Víkurfréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 19
Fréttir úr bæjarstjórn Reykjanesbæjar 2000
Tónlistaskóli Reykjanesbæjar
Mikið líf og fjör
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er nýr
tónlistarskóli sem varð til við sam-
einingu Tónlistarskóla Njarðvikur og
Tónlistarskólans í Keflavík. Vel hefur
gengið að ráða starfsfólk og skólinn
er nú með dreifðan tónlistarskóla
eða á alls 5 stöðum; á Austurgötu
13, Þórustíg 7, Heiðarskóla, Holta-
skóla og Myllubakkaskóla. Næsta
haust bætist Njarðvíkurskóli I hóp-
inn. Nemendafjöldi er 438 og kenn-
arar ásamt skólastjóra eru 35 tals-
ins.
Skólinn fór mjög vel af stað, að
sögn Haraldar Árna Haraldssonar
skólastjóra. „Sérstaklega I Ijósi þess
að um leið og gömlu tónlistarskól-
arnir voru sameinaðir, hófum við
umfangsmikla starfsemi I þremur af
fjórum grunnskólum bæjarins. Þar
kennum við forskóla I 1. og 2. bekk
og hljóðfæranemendur I 3. - 6. bekk
og I stöku tilfellum I 7. bekk, fá
börn hljóöfæratimana sina á skóla-
tíma. Það fyrirkomulag er alger
bylting fyrir nemendur, foreldra
þeirra og ekki siður tónlistarkennar-
ana, sem geta byrjað og lokið
vinnudegi sínum á eðlilegri tíma en
áður var", segir Haraldur.
Að sögn Haraldar gengu ráðningar
kennara að hinum nýja skóla nokk-
uð vel. „Lang flestir af kennurum
Tónlistarskóla Njarðvíkur og Tónlist-
arskóla Keflavíkur ákváðu að þiggja
starf við nýja skólann, en nýtt fólk
var síðan ráðið I þau störf sem losn-
uðu. Það sem helst er til vandræða í
kennaramálunum er mikill hörgull á
forskólakennurum, sem tefur okkur
og gæti jafnvel hindrað okkur I að
ná settum markmiðum varðandi
forskólakennsluna", segir Haraldur.
Haraldur segir að mikiö líf og fjör
hafi verið I starfseminni I vetur.
Lúðrasveitir skólans fóru á lúöra-
sveitamót á Blönduósi I október,
Stórsveit Tónlistarskóla FÍH kom I
heimsókn og hélt tónleika I Frum-
leikhúsinu og í desember voru
haldnir um 40 jólatónleikar á veg-
um skólans. „Rússnesku harmon-
ikkusnillingarnir og tvíburarnir Yuri
og Vadim Fjodorov komu í heim-
sókn I febrúar og héldu fyrirlestur
og tónleika. Síöan var febrúar
þemamánuður hjá okkur. Þá unnu
nemendur að eigin tónsmíðum
undir þemaheitinu „Tónsmiðjan",
sem jafnframt er tónsmiðasam-
keppni og verða verðlaun veitt á
skólaslitum I vor. Við héldum svo
upp á Dag tónlistarskólanna, þann
26. febrúar s.L, með tónleikaröð, alls
5 tónleikum þar sem nemendur
komu fram og fluttu Tónsmiðju-
tónsmíðar sínar. Alls frumfluttu
nemendur og kennarar Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar hátt á annað
hundrað tónverk þennan dag á vel
sóttum tónleikum", segir Haraldur.
Það sem af er vetri og á næstunni
eru fjöldi tónfunda á dagskrá, en
þeir eru haldnir að jafnaði á 2-3
vikna fresti allt skólaárið. „Ég hef
mjög góða manneskju meö mér við
stjórnvölinn sem er Karen J. Stur-
laugsson, aðstoðarskólastjóri og á
skrifstofunni er Alda Ögmundsdótt-
ir sem afskaplega ötull og klár
starfsmaður. Við upphaf skólans s.l.
haust var svo skipaður fagstjóri við
hljómborðsdeild, Ragnheiður Skúla-
dóttir. Hún er fyrsti fagstjórinn sem
skipaður er viö skólann en ráðgert
er að fagstjóri verði skipaður við
allar fjölmennustu deildirnar", segir
Haraldur Árni að lokum.
Endurbygg-
ing Duus-
húsanna
Skipaður hefur verið starfshópur
sem hefur umsjón með þeim lag-
færingum sem átta hafa sér stað á
undanförnum árum á Duus-húsun-
um. Markmiðið er að húsin verði
gerð upp I sitt upprunalega horf, en
Bryggjuhúsið sem Hans Peter Duus
kaupmaður I Keflavík reisti árið
1877 og viðbyggingin noröan viö,
eru tvímælalaust einhverjar merki-
legustu menningarminjar á Suður-
nesjum og jafnvel þó víðar væri
leitað. Þessar lagfæringar eru gerð-
ar í samráði við Arinbjörn Vil-
hjálmsson arkitekt, en kostnaðurinn
við að gera húsin upp er u.þ.b. 200
millj. kr. og er áætlað aö þaö taki
10 ár að klára verkefniö.
Hjörtur Zakaríasson bæjarritari, er I
starfshópnum um endurbyggingu
Duus húsanna ásamt Sveini Núma
Vilhjálmssyni verkfræöingi og Guð-
leifi Sigurjónssyni forstöðumanni
byggðasafnsins. Hjörtur segir að
meginhugmyndin sé aö gömlu hús-
unum á Duus og Fischer torfunum
verði gert hátt undir höfði og þeim
fundiö nýtt hlutverk sem eflir
menningu og ferðamannaþjónustu
á svæðinu.
„Einnig er litið á uppbyggingu hús-
anna sem eflingu svæðisins I kring-
um smábátahöfnina. Þannig verði
skapað svæði sem dregur til sín
straum ferðamanna sem fram til
þessa hefur legið fram hjá miðju
Reykjanesbæjar þó svo að flestir
ferðamenn sem til jslands koma fari
um bæjarhlaðið. Á Duus-torfunni
sjáum við fyrir okkur Byggðasafn,
fjölnota hús, t.d. fyrir ráðstefnur og
upplýsingamiðstöð fyrir ferða-
menn", segir Hjörtur.
Á síðasta ári var klárað að klæöa,
einangra og setja hita I norðurenda
húsanna, og nú er verið að Ijúka
klæðningu á versturhlið bíóhússins.
Um leið og því er lokið mun mun
starfshópurinn draga sig I hlé og
menningarnefnd taka við og halda
áfram uppbyggingu svæðisins.
Framkvæmdir 2001-2003
Félagsþjónusta
Breyting á félagslegum eignaribúðum I félagslegar leiguí-
búðir og Kirkjuvegur 5.
Skóla- og fræðslumál
Leikskólinn Holt stækkaður um tvær deildir ásamt lóð árið
2003.
Framnesskóli verði nýttur undir fullorðinsfræðslu.
Undirbúningur aö byggingu nýs grunnskóla, Thorkelískóla
hefst árið 2003.
Undirbúningur að byggingu nýs Tónlistarskóla hefst árið
2003.
Menningarmál
Áfram unnið að endurgerð Duushúsa og Fisherhúss.
Iþróttamál
Ljúka endurbótum á iþróttamiðstöð Njarðvikur 2001-2002.
B-sal við Sunnubraut breytt I fimleikasal 2001.
Skipulagsmál
Framkvæmdum viö gamla bæjarhluta Keflavíkur lokið árið
2002.
Framkvæmdir við endurgerð Hafnargötu hefjast árið 2003.
Hafinn verði undirbúningur aö gerð útivistarsvæðis á Fitj-
um.
Áfram unnið að varanlegri lausn frárennslismála í öllum
hverfum bæjarins.
Gert er ráð fyrir sérstökum viðhaldsverkefnum á götum
samkvæmt verkefnaskrá tæknideildar.
Áætlun um viðhald lóða og húsa I eigu bæjarfélagsins
byggir á verkefnaskrá tæknideildar.
Reiknað er með því, að tekjur af úthlutun lóða standi undir
kostnaði við gatnagerð í nýjum hverfum.
Annað
Gert er ráð fyrir áframhaldandi þátttöku Reykjanesbæjar I
þeim verkefnum sem nú þegar unnið er að, svo sem D-álmu
Sjúkrahússins, búnaðarkaup Fjölbrautaskólans o.fl.
Gert er ráð fýrir stofnframkvæmdum Vatnsveitunnar sam-
hliða gerð nýrra gatna, að reist veröi tvö biðskýli fyrir al-
menningsvagna og endurnýjun á bilaflota Áhaldahúss.
19