Víkurfréttir - 31.05.2000, Qupperneq 29
Keflavík 23 úr leik
23 ára lið Keflavíkur féll úr
keppni í Coca-Cola bikar karla í
knattspymu, eftir að liðið tapaði
fyrir 23 ára liði ÍBV sl.
fimmtudagskvöld. Staðan var
jöfn að loknum venjulegum
Ieiktíma 2-2 og þurfti því að
grípa til framlengingar. Að
framlengingunni lokinni var
staðan orðin 3-3 og þurfti því
vítaspyrnukeppni til að ráða
úrslitum um hvort liðið kæmist
áfram í næstu umferð. Skemmst
er frá því að segja að Eyjamenn
skoruðu þrjú mörk úr
vítaspyrnukepppninni en
Keflvíkingar aðeins eitt.
Leiknum lauk því með sigri
Eyjamanna 6-4. Magnús
Þorsteinsson skoraði tvö mörk
fyrir Keflavík í gær, en hin tvö
mörkin voru skoruð af þeim
Guðmundi Steinarssyni og
Haraldi Guðmundssyni.
-i formi i allt sumar!
Aftur á toppinn!
Nýkjörin stjórn Körfuknattleikdsdeildar
Keflavíkur vill leita eftir umræóu og
hugmyndum um hvernig best megi tryggja
aó karfan í Keflavík haldist á toppnum.
Viö boöum því til skemmtilegs hádegis-
fundar laugardaginn 3. júní í Heiöarskóla
kl. 11.00.
Vorfagnaður GS
föstudaginn 2. júní í golfskálanum
Fögnum golfvertíð á skemmtilegum
vorfagnaði í golfskálanum í Leiru á
föstudaginn 2. júní.
Þriggja rétta Ijúffengur matseðill, s.s.
kalkúnabringur og grillað lamb,
forréttur og eftirréttur.
Húsið opnað kl. 19:30. Miðaverð aðeins
2.200 kr. á mann. Eftir kvöldverð verða
skemmtiatriði og dans fram eftir nóttu.
Mætum öll (og tökum með okkur skemmti-
lega gesti) og fögnum golfsumri.
Skráning i klúbbhúsi og í símum
421-2908 og 421-4103.
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst,
ekki seinna en á fimmtudag.
Skemmtinefndin
arall íKeflavík
Skemmtileg mynd úr
rallinu. Ein sérleiðin lá
um Keflavíkurhöfn þar
sem settar höfðu verið
hindranir - auðvitað
fiskkör. Fjöldi manns
fylgdist með.
Feðgarnir Rúnar Jónsson og
Jón R. Ragnarsson, á Subaru
Impreza, unnu sigur á fyrsta
ratlmóti ársins, Suðurnesja-
rallinu sem fram fór um
síðustu helgi á Reykjanesi.
Feðgarnir náðu forystunni
snemma í rallinu, en þeir
voru fyrstir eftir fyrri daginn
og héldu svo forystunni allt
til enda, þrátt fyrir nokkur
vandræði með bílinn. Baldur
Jónsson og Geir Óskar
Hjartarson á Subaru Legacy
urðu í öðru sæti, en í því
þriðja höfnuðu þeir Hjörtur
P. Jónsson og ísak Guðjóns-
son á Toyota Corolla. Aðeins
sautján bflar luku keppni af
þeim 24 sem hófu hana, enda
var keppnin geysihörð og
skildu aðeins nokkrar sek-
úndur á milli keppenda í
lengstu sérleiðunum.
Golfklúbbur Suðurnesja
Lífeyrissjóðsmót
styrkt af Lífeyrissjóði Suðurnesja og VÍB
Golfklúbbur Suðurnesja 3. júní 2000.
Mótið er opið öllum golfklúbbum á Suðurnesjum.
Ræst út milli kl. 08. og 15.
Punktakeppni - hámarksforgjöf 36.
Mótsgjald er kr. 1.500.- innifalið er gosdrykkur og gjöf á 1. teig
og kaffi/súkkulaði og samloka á 10. teig.
Verðlaun verða veitt fyrir 1.-10. sæti.
Allir eiga möguleika. Pantið rástíma í síma 421 4100.
Golfskálinn er opinn milli kl. 10 og 22 alla daga.
Tölvupóstur: gs@gs.is - Vefsíða: www.gs.is
GS-GG-GSV-GSG - setjum þátttökumet
29