Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Qupperneq 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.05.2016, Qupperneq 44
SJÓNVARP Ekki er útlit fyrir að framhald verði á spennuþáttunum Fjölskyldunni, eða The Family, sem sýndir eru á SkjáEinum um þessar mundir, en ABC- sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum afþakkaði á dögunum seríu númer tvö, þrátt fyrir að þættirnir hafi fengið prýðilegar viðtökur og dóma. Fyrstu seríunni lauk um liðna helgi í Bandaríkj- unum á sannkölluðum „cliffhanger“ og fyrir vikið kom ákvörðun ABC enn meira á óvart. Höfundur The Family, Jenna Bans, hefur upplýst að áhugi framleið- andans hafi staðið til þess að gera fleiri seríur og ekki sé skortur á hugmyndum. Eigi að verða af því þarf önnur sjónvarpsstöð að stíga inn í verkefnið. Að öðrum kosti verða áhorfendur bara að geta í eyðurnar. Fjölskyldunni úthýst ABC 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.5. 2016 LESBÓK KVIKMYNDIR Stikla úr nýjustu kvikmynd sænsku Óskarsverðlaunaleikkonunnar Alicia Vikander er komin í umferð á netinu og þyk- ir lofa góðu. Myndin heitir Tulip Fever og gerist í Hollandi snemma á sautjándu öld. Vikander leikur unga konu sem gift er eldri manni (Christoph Waltz). Allt leikur í lyndi þar til ungur listmálari (Dane DeHaan) er fenginn til að mála af henni portrett. Blossi hlýst af og allt fer á annan endann. Leikstjóri er Justin Chadwick sem síðast gerði Man- dela: Long Walk to Freedom. Af öðrum leik- urum má nefna Judi Dench og Zach Gali- fianakis en frumsýnt verður 15. júlí nk. Hitnar í túlipönunum Alicia Vikander og Christoph Waltz í Tulip Fever. Helstu persónurnar í nýju þáttunum. Ný bresk þáttaröð á RÚV SJÓNVARP Ríkissjónvarpið hefur á sunnudagskvöldið sýningar á nýrri breskri þáttaröð sem gerist á fjórða áratug síðustu aldar. Indian Summers eða Indversku sumrin kallast þættirnir og er sögusviðið þegar tími breska nýlenduveldisins er að líða undir lok á Indlandi og togstreitan milli Breta og inn- fæddra verður sýnilegri. Aðal- hlutverk leika Henry Lloyd- Hughes, Nikesh Patel, Jemima West og fleiri. ÚTVARP Hinn margreyndi út- varpsmaður Guðni Már Henningsson fylgir hlustendum Rásar 2 inn í nótt- ina öll laugardags- kvöld í þætti sínum Næturvaktinni. Guðni spilar tónlist úr öllum mögulegum og ómögu- legum áttum og þegar á þáttinn líð- ur verða óskalög hlustenda æ fyr- irferðarmeiri. Guðni spjallar líka við hlustendur um alla heima og geima og komast iðulega færri að en vilja. Þátturinn er með þeim lífseigustu á rásinni enda augljóslega við alþýðu- skap, bæði tónlistin og spjallið. Inn í nóttina Guðni Már Henningsson SJÓNVARP Stöð 2 hefur á sunnu- dagskvöldið sýningar á annarri seríunni af kanadísk/ungversku spennuþáttunum X Company. Sögusviðið er seinni heimsstyrj- öldin og við fylgjumst með hópi njósnara sem hlotið hafa þjálfun sína í Kanada áður en þeir eru sendir út af örkinni. Með helstu hlutverk fara Évelyne Brochu, Jack Laskey og Warren Brown. Úr þáttunum X Company. Njósnað á Stöð 2 Takmarkið var ekki bara aðsænga hjá karlmönnum; íraun snerist þetta meira um að nudda sér utan í sköpunarkraft- inn. Við skildum og kunnum að meta tónlistina þeirra og þeir vildu hafa okkur í kringum sig. Við vorum tón- listargyðjurnar þeirra.“ Þannig kemst Pamela Des Bar- res, sem kölluð hefur verið „drottn- ing grúppíanna“, að orði í nýrri bók, Groupies and Other Electric Ladies, sem kom út í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Fyrirbrigðið, grúppía, er þar til umfjöllunar í máli og mynd- um. Myndirnar eru eftir ljósmynd- arann Baron Wolman sem elti vin- sælustu hljómsveitirnar á röndum á ofanverðum sjöunda áratugnum en textinn er fjölþættur; í bókinni er meðal annars að finna í heild sinni umdeilda grein um grúppíur sem tímaritið Rolling Stone birti árið 1969. Þá eru þar viðtöl við grúppíur frá þessum tíma og ritgerðir, þar sem málið er skoðað í samhengi við samtímann. Greinin í Rolling Stone hófst á þessum orðum: „Hún náði í sinn mann. Hann var fressið sem hún var á höttunum eftir og náði honum! … í samhengi rokkmenningarinnar lyftir það henni á stall. Hún hafði þegar sængað hjá 17 (eða 36 eða 117) tónlistarmönnum – þar af fjór- um alvöru stjörnum, nöfnum sem eru á allra vörum – og nú vex vegur hennar á ný.“ Pamela Des Barres setur málið í frekara samhengi: „Stelpubönd voru ekki á hverju strái, þannig að lang- aði okkur stelpurnar að hafa afskipti af tónlist var þetta leiðin; að vera með strákunum í böndunum. Á þess- um árum var mun auðveldara að komast í tæri við böndin, auk þess sem mun færri stelpur reyndu það. Ef þú varst sæt stelpa var lítið mál að hitta Mick Jagger eða Jimmy Page. Þeir héngu í klúbbunum í Los Angeles og maður sagði bara „hæ!“. Andrúmsloftið var allt annað [en í dag]; maður hékk bara þarna og fáir dómar voru felldir. Við, grúppíurn- ar, gyðjurnar eða hvað þið viljið kalla okkur, vinguðumst bara við lið- ið. Sumar stelpnanna sváfu ekki einu sinni hjá strákunum, þær vildu bara vera baksviðs og partur af senunni.“ Besti drátturinn Ef marka má greinina í Rolling Stone var virðingin fyrir grúppíun- um ekki mikil. „Öll bönd sem fara á túr ferðast með Cuprex eða A-200 til að drepa flatlúsina sem grúppíurnar smita menn af.“ Þá eru ummæli sumra tónlistar- manna stúlkunum ekki hliðholl. „Grúppíur frá New York eru snobb- aðar og merkilegar með sig … Grúppíurnar frá LA eru án nokkurs vafa bestar – ágengastar og besti drátturinn,“ er til dæmis haft eftir Frank heitnum Zappa. Baron Wolman vill ekki kannast við þetta viðhorf í dag. „Mér þótti vænt um hverja einustu konu sem ég myndaði: Fræddist um líf þeirra og væntingar. Ég reyndi ekki við neina þeirra. Mig langaði bara að deila því sem þær voru að gera með heim- inum,“ sagði hann í samtali við breska blaðið The Guardian í tilefni af útgáfu bókarinnar. Wolman hafði einstakan aðgang að rokkheimum enda inn undir hjá Jimi Hendrix, The Doors, The Roll- ing Stones og fleiri vinsælum bönd- um. Grúppíurnar fylgdu með. „Ég sá þær fyrst baksviðs og ég tók strax eftir einstökum stílnum og sérstöðunni,“ segir hann. Og klykkir út: „Höfum eitt alveg á hreinu; þetta voru ekki vændiskonur. Sumar þeirra vissu meira um tónlist en tón- listarmennirnir sjálfir.“ Pamela Des Barres, eins og hún leit út með- an hún var grúppía. Ljósmynd/Baron Wolman Á ofanverðum sjöunda ára- tugnum var ekki sjálfgefið að allir gengju með myndavélar; eins og í dag. Pamela Des Barres er því Baron Wolman og fleiri ljósmyndurum þakk- lát fyrir að hafa gefið sér tíma til að mynda hana og aðrar grúppíur. „Ég er afar þakklát fyrir að einhverjir hafi verið svo framsýnir að taka ljós- myndir af okkur. Maður sá ekki fyrir sér á þessum tíma að það myndi skipta máli. Að við yrðum mikilvægar.“ Hún er alls ekki þeirrar skoðunar að hippatíminn sé almennt ofmetinn í tónlist. „Alls ekki. Þetta var bylting- arkenndur tími og töfrum líkur. “ Töfrandi tímabil Pamela Des Barres og Baron Wolman. Takmarkið ekki bara að sænga hjá karlmönnum Í nýlegri bandarískri bók, Groupies and Other Electric Ladies, er grúppían til skoðunar í máli og myndum en fyrirbrigðið hefur fylgt dægurtónlistinni allt frá hippatímanum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Úr The Family.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.