Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 20.05.1999, Qupperneq 7

Víkurfréttir - 20.05.1999, Qupperneq 7
Vorboðarnir komnir á kreik! Hluti af vorkomunni er þegar hjólafólkið tekur fram fáka sína. Hér er Baldur Baldursson klár í umferðina. VF-mvnd: Hrólfur Óskoðuð bifreiðin heimilinu dýr Lögieglan í Keflavík leit eftir ástandi bifreiða Suðumesjamanna í síðustu viku. Það er eigendum bifreiða dýrt að fá aðvörunar- miða frá lögreglunni. Vanræksla á aðalskoðun kostar 8 þúsund og er vanræksla á endurskoðun hálfdrættingur þess. Tuttugu og þrír höfðu vanrækt aðalskoðunarskylduna og 14 endurskoðun, samtals útgjöld að upphæð kr. 240 þúsund. Stefnir í 100 ölvunarakstra 1999 Fjórir ökumenn voru í síðustu viku kærðir vegna meintrar ölv- unar við akstur af lögreglunni í Keflavík. Virðast Suðumesja- menn stefna að því að ná hefðbundinna þriggja stafa tölu í þess- um efnum á árinu. Tuttugu stykki í ratsjána Tuttugu ökumenn lentu í klóm lögreglumanna vegna of hraðs aksturs í vikunni sem leið. Föstudagskvöldið 14. maí kl. 20:30 var rúmlega þrítugur ökumaður stöðvaður á 115 km/klst hraða á Reykjanesbraut við Vogastapa. Til að bæta gráu ofan á svart reyndist kauði lykta af áfengi og var í kjölfariði kærður fyrir meintan ölvunarakstur. Sandgerðisbær Húsnæði Lausar eru til umsóknar tvær íbúdir. Ibúdirnar eru 4ja herbergja, 117m2 í fjórbýlishúsi. Umsóknir berist húsnædisnefnd fyrir 27. maí 1999. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 423 7555 Húsnæðisnefnd Sandgerðisbæjar svart og sykurlaust Iíagkaup í „nýja“ miðbæinn Hagkaup hefur sýnt „nýja“ miðbæ Keflavíkur áhuga en eins og sagt var frá í Víkurfréttum nýlega kynnti Bjarni Marteinsson, arkitekt hugmynd sfna að nýjum stærri miðbæ með yfirbyggðri göngugötu og auknu verslunarrými. 1 hugmyndum Bjarna er gert ráð fyrir stóruni aðila á sviði matvöruverslunar. Hagkaup hefur lengi lýst yfir áhuga sínum á að byggja í Reykjanesbæ, hefur m.a. sótt unt byggingarleyfi á sömu lóð og Samkaup... í hund og kött í Grindavík Það er óhætt að segja að umræður í bæjar- ráði Grindavíkur hafi farið í hund og kött í síðustu viku. Fyrst fór fram uniræða um kattahald og var henni vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. Að því loknu var tekin til umræðu hækkun á hundaleyfis- gjaldi. Ráðið samþykkti að vísa til bæjarstjómar 20% hækkun á hundaleyfis- gjaldi.. Enn einn íslandsmeistaratitillinn Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi (D) sagði á bæjarstjómarfundi að hann hefði séð leik- sýninguna Stæltir stóðhestar á stóra sviði Þjóðleikhússins. Sýningin hefði gengið mjög vel og hlotið frábærar viðtökur hjá tæplega 800 áhorfendum. í lok hennar risu áhorfendur úr sætum og liylltu leikarana. Böðvar sagðist hafa fyllst ntiklu stolti og vildi koma á framfæri hamingjuóskum og Kjartan Már Kjartansson (B) bætti um betur og sagði að þarna hefði Reykjanesbær eignast enn einn íslandsmeistarann því félagið hefði verið valið úr stómm liópi leik- félaga til að sýna á stóra sviðinu... Skilmerkilegar fundargeröir? Lesning fundargerða hinna ýmsu nefnda og ráða sveitarfélaganna á Suðumesja er kaffi- drykkjuhvetjandi svo ekki sé meira sagt. VF-menn reyna eftir mætti að lesa úr mis- munandi vel frarn settum fundargerðum og hafa þaðan fréttir sem áhrif hafa á ibúa Suð- urnesja. Framkvæmda- og tækniráðs Reykjanesbæjar átti fund þann 4. maí sl. Á dagskrá vom tvö mál, (l)Innra starf ráðsins og (2) önnur mál. Fréttakræsingar fundar- gerðarinnar vom síðan, í öllu sínu veldi: 1. mál: Lögð fram gögn, sjá fylgiskjal bls. 1-4 2. mál: Töluverðar untræður urðu um önnur mál. Takk fyrir Framkvæmda- og tækniráð. Gott að fá svona skilnterkilegar upplýsingar. 1fið „hlustum" á saklaust slúður á tölvupósti pket@vf.is Thermo Plus Europe á íslandi hf. er nýstofnað fyrirtæki sem framleiðir kælibúnað til útflutnings á Evrópumarkað. Framleiðslan, sem hlotið hefur alþjóðlega viðurkenningu, er byggð á áratuga langri reynslu kanadísks fyrirtækis og er ætluð til notkunnar í matvælaiðnaði. Óskum eftir aó ráða í eftirtalin störf: Rafiðnaðarmenn, jámiðnaðarmemv, tækniteiknara og starfsmenn í framleiðslu Við leitum eftir dugLegu fóLki með framtíðarstarf í huga og er tilbúið til aó taka þátt í uppbyggingu nýs fyrirtækis í Reykjanesbæ. VinsamLegast Leggió inn á skrifstofu Víkurfrétta, upplýsingar um menntun, starfsreynslu og fyrri störf fyrir 25. maí 1999. Með jyrirfram þökk, THERM0 PLUS EUR0PE Á ÍSLANDI HF. Tímarit Víkurfrétta kemur í lok næstu viku! Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.