Víkurfréttir - 15.03.2001, Blaðsíða 4
■ Loðnan er mönnum mikil ráðgáta:
Áta og bnæla
eyöilagöi góða
loðnuvertíð
Loðnuvertíðin þetta árið byrjaði í byrjun febrúarmánað-
ar og mun líklega standa yfir fram í lok mars. Það er
nokkuð sérstakt við þessa vertíð að lítil loðna viðist
vera að koma að austan. Venjulega kemur hún að austur-
ströndinni og svo hingað vestur eftir en nú hefur hún farið al-
veg öfugan hring og er þetta mönnum mikil ráðgáta.
Væntingar meiri en útkoman
„Loðnuvertíðin byrjaði með
því að loðna fannst fyrir vestan
íand, sem er sérstakt. Það hefur
komið fyrir áður, en síðasta
vesturgangan kom árið 1979.
Menn hugsuðu sér gott til glóð-
arinnar, nú ætti að frysta mikið.
Eftir fyrsta dag frystingar gerði
fimm daga brælu. Eftir fimm
daga var farið út og byrjað að
frysta aftur. Þá kom svo mikil
áta í loðnuna að við þurftum að
hætta að frysta. Þá leið heil
vika. Væntingarnar voru því
meiri en útkoman“, segir Þor-
steinn Erlingsson frarn-
kvæmdastjóri Saltvers. I Salt-
veri vom fryst um 320 tonn og
í Helguvík var tekið á móti um
600 tonnum sem flutt voru í
önnur frystihús, að sögn Þor-
steins.
Hrogn á Japansmarkað
Þegar búið er að frysta er farið í
hrognatöku en hrognin em tek-
in úti í Helguvík í flokkunar-
stöðinni. „Það eru tvö fyrirtæki
hér sem frysta hrognin en það
eru Saltver og Fiskanes í
Grindavík. Við getum selt rúm-
lega þúsund tonn af hrognum.
Hrognin fara á Japansmarkað
en einhver smá hluti er seldur
wgrið velkpmin!
Ap'ójték Keflavíkur
-o Snyrtivörudeild
r>4*Suðurgötu 2 - Keflavík
Apótek Keflavíkur og
Christian Dior kynna
Glæsilegir tískulitir
\serri undirstrika
kvenleika'ol.fegurð
Dior dagar 16 mars
til 22 mars.
: Frábærir afmælis-
kaupaukar fylgja
öllum Dior vörum.
Kaupaukar,
hér innanlands. Því miður lítur
út fyrir verkfall sjómanna og
það þýðir að við náum ekki að
frysta nóg fyrir Japanina sem
ntunu þá fara til Noregs og
kaupa restina. Við munum því
missa af því“, segir Þorsteinn.
Þorsteinn ekki sáttur
„Ég er ekki sáttur við loðnu-
frystinguna hún gekk mjög illa,
sökum brælu og átu. Annars
hefðum við getað fryst fleiri
þúsund tonn á þessu svæði.
Héma í Saltveri getum við fryst
100 tonn á sólarhring. Það er
þó búið að taka á móti 30.000
tonnum í loðnuverksmiðjuna
og það gengur bara vel. Maður
vonar í lengstu lög að menn
geti komist hjá verkfalli, því
það vita það allir að það hefst
ekkert af því, nema leiðindi.
Það er ekki bara útaf loðnunni.
Vertíðarbátamir taka sínar árs-
tekjur í mars, apríl og maí. Það
hefur aldrei verið eins hátt verð
á þorskhrognum og í dag og
mjög gott verð er líka á salt-
fiski. Það er gífurlega slæmt
fyrir bátana að stoppa og ekki
síður fyrir fólkið sem er í landi,
því það er engin vinna á með-
an.“
Mikil vinna
Saltver er auk loðnuvinnslunn-
ar með saltfiskverkun og einn
bát, Erling, sem hefur verið að
fiska ágætlega að sögn Þor-
steins. „Við emm með á milli
70-80 manns í vinnu í augna-
blikinu. Fastafólkið byrjar yfir-
leitt klukkan sex á morgnanna
til sjö á kvöldin. Svo kemur
unglingavaktin yfirleitt klukk-
an átta á kvöldin og vinnur til
þrjú urn nóttina. Það eru
skólakrakkar og ungt fólk sem
hefur unnið hjá okkur áður,
unnu kannski þegar þau vom í
skóla. Með þeim reynum við
að hafa fjóra til fimm vana
menn, verkstjóra og lyftara-
menn“, segir Þorsteinn Érlings-
son, framkvæmdastjóri Salt-
vers.
4