Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016
LESBÓK
...með nútíma
svalalokunum
og sólstofum
Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is
Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16
• Svalalokanir
• Glerveggir
• Gler
• Felliveggir
• Garðskálar
• Handrið
Við færumþér logn & blíðu
Smámyndasmiðurinn heitirfyrsta skáldsaga Jessie Bur-ton sem slegið hefur í gegn
víða um heim og kom út á íslensku
fyrir stuttu. Burton er lærður leik-
ari og starfaði sem slíkur, en hún
segist hafa verið með pennann á
lofti frá því hún var barn, skrifaði
smásögur og ljóð og keppti í ritlist á
námsárunum.
„Það sem varð til þess að ég tók
ritstörfin föstum tökum var það að
þegar ég var 26-27 ára fannst mér
sem ég væri ekki á réttri leið í leik-
listinni, fékk ekki þau verkefni sem
ég hefði helst kosið. Hvað ritstörfin
varðaði gat ég setið við hvenær og
hvar sem er, þurfti ekki að bíða eftir
að einhver hringdi og byði mér
verkefni. Það var því ekki beinlínis
af neyð sem ég lagði leiklistina á
hilluna í bili, en ég var vissulega á
ákveðnum krossgötum.“
Sjálf kveikja Smámyndasmiðsins
var heimsókn Burton til Hollands
þar sem hún sá frægt dúkkuhús
Petronella Oortman. „Ég settist svo
niður í október 2009 og byrjaði á
Smámyndasmiðnum og skrifaði
hana aftur og aftur næstu fjögur ár-
ir, alls sautján sinnum,“ segir hún
og kímir. „Þegar ég sá húsið spurði
ég mig að því hvers vegna einhver
vildi eiga svo smágert hús sem hún
gæti ekki búið í, með rúmum sem
hún gæti ekki sofið í og mat sem
hún gæti ekki borðað.“
– Söguhetjan bókarinnar, Nella
Oortman, er sannfærandi íbúi
sautjándu aldar, en hún er líka nú-
tímaleg að öðru leyti, til að mynda
hvað varðar femínísk viðhorf hennar
og afstöðu hennar til kynlífs, svo
dæmi séu tekin.
„Einhverjir hafa vissulega gagn-
rýnt bókina fyrir það að Netta sé of
nútímaleg. Hún ólst upp á búgarði,
elst þriggja systkina, frekar frjáls-
leg og ákveðin í fasi og eldfim
blanda af sjálfstrausti og sakleysi.
Þegar við lítum aftur til sautjándu
aldar sjáum við gjarnan fyrir okkur
ungar stúlkur sem eru dauð-
hræddar við kynlíf og áhugalausar
um það en löngunin og forvitnin er
okkur eðlileg og hefur alltaf verið
eðlileg svo það er ekki endilega að
marka þá mynd sem dregin er upp í
sögubókum. Marin er annað dæmi,
metorðagjörn og séð í viðskiptum og
hefði sennilega gengið betur á því
sviði en bróður sínum kaupahéðn-
inum ef hún hefði fæðst karlmaður.
Hún hefði ekki birst þannig í sagn-
fræðiritum, en það er ekki þar með
sagt að hún sé ekki alvöru persóna
frá sautjándu öld með alvöru þrár
og væntingar,“ segir Burton og bæt-
ir við að sjá megi í bókinni hvernig
hin opinskáa og frjálslynda Nella
verður gætnari í orðum og athöfn-
um eftir því sem hún kynnist sið-
ferðislegri íhaldssemi Amst-
erdambúa.
– Hollendingar sautjándu aldar
voru mjög uppteknir af trúar-
brögðum, kalvínistar upp til hópa,
siðbættir mótmælendur, en að sama
skapi voru margir hræsnis- og for-
dómafullir eins og birtist meðal ann-
ars í bókinni.
„Já, og það er einmitt það sem
gerir þetta svo spennandi tíma og
svið fyrir sögupersónur. Amsterdam
þessa tíma var líka vettvangur hug-
myndafræðilegra átaka milli frjáls-
lyndra og íhaldssamra og margir
þeir síðarnefndu voru upp fullir af
gremju vegna frelsisvæðingar sam-
félagsins, ekki síst vegna þess að í
borginni skiptu peningar meira máli
en guðsótti. Fyrir vikið lagði kirkjan
mjög að fólki að gæta þess að
skemmta sér ekki of mikið í þessum
heimi því annars fengi það að kenna
á því í þeim næsta og það kallaði
meðal annars á tortryggni og sam-
félag þar sem fólk njósnaði um ná-
granna sína og kærði óguðlega
hegðun þeirra.“
– Sagan fer af stað ósköp mein-
leysislega, en snemma byggist upp í
henni spenna og jafnvel óhugnaður.
Var það eitthvað sem þú ætlaðir þér
þegar þú settist við að skrifa?
„Það gerðist bara,“ segir Burton
og hlær. „Það hvernig sögunni vatt
fram, hvernig smámyndasmiðurinn
birtist, hvernig spurningin kviknaði
um útvalninguna, það hvort maður
ráði örlögum sínum og geti breytt
þeim og svo má telja – þetta allt
kom til eftir að ég byrjaði á bókinni.
Þetta er bara það sem er að gerast í
kollinum á mér og það kom mér jafn
mikið á óvart og lesandanum,“ segir
hún og hlær dátt.
Blanda af sjálfs-
trausti og sakleysi
Í heimsókn í Ríkislistasafnið í Amsterdam heillaðist Jessie
Burton af dúkkuhúsi frá sautjándu öld og úr varð metsölubók.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Annað land heitir skáldsaga eftir sænska rithöf-
undinn Håkan Lindquist. Í bókinni segir frá fjórtán
ára pilti, Aleks, sem dvelur ásamt fjölskyldu sinni í
flóttamannabúðum í smábæ í Svíþjóð, en þau flúðu
þangað undan borgarastyrjöld í heimalandi þeirra.
Aleks glímir við þá erfiðleika sem fylgja því að
koma sér fyrir í nýju landi, en ekki síst við þær
hörmungar sem hann gekk í gegnum í heimaland-
inu.
Ingibjörg Hjartardóttir þýddi. Salka gefur út.
Nýtt líf í nýju landi
Bjartur hefur gefið út úrval úr ljóðabókum
Hannesar Sigfússonar. Jón Kalman Stefánsson
valdi ljóðin úr átta ljóðabókum Hannesar sem
komu út frá 1949, er fyrsta ljóðabók Hannesar,
Dymbilvaka, kom út og fram til þess að síðasta
bókin, Kyrjálaeiði, kom út 1995, en Hannes lést
1997.
Jón skrifar líka ítarlegan inngang að safninu
þar sem hann gerir grein fyrir ljóðskáldinu og
verkum þess.
Úrval úr ljóðum Hannesar
Líf í blóma heitir safn stuttra frásagna úr hvers-
dagsleikanum eftir Gunnlaug Benedikt Ólafs-
son, líffræðing og kennara. Í bókinni, sem FetA
gefur út, segir Gunnlaugur sögur úr daglegu lífi
sem snúast um listina að lifa og kjarnann í því
að vera manneskja.
Í inngangi að bókinni lýsir Gunnlaugur bók-
inni svo að hún innihaldi hundrað fjölbreyti-
legar blómamyndir og hundrað allskonar hug-
renningar, „afurð miðaldra karls í leit að
víðtækari sælu og ást. Inn á við og út á við.“
Hundrað hugrenningar
Á síðustu árum hefur Kristján Jón Guðnason gefið
út nokkrar teiknimyndasögur og ljóðabók. Spaug
heitir ný ljóðabók hans sem hann skreytir með
pennateikningum.
Kristján lýsir bókinni svo: „Þetta kver saman-
stendur af ljóðum, sem mörg hver eru líka gam-
ansögur. Konum og mönnum til skemmtunar.“
Óþurft gefur bókina út.
Spaug Kristjáns Jóns
Danska ljóðskáldið
og rithöfundurinn
Jon Høyer hefur ver-
ið iðinn við að kynna
Ísland og íslenskar
bókmenntir í heima-
landi sínu og meðal
annars þýtt íslensk
skáldverk. Fyrir
stuttu gaf hann út
bókina Jeg er bare til
i mine digte, en í bók-
inni fjallar hann um
ljóðskáldið Stein
Steinar og kynnir hann sem ljóðskáld
sem hafi alþjóðlega skírskotun.
Høyer rekur ljóðaferil Steins bók
fyrir bók, fjallar um ljóðin í hverri
bók og inntak ljóðanna og birtir þýð-
ingu sína á ljóði eða ljóðum úr við-
komandi bók. Í viðauka birtast ljóð
Steins svo á íslensku.
Í inngangi bókarinnar kemur fram
að ljóð Steins hafi ekki komið út á
dönsku frá því safn ljóða hans í þýð-
ingu Poul P.M. Petersen, Rejse uden
løfte, kom út 1964. Þar segir Høyer
einnig að ljóð Steins birti hverfult lífs
mannsins „sem spor í sandi, sem til-
gangslaust, sem ferð án fyrirheits“.
Bureau Forlag gefur bókina út.
Mynd á kápu gerði Sigurður Þórir.
Ljóð Steins á dönsku
FERÐ ÁN FYRIRHEITS
Steinn Steinarr Jon Høyer