Víkurfréttir - 11.05.2000, Síða 15
Lionsklúbburinn Æsa í
Njarðvík og Lionsklúbbur
Njarðvíkur, færðu nemend-
um 8. bekkjar Njarðvíkur-
skóla, stuttermaboli að gjöf
sl. þriðjudag. Bolirnir eru
með áletruninni „Víma er
gríma“ en við afhendinguna
brýndu lionskonur fyrir
krökkunum að láta öll ffkni-
efni eiga sig.
□ i-wm ~mmm 4.5.2000+0100 2 ILOVEYOU
D Imbhb ■ a B'>æae 4.5.2000 +0000 2 ILOVEYOU
D 4.5.2000 +0000 2 ILOVEYOU
D fnfi *fi in 4 .5.2000+0000 2 ILOVEYOU
D » 0 4.5.2000 +0000 2 ILOVEYOU
D i 4.5.2000+0000 2 ILOVEYOU
D Í mÍm a — 2 4.5.2000 +0000 2 ILOVEYOU
D UIOH 3 4 .5.2000 +0000 2 ILOVEYOU
D 4 4 .5.2000 +0000 2 ILOVEYOU
D ■ 5 4.5.2000+0000 2 ILOVEYOU
D hk msmmm: t b 4.5.2000 +0000 2 ILOVEYOU
O ubb# a smmm 7 4.5.2000 +0000 2 ILOVEYOU
D 8 4 .5.2000 +0000 2 ILOVEYOU
D ? m ■ JH«Pff s 9 4.5.2000 +0000 2 ILOVEYOU
' i ■ 1 - 4 5 ?nnn +f¥inn 2 n nvFYfu i
Ástarormurinn
kíkti í Bláa lónið
Nýr tölvuormur er nú í hraðri
útbreiðslu um allan heim.
Ormurinn kom fram fimmtu-
daginn 4. maí og hefur þann
eiginleika að dreifa sér leiftur-
hratt gegnum tölvupóstforritið
Outlook. Hér er um að ræða
„Visual Basic Script“ orm sem
gengur undir nafninu „I-
LOVE-YOU". Fólki er bent á
að opna ekki tölvupóst með yf-
irskriftinni „I LOVE YOU“,
heldur eyða honum strax.
Vírusinn getur eyðilagt tónlist-
arskrár og myndaskrár ásamt
því að valda ýmsum öðrum
óskunda. Ef Microsoft Outlook
eða Outlook Express er notað,
er hætta á að vírusinn sendi
sjálfan sig á alla sem eru í net-
fangaskrá viðkomandi tölvu.
Komin eru fram ný afbrigði af
„ástarorminum“ ILOVEYOU,
en þau heita Joke, IMISSYOU
og „I miss you“.
Tölvukerfi Bláa lónsins var
meðal kerfa sem sýktust af
vírusnum, en skv. fréttum Stöðv-
ar 2 urðu um 80% fyrirtækja á
Islandi sem urðu fyrir barðinu á
honum. Bjöm Ragnarsson, fjár-
málastjóri Bláa lónsins sagði að
vírusinn hefði sloppið inn fyrir
vírusvöm kerfisins sl. fimmtu-
dagsmorgun. „Þetta er nýr víms
og vírusvamir hafa því ekki enn
verið búnar til fyrir hann. Einn
starfsmanna okkar setti vímsinn
af stað. Hann er búinn að eyða
öllum skrám sem innihalda
myndir, svokölluðum jpg-skrám,
sem vom á sameiginlegu svæði.
Við vonum að tjónið verði ekki
mikið en við tökum dalega afrit-
anir af öllum gögnum. Við fáum
mann eftir helgina til að líta á
kerfið fyrir okkur og hlaða inn
gögnum sem hafa tapast", sagði
Bjöm og bætti við að þetta kenn-
di fólki væntanlega að vera á
varðbergi gagnvart slíkum víms-
um í ffamtíðinni.
Hvenfisháhi í Innri-Njarðvík
Innri-Njarðvíkingar gera sér
ýmislegt til dundurs þegar vet-
ur konungur kveður og blómin
fara að springa út. Síðastliðin
tvö ár hafa nokkrir einstakling-
ar, með stuðningi Systrafélags-
ins, staðið fyrir fjölskylduhátíð
í hverfmu. Arið 1998 vom þátt-
takendur um 100 manns og ári
síðar mættu 170 manns, sem
verður að teljast afbragðs þátt-
taka. I ár stendur til að halda
aðra slíka hátíð, þar sem íbúar
em þegar famir að spyrjast fyr-
ir um hvenær næsta hátíð verð-
ur.
Erlingur J. Leifsson, er í undir-
búningsnefnd fyrir Sögudag
2000, en það er nafnið á hátíð-
inni í ár þar sem sögulegum
fróðleik um Innri Njarðvík er
fléttað inní dagskrána á marg-
víslegan hátt. „I fyrra vorum
við með ratleik, en svörin við
spumingunum byggðust á sögu
hverfisins. Mjög góð þátttaka
var í ratleiknum og svo var
endað í safnaðarheimilinu.
Þangað mætti innfæddur Innri-
Njarðvíkingur, sem sagði frá
uppvexti sínum fyrir nokkmm
áratugum. Rúsínan í pylsuend-
anum var svo heimsókn
íþróttaálfsins. Að lokum var
grillað, sest niður og spjallað
saman“, segir Erlingur en
nefndin hyggst, eins og fyrr
segir, endurtaka leikinn innan
skamms en fara þá um annan
hluta hverfisins í göngu og
hengja upp spjöld á þeirri leið
með fróðleiksmolum um sögu
hverfisins. „Við ætlum að fá
aðkeyptan skemmtikraft á há-
tíðina en ekki er enn búið að
ákveða hvort hún verði haldin
28. maí eða laugardaginnn 3.
júní“, segir Erlingur.
A síðasta ári fór undirbúnings-
nefndin fram á fjárstuðning til
Reykjanesbæjar vegna hátíðar-
innar. Beiðninni var hafnað á
þeim forsendum að hún hefði
fordæmisgildi fyrir önnur
hverfi f bænum. Erlingur telur
að slíkt fordæmi væri bara af
hinu góða og Reykjanesbær
þyrfti ekki að kosta svo miklu
til. „Það er alltaf verið að kvar-
ta yfir því að fjölskyldan eyði
of litlum tíma saman en slíkur
dagur er einmitt gerður fyrir
fjölskylduna. Eg tel einnig að
hann auki samkennd fólks og
gefi því tækifæri til að hittast
og tala saman, sem það gerir
annars ekki. Við vildum sjá
slíkar hátíðir í öllum hverfum",
segir Erlingur og hver veit, sú
ósk á e.t.v. eftir að verða að
veruleika.
FLUGMALASTJORNIN
KEFLAVIKURFLUGVELLI
Tilkynning til íbúo Reykjonesbæjor
Vegna framkvæmda við Ijósabúnað á aðalflugbrautinni
(norður/suður) á Keflavíkurflugvelli er óhjákvæmilegt
annað en að beina allri flugumferð inn á
austur/vestur flugbrautina.
Þetta mun hafa i för með sér aukna flugumferð yfir
byggð meðan á framkvæmdum stendur.
Reiknað er með að framkvæmdum Ijúki í lok ágúst nk.
Flugvallarstjórinn á Keflavíkurflugvelli
Björn Ingi Knútsson
15