Víkurfréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 27
n á lislandl
Stór hópur af bandarísku ferðaskrifstofufólki
heimsótti Stekkjarkot fyrr í vikunni. Hópurinn
var hér á vegum Flugleiða og kom í 4 daga ferð
til Islands til að skoða sig um.
Þetta er í fyrsta sinn sem svo stór hópur ferðaskrif-
stofufólks kemur til Suðumesja í kynningarferð og
á þetta eflaust eftir að skila góðum árangri fyrir
ferðaþjónustu á svæðinu. Helga Ingmundardóttir,
leiðsögumaður og framkvæmdastjóri Ferðaþjón-
ustu Suðumesja, og Helga Sigrún Harðardóttir, hjá
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofunni, tóku á
móti hópnum. Kalt var í veðri þennan dag og því
neituðu fáir sopanum góða, þó bragðið væri ekki
að allra skapi. Hópurinn hélt því uppá Flugstöð að
lokinni heimsókn í Stekkjarkot með eld í æðum.
VF-ljósmynd: Silja Dögg Gunnarsdóttir
Hvens vegna
var Olafs
ekki getið?
Jóhann Geirdal (J) benti á, á
fundi bæjarstjórnar Reykja-
nesbæjar á þriðjudag, að
ósamræmi hefði verið í
kynningum á dagskrá á opn-
unarhátíðar Reykjaneshall-
arinnar. Ræðumenn voru
auglýstir og nafngreindir í
landsmálafjölmiðlum og
bæjarblöðum og bar þeim
saman um dagskrá að því
undanskyldu að Olafs
Thordersen, formanns
Iþróttabandalags Reykjanes-
bæjar, var ekki getið í dag-
skrá bæjarblaðanna.
Jóhann fór fram á að ffá skrif-
lega útskýringu á því af hverju
þessi ruglingur stafaði og hver
hefði séð um gerð auglýsing-
arinnar. „Var það sú staðreynd
að formaður IRB er jafnframt
bæjarfulltrúi Samfylkingarinn-
ar sem olli því að þeir sem
undirbjuggu opnuna gættu jDess
að hans væri ekki getið þegar
auglýst var í staðarblöðum?",
spurði Jóhann og nú er það
meirihlutans að svara.
HITAVEITA
SUÐURNESJA
Hitaveita Suðurnesja er t eigu
sveitarfélagana á Suðurnesjum.
Hjá Hitaveitunni starfa um 75
manns þar sem vinnuumhverfið er
starfsvænt ug staðblær góður.
Mörkuð hefur verið stefna i
endur- og símenntun starfsmanna.
HS vinnur að uppbyggingu iðnaðar
sem nýtir jarðvarma, grunnvatn og
aðrar auðlindir Suðurnesja.
Hitaveitan leitar að starfsmönnum
með staðgóða tækniþekkingu,
starfsleikni, frumkvöðulshugsunar
og agaðra og sjálfstæðra
vinnubragða.
Hjá fyrirtækinu er beitt altækri
gæðastjórnun (AGS),
umhverfisstjórnun og
framsækinni viðhaldsstefnu.
Varmaorkuver Hitaveitu
Suðurnesja framleiðir 150 MW af
heitu vatni og 45 MW af rafmagni.
j orkuverinu er flókinn vél- og
rafbúnaður svo sem gufuhverflar,
dælur, stjórnlokar,
háspennubúnaður og
umfangsmikill stýribúnaður.
Öflugur kerfiráður stjórnar
orkuverinu. Viðhald á orkuverinu
er ástandstýrt og tölvukeyrt, notuð
eru við það öflug mælitæki.
I orkuverinu eru 24 starfsmenn.
Uppbygging á kerfisráð og
viðhaldskerfí eru meðal þeirra
verkefna sem þung áhersla verður
lögð á í framtíðinni. Nýlega var
tekið í notkun nýtt raforku
og varmaorkuver.
Starfsemi rafmagnsdeildar nærfrá
rafmagnsframleiðslu í Svartsengi
að notkunarstað á orkuveitusvæði
Hitaveitunnar. Helstu verk innan
rafmagnsdeildar eru uppbygging
og viðhald á, há- og
lágspennudreifkerfi,
aðveitustöðvum, dreifistöðvum
og þjónustu við notendur.
I rafmagnsdeild eru 15 starfsmenn
sem eru staðsettir í Svartsengi
og höfuðstöðvum Hitaveitunnar í
Reykjanesbæ.
Meðal þeirra verkefna sem lögð
verður mikil áhersla á, á næstunni
eru. tölvuvæðing á lagnakortum,
tölvuvætt viðhaldskerfi,
kerfisráður, endurnýjun
og lagfæringar á dreifistöðvum.
Hitaveita Suðurnesja
óskar eftir að ráða í eftirtalin störf
Orkuver
Vélfræðing
Helstu þættir starfsins eru:
Viðhald og rekstur orkuvers og dælustöðva.
Uppbygging á viðhaldskerfi og kerfisráð orkuversins.
Starfað er í anda altækrar gæðastjórnunar.
Helstu kröfur:
4. stig frá vélskóla og sveinsréttindi í málmiðnaðargrein
og/eða rafvirkjaréttindi æskileg.
Haldgóð þekking á PC tölvum, iðntölvum og mæli- og stjórnbúnaði.
Viðkomandi þarf að geta haftfrumkvæði og starfað sjálfstætt.
Eiga auðveltmeð mannleg samskipti.
Tungumálakunnátta, a.m.k. enska.
Nánari upplýsingar veita stöðvarstjóri/viðhaldsstjóri
orkuversins í Svartsengi, sími 426 8611.
Rafmagnsdeild
Rafmagnsverkfræðing, rafmagnstæknifræðing
Helstu þættir starfsins eru:
Hönnun á há- og lágspennudreifikerfum.
Rekstur og viðhald á aðveitu- og dreifikerfum.
Verkumsjón.
Almenntskipulag.
Vinna við landupplýsingakerfi.
Uppbygging á verkbókhaldi.
Samvinna við aðrar deildir s.s. mæli- og stjórnbúnaðardeild, orkuver o.fl.
Helstu kröfur:
Fullnaðarpróf frá rafmagnsdeild verkfræði- eða tækniskóla.
Rafvirkjaréttindi og/eða reynsla við rafvirkjastörf við háspennuvirki æskileg.
Haldgóð þekking á iðntölvum og mæli- og stjórnbúnaði.
Góð þekking á íslensku, ensku og einu norðurlandamáli.
Rafvirkja, rafveituvirkja
Helstu þættir starfsins eru:
Annast viðhald og viðgerðir á dreifikerfi, línum og götulögnum.
Annast nýlagnir, tengingar og frágang.
Vinna við liðavernd, álagsstýrikerfi og uppsetningu liða.
Eftirlit og umsjón á verktökum.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður rafmagndeildar
á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, sími 422 5200.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36 Njarðvík,
sími 422 5200 og skulu umsóknir berast þangað eigi síðar en 22. mars 2000.
27