. „Hugmyndirnar að þeim hafa gerjast lengi. Þetta eru allt stef sem hafa verið í verkunum mínum áður, og ég er ekki endilega að hafna klösunum og smærri heild- um en þetta er það sem ögraði mér núna, að láta reyna á stærri og sjálfstæð myndverk,“ segir hún. „Titillinn Færsla er vísun í þessa tilfærslu mína en líka í yfirfærslu minni verka og hreyf- ingu innan hvers myndflatar og milli verk- anna. Mér finnst áhugaverður tímarammi í kyrrstæðum myndfleti.“„Það er gaman að koma sjálfum sér á óvart,“ segir Hulda Stefánsdóttir sem er hér á sýningu sinni. Morgunblaðið/Einar Falur Sífellt dýpra í málverkið Hulda Stefánsdóttir sýnir ný abstraktmálverk í Berg Contemporary og kveður við nokkuð nýjan tón. Sýninguna sína í Gallery GAMMA að Garða- stræti 37 kallar Gabríela Friðriksdóttir Innra líf heysátu. Og ilmandi heyið er í lykilhlutverki inn- setningarinnar: í böggum, skúlptúrum, teikn- ingum og rúmlega 15 mínútna langri teiknimynd sem hún vann með Pierre-Alain Giraud. Hluti innsetningarinnar var fyrst sýndur í skála Liechtenstein á Feneyjatvíæringnum í fyrra. „Þetta eru nýir gæjar, eða líkneski, sem ég vann út frá anda sem er í teiknimyndinni og teikningunum,“ segir Gabríela um fígúrurnar eða skúlptúrana sem standa á stöplum í miðju rýminu. „Mér fannst þá vanta þegar ég kom fyrst í sýningarsalinn!“ Um þá ákvörðun að vinna heila sýningu út frá innra lífi heysátu, segir hún það hafa byrjað þegar hún skrifaði textann sem flutt- ur er í teiknimyndinni, af karli á ensku og stúlku á íslensku. „Textinn er um dag- drauma, þegar maður ferðast með nostalg- íunni. Fyrir mér er heylykt svolítill ilmur æskunnar og heyið fór að troða sér inn,“ seg- ir hún og hlær. Gabríela segist vera með sinn stíl og vera eins og hún er. „Ég held áfram að vinna með þau form og efni sem ég hef valið mér á und- anförnum árum, í teikningunni og skúlptúr- unum, þetta er orðið alveg náttúrulegt.“ „Þetta eru nýir gæjar,“ segir Gabríela Friðriksdóttir um skúlptúrana sem standa á stöplum. Morgunblaðið/Einar Falur Heyilmur æskunnar Í Gallery GAMMA er innsetning Gabríelu Friðriksdóttur, Innra líf heysátu: teiknimynd, hljóðverk, skúlptúrar og teikningar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.