Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 02.09.1999, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 02.09.1999, Blaðsíða 23
STEINÞÓR í TOPPFORMI Steinþór Geirdal Jóhannsson er 18 ára Keflvíkingur sem hefur sýnt afburðaárangur á keilumótunt undanfama mán- uði. 1 apnl sl. varð hann Norð- urlandameistari í unglinga- flokki, hann var valinn keilari ársins 1999 og náði bikar- meistaratitlinum með liði sínu, Liða. Steinþór á þrjú ís- landsmet í unglingaflokki í einum leik og litlu munaði að hann jafnaði heimsmetið sem er 300 stig en hann náði 298 stigum. Hann setti íslandsmet í fimm leikjum með 1146 stig- um og í sex leikjum með 1347 stigum. Steinþór hefur ekki látið staðar numið við meta- söfnun því hann endaði með hæsta meðaltal á sumarmeist- aramóti í tvímenningi, eða 201,7 stig. „I nóvember fer ég með karlalandsliðinu í keilu á heimsmeistaramót í Samein- uðu arabísku furstadæmunu. Það verður gaman því þetta er staður sem maður fer að öllu jöfnu ekki til.” Ertu á leið í at- vinnumennskuna? „Nei, ætli maður haldi þessu áhugamáli ekki innan ákveðinna marka. Ég er bara að hafa gaman af þessu”, sagði þessi ungi af- reksmaður að lokum. Innanbæjareinvígi í Keflavík í kvöld Njarðvíkingar lögðu Grindvík- inga létt 91-69 í fyrstu umferð Reykjanesmótsins og Keflvík- ingar Hauka 91-67. Hinn bandaríski leikmaður Njarðvík- inga, Pemell Perry, stimplaði sig verulega vel inn eftir slæ- lega frammistöðu í nýafstöðnu hraðmóti Vals og skoraði 37 stig, tók 20 fráköst og varði 5 skot . Leikurinn í kvöld hefst kl. 20. Reykjanesmótið í körfuknatt- leik heldur áfrarn í kvöld með leik leik Keflavíkur og Njarð- víkur á sunnubrautinni kl. 20. Dagskrá Reykjanesmótsins: Sunnudaginn 5. ágúst Keflavík - Grindavík kl. 20 Haukar - Njarðvík kl. 20 Þriðjudaginn 7. ágúst Njarðvík - Keflavík kl. 20 Fimmtudaginn 9. ágúst Haukar - Keflavík kl. 20 Njarövík - Grindavík kl. 20 Sunnudaginn 12. ágúst Grindavík - Keflavík kl. 20 Njarðvík - Haukar kl. 20 Fimmtudaginn 16. ágúst Grindavík - Haukar kl. 20 Sunnudaginn 19. ágúst Haukar - Grindavík kl. 20 Grindvíkingar hraðmótsmeistarar Árlegu hraðmóti Valsmanna í körfuknattleik lauk síðastliðinn sunnudag með 50-48 sigri Grindvíkinga á Keflvíkingum úr úrslita- leik mótsins. Mótið þótti ekki af háum gæðaflokki og mörg úrvals- deildarliðanna í feitara lagi. Maður mótsins var öðmm fremur bandaríkjamaður Grindvíkinga Randy Bolden sem sallaði 29 stig- um á Keflvíkinga í úrslitaleiknum. Sérferð á Evrópuleikinn Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hyggst bjóða upp á ferðapakka til London vegna leiks Reykja- nesbæjar (IRB) og Adidas Greater London Leopards í undankeppni Evrópukeppni fé- lagsliða 21. september. Boðið er upp á flug og gistingu á mjög góðum kjömm frá 18.-22. sept- ember en einnig geta menn flogið út mánudaginn 20. Leik- urinn fer fram í London Arena í Limeharbour og geta menn nálgast upplýsingar um að- göngumiða hjá Úrvali-Útsýn. STARFSFÓLK STUDEO HULDU Starfsfólk óskast! Studeo Huldu óskar eftir starfsfólki á aldrinum 20-40 ára sem getur bytjað strax. Einnig óskum við eftir mjög bamgóðri manneskju til að gæta barnanna i barnagæslunni, þarf að vera þolinmóð og hugmyndarík. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband eins fljótt og hægt er í sima 421-6303 rnilli kl. 07-12. LÍKAMSRÆKTARSTÖÐIN Hafnargötu 23 • Keflavík • sími 421 6303 Hópa og fyrirtækjakeppni Utanhúss knattspyrnumót Knattspyrnudeildar Keflavíkur Sunnudaginn 5. september að Iðavöllum er fyrirhugað að halda knattspyrnumót þar sem spilað verður í 7 manna liðum á hálfan völl í 2x15 mínútur á lítil mörk. Þátttökugjald er kr. 15.000.- og skal greiðast fyrir keppni. Leikmenn mfl. í efstu tveimur deildum er ekki leyfilegt að taka þátt. Skráning er í síma 421 5388 fyrir 3. september. ALLTAF í BOLTANUM? REYKJANESMÓT - KÖRFUBOLTI - ÍÞRÓTTAHÚS KEFLAVÍKUR Keflavík - Njaróvík Saltver fimmtudaginn 2. september kl. 20.00 útgeó ■ rækjuvinnsla Víkurfréttir 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.