Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 31.05.2000, Side 10

Víkurfréttir - 31.05.2000, Side 10
Blómamark- aður Systra- félagsins Helgina 2., 3. og 4. júní nk. verður Systrafélag Ytri- Njarðvíkurkirkju með sinn árlega blómamarkað við kirkjuna. Þetta er 20. árið sem félagið er með blómamarkað og er hann orðinn fastur liður í hugum margra bæjarbúa. Margir bíða eftir honum og telja að þá sé sumarið fyrst hafið þegar Systrafélagskon- ur hefja blómasölu sína. Þetta er aðal fjáröflunarleið félagsins og vonumst við eft- ir að sem flestir komi og geri góð kaup. Sem fyrr verða á boðstólnum sumarblóm, rós- ir, runnar og fjölær blóm. Markaðurinn er við kirkjuna og hefst kl. 12 á föstudag. Laugardag og sunnudag verður opið frá kl.13-16. Með fyrirfram þökk fyrir góðan stuðning, Systrafélag Ytri- Njarðvíkurkirkju Mældur á 15Z km hraða Ungur karlmaður var sviptur ökuréttind- um til bráðabirgða eftir að ökuhraði hans var mældur 152 km/klst á kafla þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. Atburðururinn átti sér stað á móturn Grindavík- urvegar og Reykjanesbrautar skömmu eftir miðnætti á að- faranótt mánudags. vfis DAGLEGAR FRÉTTIR FRÁ SUÐURNESJUM FRÉTTAVAKT í SÍMA 898 2222 Pétur Brynjarsson, aðstoðarskólastjóri, Rebekka Magnúsdóttir, foreldri, Guðjón Kristjánsson, skólastjóri, Þráinn Maríusson, formaður foreldrarfélagsins, Linda Gústafsdóttir, gjaldkeri, Helga Birgisdóttir, foreldri. Á myndina vantar Guðrúnu Teitsdóttir, ritara félagsins. Foreldrar gefa skólanum gjafir Foreldrafélag Grunn- skóla Sandgerðisbæjar hefur verið ötult við að safna fé á liðnum mánuðum. Félagið hefur séð um kaffi- veitingar við ýmis tækifæri fyrir bæjarfélagið og selt fyr- irtækjum bollur. Fulltrúar foreldrafélagsins af- hentu Pétri Brynjarssyni, að- stoðarskólastjóra og Guðjóni Kristjánssyni, skólastjóra, stóra gjöf að verðmæti 180 þús. kr. sl. föstudag., en það voru tvö segulbands-, sjónvarps- og myndbandstæki, tvo ritþjálfara og tvö samlokugrill. Harður árekstur Harður árekstur tveggja bifreiða varð á mótum Kirkjuvegar og Vesturgötu um kvöldmatarleytið á liistudag. Ekki urðu alvar- leg slys á fólki. Bílarnir voru báðir taldir óökubætir eftir árekstur- inu og því fluttir á brott með dráttarbifreið. Bíl- stjórarnir kenndu til í hálsi og voru aumir eftir árekst- urinn en ætluðu að fara sjálfir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að láta meta meiðslin. ■ Nótatún opnar í Keflavík: Frábærar viðtökur Yerslunin Nóatún opnaði sl. laugardag en mikil vinna hefur verið lögð í að undirbúa opnunina undanfarnar vik- ur. Að sögn Guðmundar Júlíussonar, verslunarstjóra, er þetta ein fullkomnasta matvöruverslun á landinu hvað varðar allar öryggis- ráðstafanir og aðbúnað. „Við sérhæfum okkur í fersku kjöti og grænmeti og leggjum allan okkar metnað í það. Við erum m.a. með skemmtilega nýjung sem er Chester Fried- kjúklingur. Það em kjúklinga- bitar sem eru kryddaðir eftir sérstakri uppskrift og djúp- steiktir, en það lekur ekki af jíeim eins rnikil fita eins og oft vill verða. Þessir bitar hafa slegið f gegn hjá okkur, svo ekki sé meira sagt“, segir Guðmundur. Verslunin er er ekki stór en hún er falleg, ilmandi og björt og Guðmundur segir að stalfs- fólk leggi ntila áherslu á góða þjónustu. „Við emm með lít- inn ofn og bökum snittubrauð og rúmstykki og fleira góð- gæti daglega, þannig að við- skiptavinir okkar geta fengið nýbökuð brauð allan daginn. Einnig erum við með kaffi- kvöm frá Kaffitári og fólk get- ur þar malað baunimar sínar“, segir Guðmundur. Er verðlagið hjá ykkur sam- bærilegt við aðrar matvöru- verslanir á svæðinu? „Verðið hjá okku miðast við þá þjónustu sem við veitum, en við emm í efsta þjónustu- stigi. Við emm samt ekki dýr- astir á markaðinum“, segir Guðmundur og bætir við að viðskiptavinir hafí tekið Nóa- túnsfólki frábærlega vel og kjötborðið sé rósin í hnappa- gat verslunarinnar. 10

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.