Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 17
HJÁLMAR ÁRNASON Reykjanesbær á réttu róli Hjálmar er aðalhvatamaður að hinu landsþekkta átaki Reykjanesbær á réttu róli. Hvergi á landinu hefur verið unnið jafn alhliða að forvörn- um á jafn mörgum sviðum. Átakið hefur breytt mörgu til betri vegar í bæjarfélaginu. Smábátar úr 21.500 í 38.000 tonn Fyrir baráttu Hjálmars og annarra tókst að breyta lögum um smábáta þannig að þeir fá að njóta aukningar i þorski (13,75% ) i stað þess að veiða Saltverksmiðjan loks á réttan kjöl Nokkuð var leitað til Hjálmars við undirbúning að nýjum samningum um rekstur Saltverksmiðjunnar á Reykjanesi. Um gæti orðið að ræða 50 störf. Loks hillir undir að verkmsmiðjan sé komin á traustan grunn. Fjölbrautaskólinn stækkar Fyrir sex árum stækkaði fjöl- brautaskólinn um 3000 fer- metra undir forystu Hjálmars. Nú hefur Hjálmar aftur verið gerður að formanni bygg- inganefndar vegna næsta byggingaráfanga - 4000 fer- metra. Vetrarbrautin Þúsundir bæjarbúa hafa notið útivistaraðstöðunnar á Vetrarbrautinni við Sunnu- braut. Hjálmar átti stóran þátt i að koma þessari hugmynd á framfæri. föst 21.500 tonn. Fyrir vikið er pottur þeirra nú um 38.000 tonn. Björgunarbúnaður fyrir sjómenn Þorbjöm Friðriksson hefur hannað nýjan og byltingakenndan björgunarbúnað fyrir sjómenn. Með honum er búið betur að öryggi sjómanna en verið hefur. Hjálmar veitti Þorbirni mikla aðstoð við að koma búnaðinum áfram. Styrktarsjóður námsmanna. Hjálmar lagði fram frumvarp um styrktarsjóð náms- manna þar sem gert er ráð fyrir því að fyrirtæki og einstaklingar geti fengið skattaafslátt gegn þvi að leggja fé i sjóðinn. NámsfóLk á síðan að geta fengið beina styrki úr sjóðnum. hefur látið verkin tala á fyrsta kjörtímabili sínu á Alþingi. Suðurnesjamenn þurfa áfram á kröftum hans að halda. Kjósum því B-listann og tryggjum okkar Suðurflug - loks rekstrarleyfi Lengi hefur verið baráttumál Suðurnesja að Suðurflug fengi rekstrarleyfi til að afgreiða flugvélar hér syðra. Hjálmar átti mikinn þátt i að þetta Leyfi fékkst.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.