Víkurfréttir - 31.05.2000, Side 8
Afrakstur vetrarins sýndur
Lcikskólabörn á Heiðarseli héldu skemmtilega lista-
sýningu í síðustu viku. Þar sýndu þau afrakstur
vetrarins og foreldrar voru með kaifisölu. Ekki er
annað hægt að segja en að gestir haíi kunnað vel að meta
verk litlu snillinganna. VF-mynd: Hilmar Bragi
1 iK EIGNAMIDLUN SUDURNESJA Sigurður Ragnarsson, fasteignasali-Böðvar Jónsson, sölumaður
Hafnargötu 17, Keflavík - Sími 421 1700 Fax 421 1790 - Vefsíða www.es.is
Efnalaug og Þvottaþjónusta
Nú er rétta tækifærið komið. Góð og
vel rekin starfsemi sem hentar fyrir
3 starfsmenn. Fyrirtækið er búið nýjum
og vönduðum tækjum og er með mörg
fyrirtæki í föstum viðskiptum.
Starfsemin felur í sér m.a. hreinsun á
fatnaði, leigu á dúkum og gólfmottum ofl.
Nánari upplýsingar á skrifstofu.
Málaraþjónustan
Getum bætt viö okkur
inniverkefnum í sumar.
Upplýsingar gefa
Carl, sími 896 5801
og Einar, sími 899 8004
Vilhjálmur Þorleifsson við sóðaskapinn í beðinu á Holtinu. VF-mynd: Silja Dögg
Sóðap á ferð
Vélarhlutar, trébretti
og annað rusl var
meðal þess sem Vil-
hjálmur Þorleifsson, bæjar-
starfsmaður, fann I blóma-
beðinu í Holtinu við Faxa-
braut í síðustu viku. „Eg er
I____________________
hneykslaður á þessum
sóðaskap. Það munar engu
fyrir fólk að trylla þessu
upp í Sorpeyðingastöð. Ég
trúi ekki að börn hafi verið
að verki, því þetta eru
þungir hlutir og mikið
magn“, sagði Vilhjálmur en
hann var í óðaönn við að
hreinsa upp ruslið þegar
blaðamann Víkurfrétta bar
að garði.
Nemendasýningar í
Svar t a- Pakkhúsinu
Tvær sýningar opna í Svarta Pakk-
húsinu, Hafnargötu 2 í Reykjanes-
bæ, á næstu dögum.
Nemendur í Baðstofunni opna sýningu á efri
hæð hússins á morgun, en Kristinn Már
Pálmason hefur leiðbeint þeim í vetur. Opn-
unartími sýningarinnar er frá kl. 17-20 á
fimmtudag og föstudag og frá kl. 14-20 á
laugardag og sunnudag. Þetta er árviss nem-
endasýning sem hefur verið vel sótt á liðnum
árum, en Baðstofan hefur verið starfrækt sl.
30 ár.
Nemendur Reynis Katrínarsonar, hjá Mynd-
listarfélaginu opna sýningu nk. laugardag, en
hún verður opin um helgina frá kl. 14-20.
Listamennimir eru á aldrinum 18-70 ára og
verkin eru unnin með blýanti, pastellitum,
vatnslitum, olíu og akríl.
8