Víkurfréttir - 02.09.1999, Page 10
HEILSUHORN VIKURFRETTA
Sykursýkifæði
SYKURSÝKI er efnaskipta-
sjúkdómur sem stafar af skorti
af insúlíni. Til eru tvær teg-
undir af sykursýki: Insúlínháð
sykursýki og insúlínóháð syk-
ursýki.
Mjög algengt er að sjúklingar
sem greinast með insúl-
ínóháða sykursýki séu of
þungir og þurfa þeir að léttast.
Þá má styðjast við megrunar-
fæði 1000-1500 kcal þar til
kjörþyngd er náð. Oftast kem-
ur insúlínháð sykursýki fram á
unga aldri, þá þurfa sjúklingar
að sprauta sig með insúlíni
daglega, en sjúklingar með
insúlínóháða sykursýki þurfa yfirleitt ekki slíkrar með-
ferðar við.
Fjöldi stórra og merkra tilrauna hefur sýnt að regluleg lík-
amsþjálfun getur dregið úr líkum á sykursýki meðal aldr-
aðra en þeir eru í dag stærsti áhættuhópurinn. Offita, rýrir
vöðvar, mjög fituríkt og trefjasnautt fæði eru helstu
ástæður þess að sykursýki skýtur upp kollinu. Allir sykur-
sjúkir þuifa rétt mataræði, þ.e. sykursýkifæði.
Æskilegt er að styðjast við fæðuflokkana , borða fitulitlar
afúrðir, sleppa sykri og sætri matvöru og borða trefjaríka
fæðu. Þuifi að sykra mat skal nota gervisykur sem ekki
gefur orku svo sem sakkarín eða Nutra Sweet. Ýmsar
matvörur em framleiddar sérstaklega fyrir sykursjúka og
má nefna sultu, marmelaði, saft, gosdrykki og sælgæti.
Bananakaka
1 7/2 bolli heilliveiti
7/2 bolli hveitiklíS
3 tsk. Ivftiduft
75g olía
2 stúri.r velþroskaðir bananar
3 egg
7/2 bolli vatn
1 msk.fljótandi genúsykur
Aðferð:
Setjið þurrefni og fititna í skál. Stappið banana og bœtið
þeim út í ásamt eggjttm, scetuefni og vatni. Hrœrið saniati
í hrœrivél. Hellið deiginu í sniurt, hveitistráð, kringlótt
mót. Bakið við 160 gráður Celsíus í 35 mín. Geymið kök-
ttna í kœliskáp.
t
Astkær móðir okkar,
tengdamóðir og amma.
Katrín Kristjánsdóttir
Vallarbraut 2, Njarðvík
áður Hringbraut 52, Keflavík.
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju,
föstudaginn 3. september kl. 14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem
vildu minnast hennar er bent á
Rannsóknarsjóð Gigtarfélags Islands
Björn E. Kjartansson,
Jóhanna Yong, Alan Yong,
Katrín Farren, William Farren,
barnabörn og aðrir vandamenn.
Góður bær betri
-opiö bréf til bæjarstjórnar-
Orð eru til alls fyrst. Það
sannaðist þegar bæjar-
yfirvöld í Reykjanesbæ
ákváðu að fara af stað
nieð forvarnarátak til þess að
bæta bæjarbraginn. Það eru
rúmlega tvö ár síðan átakinu
var hleypt úr vör. Það er ekki
annað að sjá en orð hafi mik-
inn mátt og þau geti líka tekið
á sig lögun. Fyrst er að láta
sig dreyma um eitthvað, síðan
að færa drauminn í orð og þá
er ekkert annað eftir en að sjá
hvernig draumurinn rætist.
Einhverjir fengu þessa hug-
mynd og ræddu málin. Þeir
hefðu getað kæft hugmyndina f
fæðingu, bara vegna þess að
það voru ekki aðrir bæir með
svona átak í gangi. Auðvitað
vom aðilar, sem trúðu ekki á að
átakinu tækist að hafa áhrif á
hugarfar bæjarbúa og vekja þá
til umhugsunar. Það eru alltaf
einhverjir, sem trúa aldrei á
góða hluti. Sem betur fer þá
fengu bjartsýnu raddirnar að
hljóma í bænum og átakið leit
dagsins ljós og fékk yfirskrift-
ina; REYKJANESBÆR Á
RÉTTU RÓLI.
1 dag kannast allir bæjarbúar
við átakið. Fólk finnur hvemig
það hefur aukið áhuga almenn-
ings á því að bæta umhverfi sitt,
bæði heima hjá sér og í bæjarfé-
laginu. Fegrun bæjarins hefur
tekist allvel og gamli bærinn er
núna fegurri en nokkru sinni
fyrr. Hinar ýmsu nefndir hafa
verið stofnaðar, sem snerta
börnin okkar, eldra fólkið,
menningarlíftð o.fl. o.fl. Unnið
hefur verið markvisst með ung-
linga í ýmis konar forvamar-
starfi. Fræðilegir fyrirlestrar
50 ára. Þann 5. september
n.k. verður Þóra Þórhallsdóttir
50 ára. Hún og eiginmaður
hennar taka á móti gestum í
Veitingahúsinu Jenný við
Bláa Lónið laugardaginn 4.
september eftir kl. 20
Basar á
laugardaginn
Fjáröfltinamefnd Kvenfélags
Ketlavíkur stendur fyrir basar
í Iðnsveinahúsinu að Tjamar-
götu 7 laugardaginn 4. sept-
enibermilli kl. 13-17.
hafa verið haldnir. Stórátak í
skólamálum kemur til fram-
kvæmda nú f haust. Kirkjan
hefur einnig komið með þá ný-
breytni að bjóða upp á kyrrðar-
og bænastundir á fimmtudög-
um, fræðsluerindi um fjölskyld-
una og verið með Alfa nám-
skeið.
Það er svo ótalmargt jákvætt
sem gerst hefur sem sýnir það
og sannar að átakið var þarft.
Það hefur vakið marga til þess
að liafa ákveðnari skoðanir á
því, að það er í valdi bæjarbúa
að hafa áhrif á þróun bæjarlífs-
ins. Við finnum að góðir hlutir
eru að gerast út um allan bæ.
Átakið hefur haft þau áhrif á
foreldra að þeir vilja hafa meira
um uppeldi barna sinna að
segja. Þeir samræma betur úti-
vistarreglur barnanna og hafa
meiri aga. Foreldraröltið er gott
dærni um það. Lögreglan hefur
verið með stórátak í eftirliti með
útivistartímum bamanna í bæn-
um. Sumir foreldrar hvetja
bömin markvisst til íþróttaiðk-
ana og leyfa þeim að taka þátt í
alls konar uppbyggjandi starfi.
Margir foreldrar em óþreytandi
í forvamarstarfinu.
Það hafa verið umræður um að
auka þátttöku stúlkna í íþrótta-
starfmu hér í bæ. Það hafa lfka
farið fram umræður um það
hvers vegna stúlkurnar fara
sjaldnar í framhaldsnám og hafi
lakari sjálfsmynd en stúlkur
annars staðar á landinu. Ýmsir
framámenn í bæjarstjóm, sem
duglegir eru að skrifa í bæjar-
blöðin, hafa bent á nauðsyn
þess að hvetja stúlkumar nieira.
Þeir benda á að skapa þurfi
fleiri valkosti fyrir þær til þess
að vekja áhuga þeirra, t.d. á
íþróttum.
Þegar gott fyrirtæki er rekið þá
er stefna þess skýr. Skýr stefhu-
mótun er allt sem þaif til þess
að átakið í bænum okkar nái að
blómstra. Bæjaryfirvöld senda
almenningi skýr skilaboð með
þessu frábæra átaki að góður
bær verði betri. Unnið er að því
á öllum vígstöðvum og í mörg-
um nefndum.
Við erum bjartsýn á að margt
eigi eftir að breytast til hins
betra á næstu mánuðum. Við
getum öll verið stolt af bænum
okkar og stefriu bæjaryfirvalda í
|iessum efnum. Með þessu átaki
geta bömin okkar upplifað ör-
uggt umhverfi og notið þess að
alast hér upp. Við treystum því
að góðu öflin ráði hér ríkjum.
Hér fær engin vafasöm starf-
semi að festa rætur. Það er
hugsað til framtíðar á öllum
sviðum. Leiðarljósið er þess
vegna bjart. Gott og fjölbreytt
heilbrigt mannlíf bíður barna
okkar.
Með vinsemd og virðingu,
Björgvirt Skatphéðinsson, Einar
Guðberg, Elín M. Hjelm. Frið-
jón Einarsson, Gréta Lind
Arnadóttir, Guðlaug H. Hall-
dórsdóttir, Guðrún Olafsdóttir,
Hafrún Kristinsdóttir, Hetga
Margrét Guðmuhdsdóttir, Helgi
Guðleifsson, Ltntfey G. Jóhann-
esdóttir, Jón Olafur Arnttson,
Ólttfía Ólafsdóttir, Ólöf H.
Gunnarsdóttir, Marta Eiríks-
dóttir, Sigttrþór Stefánsson og
Skúli Agústsson.
Ungur listaniaður,
Júlíus Saniúelsson,
opnar myndlistar-
sýningu í sal Mynd-
listarfélagsins, Svarta
pakkhúsinu, laugardag-
inn 4. september.
Á sýningunni eru XX verk
og eru þau flest til sölu.
Sýningin er opin uni helgar
frá kl. 14-20 en virka daga
kl. 18-22. Sýningin verður
opin til 19. september.
10
Víkurfréttir