Víkurfréttir - 31.05.2000, Síða 23
Eldisstöð í Kanada
Jón segir að Sæbýli sé eina
stöðin í heiminum þar sem
sæeyru eru alin upp við stöðug-
ar aðstæður, þ.e. hitastiginu
stjómað og dýrin valin saman
til æxlunar. Annars staðar í
heiminum eru yfirleitt meiri
sveiflur á hitastigi og einnig
hafa komið upp vandamál þar
vegna sjúkdóma og sníkjudýra.
Þessi vandamál hefur Sæbýli
verið laust við. „Við emm nán-
ast með eina ósýkta stofninn í
heiminum af þessari tegund og
þess vegna munum við snúa
okkur meira að því að selja ung
dýr til annarra eldisstöðva. Sá
markaður er geysilega stór og
mjög arðbær“, segir Jón og
upplýsir um leið að viðræður
við kanadískt fyrirtæki séu nú á
lokastigi varðandi kaup þeirra á
eldisdýrum frá Sæbýli. „Við
leggjum til þekkingu og dýr og
Kanadamenn húsnæði og fjár-
magn. Þetta er í fyrsta sinn sem
við komum þekkingu okkar í
verð og fáum í stað eignir í
formi hlutabréfa sem eru mikils
virði.“ Ræktun á sandhverfu
hefur staðið yfir hjá Sæbýli síð-
an 1999 og að sögn Jóns hefur
hún gengið mjög vel. „Vöxtur
hefur verið góður og afföll lít-
il. Sandhverfan er einn dýrasti
flatfiskurinn á markaðinum en
við ætlum hana eingöngu til út-
flutnings í framtíðinni. Fyrstu
slátranir gætu þó farið á inn-
lendan veitingahúsamarkað ef
áhugi reynist fyrir hendi."
Salan margfaldast
á fáum árum
Fyrstu sæeyrun frá íslandi vom
flutt á erlendan markað árið
1998, en þá vom seld 600 kg.
Arið 1999 óx salan upp í 8
tonn og gert er ráð fýrir að hún
verði um 22 tonn á þessu ári.
„Núverandi aðstaða dugir vel
til að framleiða og selja um 40
tonn á ári en markaðir em næg-
ir og salan gengur vel“, segir
Jón og bætir við að stefnt sé að
því að selja 200 tonn árið 2005.
„Til að það sé mögulegt verður
að auka hlutafé vemlega."
Söluverðmæti 120
milljónir króna
A aðalfundi Sæbýlis, 2. maí sl„
var ákveðið að auka hlutafé og
undirbúa þannig stækkun
stöðvarinnar. Nú er í gangi
fsföfni Sæbýlis. Kom frá Kaliforníu en hefur nú öðlast
íslenskan ríkisborgararétt. Sæeyrun geta annars orðið 70 ára gömul.
^atvmnulíf
—
hlutafjárútboð og boðnar eru
16 millj. kr. á nafnvirði á geng-
inu 7,5, en söluverðmæti er
120 millj.kr. „Viðbrögð hlut-
hafa hafa verið góð en for-
kaupsréttarfrestur er ekki lið-
inn. Ef núverandi hluthafar
kaupa ekki öll bréfin þá verða
þau boðin almennum fjárfest-
um“, segir Jón. Stærsti hluta-
hafi í Sæbýli í dag er CBC
Ltd„ með 30% hlutafé. Það er
stórt japanskt fyrirtæki sem er
aðallega íhátækniiðnaði.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífs-
ins á 15% hlut, Eignarhaldsfé-
lag Suðumesja 14% og Hita-
veita Suðurnesja 12%. Þetta
eru stærstu hluthafarnir en
heildarfjöldi þeirra er 26.
Mörg þúsund fermetrar
í viðbót
A næstu þremur árum verður
gróðurhúsarýmið, þar sem ung-
viðaframleiðslan fer fram, auk-
ið um helming og auk þess að
byggja þrjú ný eldishús. Sam-
anlagt 4000 þúsund fermetra.
„Ef ég á að draga stefnu íyrir-
tækisins saman í stuttu máii þá
má segja að stækkun sé á dag-
skrá, eins og áður hefur komið
fram, og við ætlum okkur sam-
hliða henni að gera reksturinn
arðbærari. Við munum leggja
meiri áherslu á útflutning yngri
dýra til eldisstöðva erlendis,
jafnframt því að við aukum út-
flutning á fullvöxnum dýrum.
Ræktun á sandhverfu, sem hef-
ur gefist einstaklega vel mun
einnig verða aukin talsvert. Við
ætlum okkur einnig að koma
þekkingu okkar í verð og ger-
ast aðilar að öðrum fyrirtækj-
um og styrkja þannig stöðu
okkar“, segir Jón Gunnarsson
að lokum.
Rýmum til
•'fyrir nýjum vörum
Mikið úrval
af verkfærum með Öryggisskór
miklum afslætti.
Eigum ávallt
bremsuklossa,
borða og kveikjuhluti
í miklu úrval
í flestar
gerðir bifreiða.
30%
afsláttur.
GRÓFIN 8 - KEFLAVÍK - SÍMI421 7510
23